Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 69
í námugreftri, nýting kolanna bætt svo og vélvæðing námunnar, til dæmis með því að nota loftpressu. Með því móti gæti framleiðslan orðið 2,5-3 tonn á dag. Hins vegar þýddi aukin vélvæðing meiri fjárfestingu, verkstæðisbyggingu og smiðju ásamt ýmsum öðrum verkfærum. Hann lagði líka til að byggður væri verkamannaskáli sem rúmaði 14 manns þannig að hægt væri að koma fyrir fleiri mönnum. Hann taldi að það þyrfti um 250 m járnbrautarspor frá námunni og 10 vagna til að flytja kolin og úrganginn frá námunni. Nauðsynlegt væri að flokka kolin betur og bæta aðstæður við flutninga frá námunni en þeir væru mjög frumstæðir. Sem dæmi um þá erfiðleika sem voru á því að koma varningi til og frá Stálfjallsnámunni má nefna að í maí 1916 fóru 20 verkamenn með Gullfossi vestur til vinnu. Hugmyndin var að reyna að koma fólkinu að námunni frá sjó en ef það tækist ekki yrði siglt til Patreksfjarðar og fólkið færi landveg að námunni. Byggingarefni og öðrum tækjum og tólum yrði hins vegar skipað upp á Stykkishólmi og flutt þaðan með Breiðafjarðarbátnum til Rauðasands þegar veður leyfði. 62 Guðmundur og félagar hans bjuggu í fyrstu í tjöldum en komu sér við fyrsta tækifæri upp íveruhúsi. Enn má greina grunna eftir tvö hús nokkuð fyrir ofan námasvæðið en aðeins annað þeirra var reist. Hjá húsgrunnunum er stór, flatur steinn sem á er höggvið fangamark Guðmundar kola, G E J G, og fyrir neðan Carbon 1915-1917. Húsið, sem reist var við Stálfjall, var síðar tekið niður og flutt til Suðureyrar við Tálknafjörð og þaðan til Patreksfjarðar þar sem það er nú efri hæðin á Aðalstræti 74.63 Einnig gerðu þeir Guðmundur veg frá námunni, ruddu vör og byggðu lausabryggju í fjörunni.64 Aðstandendur námunnar fóru fram á að varðskipið Islands Falk kæmi og mældi dýpið fyrir framan námuna þar sem best væri að kasta akkerum. Það var auðsótt mál og var gert dýptarkort yfir víkina fyrir framan Stálfjall. Fljótlega komu upp vandræði vegna slæmra lendingarskilyrða í fjörunni við Stálfjall. Gufuskipið Ingólfur, sem átti að flytja kolin frá Stálfjallsnámunni, komst ekki þangað og því fóru námumenn þess á leit að rannsóknar- og varðskipið Islands Falk flytti kolin. Ekki leist umsjónarmönnum Islands Falk vel á það og höfnuðu beiðninni með þeim ummælum að Islands Falk væri ekki vel fallinn til kolaflutninga.65 Stálfjallsnámurnar voru í nokkurra metra hæð yfir sjávarmáli. Í fyrstu var unnið með handverkfærum og sprengiefni. Kolin voru vinsuð fyrir utan námuopið og myndaðist þar fljótlega lárétt plan úr úrganginum frá þeim. Árið 1917 var svo reksturinn kominn í fullan gang. Þá komu vestur 68 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.