Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 69
í námugreftri, nýting kolanna bætt svo og vélvæðing námunnar, til
dæmis með því að nota loftpressu. Með því móti gæti framleiðslan orðið
2,5-3 tonn á dag. Hins vegar þýddi aukin vélvæðing meiri fjárfestingu,
verkstæðisbyggingu og smiðju ásamt ýmsum öðrum verkfærum. Hann
lagði líka til að byggður væri verkamannaskáli sem rúmaði 14 manns
þannig að hægt væri að koma fyrir fleiri mönnum. Hann taldi að það
þyrfti um 250 m járnbrautarspor frá námunni og 10 vagna til að flytja
kolin og úrganginn frá námunni. Nauðsynlegt væri að flokka kolin
betur og bæta aðstæður við flutninga frá námunni en þeir væru mjög
frumstæðir.
Sem dæmi um þá erfiðleika sem voru á því að koma varningi til og
frá Stálfjallsnámunni má nefna að í maí 1916 fóru 20 verkamenn með
Gullfossi vestur til vinnu. Hugmyndin var að reyna að koma fólkinu
að námunni frá sjó en ef það tækist ekki yrði siglt til Patreksfjarðar og
fólkið færi landveg að námunni. Byggingarefni og öðrum tækjum og
tólum yrði hins vegar skipað upp á Stykkishólmi og flutt þaðan með
Breiðafjarðarbátnum til Rauðasands þegar veður leyfði. 62
Guðmundur og félagar hans bjuggu í fyrstu í tjöldum en komu sér
við fyrsta tækifæri upp íveruhúsi. Enn má greina grunna eftir tvö
hús nokkuð fyrir ofan námasvæðið en aðeins annað þeirra var reist.
Hjá húsgrunnunum er stór, flatur steinn sem á er höggvið fangamark
Guðmundar kola, G E J G, og fyrir neðan Carbon 1915-1917. Húsið,
sem reist var við Stálfjall, var síðar tekið niður og flutt til Suðureyrar við
Tálknafjörð og þaðan til Patreksfjarðar þar sem það er nú efri hæðin á
Aðalstræti 74.63 Einnig gerðu þeir Guðmundur veg frá námunni, ruddu
vör og byggðu lausabryggju í fjörunni.64
Aðstandendur námunnar fóru fram á að varðskipið Islands Falk kæmi
og mældi dýpið fyrir framan námuna þar sem best væri að kasta akkerum.
Það var auðsótt mál og var gert dýptarkort yfir víkina fyrir framan Stálfjall.
Fljótlega komu upp vandræði vegna slæmra lendingarskilyrða í
fjörunni við Stálfjall. Gufuskipið Ingólfur, sem átti að flytja kolin frá
Stálfjallsnámunni, komst ekki þangað og því fóru námumenn þess á
leit að rannsóknar- og varðskipið Islands Falk flytti kolin. Ekki leist
umsjónarmönnum Islands Falk vel á það og höfnuðu beiðninni með þeim
ummælum að Islands Falk væri ekki vel fallinn til kolaflutninga.65
Stálfjallsnámurnar voru í nokkurra metra hæð yfir sjávarmáli. Í fyrstu
var unnið með handverkfærum og sprengiefni. Kolin voru vinsuð fyrir
utan námuopið og myndaðist þar fljótlega lárétt plan úr úrganginum frá
þeim. Árið 1917 var svo reksturinn kominn í fullan gang. Þá komu vestur
68 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS