Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 37
Ritheimildir um Kirkjuból Kirkjuból er fyrst og fremst þekkt vegna galdramála sr. Jóns Magnússonar þumlungs á 17. öld. Hins vegar var fæstum kunnugt um aðra hluti í sögu staðarins. Kirkjan taldist hálfkirkja og hvarf úr heimildum á 18. öld. En hvernig bar það að? Í þá nýútkominni álitsgerð um kirkjueignir kom fram að til að leggja niður bændakirkju hafi þurft konungsleyfi.62 Hjalti Hugason hefur bent á að fækkun kirkna hafi mátt rekja til sið- breytingarinnar og breytinga á trúarháttum.63 En það virtist bera meira til. Þegar ritheimildir voru skoðaðar kom fljótt í ljós að ferlið tengdist mun stærri málum. Kirkjan var miðpunktur deilna milli Kirkjubólsbænda og Eyrarklerks í galdrafárinu. Í Eyrarannál segir að þeir feðgar hafi verið brenndir árið 1656 og sr. Jón Magnússon vísar í hana í Píslarsögu sinni án þess að lýsa henni.64 Ekki er ætlunin að fjalla um galdramálin hér frekar.65 Hins vegar er þeirri kenningu varpað fram hér að í máldögum og bréfum megi sjá að kirkjan að Kirkjubóli hafi valdið togstreitu milli Eyrarklerks og eigenda Kirkjubóls frá upphafi. Örnefnið Kirkjuból er algengt og hefur Ólafur Lárusson fjallað um það. Hann bendir á að örnefnið sé þarna eldra en elstu máldagar kirkjunnar enda megi lesa úr þeim og máldögum Eyrarkirkju að einhvers konar kirkjuhús sé þar komið þegar árið 1286. Í máldaga Eyrarkirkju frá því ári segir að kirkjan að Eyri hafi einungis hálfa tíund af Kirkjubóli.66 Einungis það að jörðin heitir þá þegar Kirkjuból er mikilvæg vísbending. Önnur vísbending er að frá jörðinni leggist einungis hálf tíund til Eyrar. Í Jarðabókinni (1710) er kirkjan síðast nefnd á prenti og þar sögð hálfkirkja og embættað þegar heimamenn gangi til sakramentis. Kirkjan átti ekki land að Kirkjubóli en hún átti bæinn Fossa sem var átta hundruð.67 Í Prestatali og prófasta eru taldir upp 18 klerkar sem þjónuðu Eyri á tæplega 400 ára tímabili frá 1333 til 1730. Sveinn Níelsson getur þess neðanmáls að bænhús hafi verið á Fossum, Engidal, Arnardal neðri og Tungu fram um 1710 svo líklegt virðist að einhver tiltekt hefði farið fram í Skutulsfirði snemma á 18. öld.69 Þegar rannsóknir hófust 1985 var talið að starfstími kirkjunnar næði frá því fyrir 1286 og fram undir 1710. Kirkjuból var talin landnámsjörð.70 Jörðin virðist hafa verið eftirsóknar- verð. Hún var stór, um 30 hundruð, stærsta jörðin í firðinum og jafnan margbýl eftir að ritheimilda nýtur við. Hún var þríbýl um miðja 17. öld, fjórbýl þegar Jarðabókin var tekin og fimmbýl í manntalinu árið 1703. Þá bjuggu þar 20 manns.71 Til eru fjölmargir kaupsamningar um hana í bréfabókum og í Alþingisbókum en þeir snerta ekki kirkjuna.72 Á 20. öld var jörðin jafnan í ábúð og síðustu árin í eigu Ísafjarðarkaupstaðar. 36 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.