Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 81
80 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS staðnum gætu nýtt sér ef þeir sæju sér hag í því. Lítið kom hins vegar út úr kolarannsóknunum í Norðfirði og Eskifirði. Reyðarfjörður reyndist hafa upp á mest að bjóða. Þar hafði Jón Arnesen, ræðismaður Svíþjóðar á Eskifirði, hafið framkvæmdir. Kolalögin eru sunnanvert í firðinum við Jökulbotna. Bratt er upp að námunni en aðstæður að öðru leyti góðar. Um kílómetri er niður að sjó og þar var góð höfn með bryggju sem nota mátti til útskipunar. Kolalögin liggja beggja megin í árgili. Þegar Gísli skoðaði námuna var búið að grafa um 11 m inn í vegginn og virtist honum talsvert af kolum þarna. Leir var milli kolanna en hann hreinsaðist vel frá. Gísli lagði til að lögð væri 450 m löng braut í hlíðina og út hjalla sem er í beinni stefnu upp frá bryggjunni og þegar væri kominn snjór væri hægt að flytja kolin á sleðum. Hann sagði að ýmsar framkvæmdir væru hafnar við námuna, svo sem að reisa skýli fyrir verkamennina. Jón konsúll sendi svo Gísla bréf í september sama ár og bað hann um sprengiefni og önnur nauðsynleg áhöld. Gísli tók þessu vel og bað stjórnina að greiða fyrir framkvæmdum og nokkru síðar kemur fram að Gísli hafi sent Jóni sprengiefni og áhöld. Hann tekur fram að Reyðarfirði og nærliggjandi byggðum sé vel borgið með kol ef 25-30 manns vinni í námunni, hins vegar sé ekki ástæða til aðgerða annars staðar.82 Enn munu sjáanleg á þessum slóðum ummerki um námu vinnsluna.83 Ekki voru þó allir sammála því að ástæðulaust væri að leita fyrir sér víðar. Hinn 20. apríl 1917 seldu eigendur jarðarinnar Eskifjarðarsels í Reyðarfjarðarhreppi Guðmundi Jóhannessyni á Eskifirði rétt til kolanáms í Ytra-Skoti næstu 75 árin. Hann hafi leyfi næstu þrjú árin til að reyna að finna kol og kanna hvort hægt væri að vinna þau. Hann lofar að borga eigendum jarðarinnar 50 aura á tonn og fái jarðareigendur 15 tonn fyrir sig. Í bréfi frá Guðmundi frá því í október 1917 kemur fram að hann hafi verið með einhverja starfsemi þarna og um mitt sumar hafi orðið hörmulegt slys þegar Ögmundur Ögmundsson kennari rotaðist til bana. Þetta er eina alvarlega slysið við surtarbrandsnámið sem heimildir finnast um.84 Guðmundur segist hafa selt tonnið af kolum á 100 kr. og hafi þau reynst gott eldsneyti. Danskir aðilar hafi boðið í námuna en hann vill bjóða stjórninni forkaupsrétt og segir að bróðir sinn, Alexander Jóhannesson, síðar rektor Háskóla Íslands, taki við tilboðum. Stjórnarráðið svaraði nokkru síðar og sagðist myndu láta skoða námuna næsta sumar.85 Hvort eitthvað varð af frekari framkvæmdum er ekki vitað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.