Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Síða 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Síða 82
Niðurstöður Meðan Tungunáma á Tjörnesi var í fullum rekstri var hún eitt stærsta fyrirtæki landsins og áreiðanlega með hvað mesta veltu allra íslenskra fyrirtækja að Landsversluninni undanskilinni. Allan þann tíma sem hún var í rekstri var tap á henni. Einu námurnar sem hugsanlega hafa verið reknar með hagnaði voru Hringversnáman, en fyrir því höfum við aðeins orð eigandans, og náman á Skarði á Skarðsströnd. Engin gögn hafa þó fundist um rekstur þessara náma. Vafasamt er að aðrar námur hafi nokkurn tíma skilað hagnaði og fram kom í umræðum á þingi að Dufansdalsnáman hafi ætíð verið rekin með tapi og mörg félög reynt fyrir sér með rekstur þar. Að Tjörnes-, Dufansdals-, Botns- og Stálfjallsnámunum frátöldum voru flestar surtarbrandsnámurnar smánámur þar sem heimamenn tóku brand til heimabrúks sem auðvelt var að vinna. Stálfjallsnáman hefur þá sérstöðu að hún var rekin af erlendu fyrirtæki og fyrir erlent áhættufé og að verulegu leyti vélvædd, að minnsta kosti undir lokin. Heimildir um flestar aðrar námurnar eru svo fátæklegar að erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi starfseminnar. Skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld voru ýmsir aðilar að velta fyrir sér surtarbrandsvinnslu en ekki virðist hafa orðið úr framkvæmdum nema í Botnsnámu. Ef marka má frásagnir þeirra sem unnu í námunum var það ekkert annað en hundaheppni að ekki skyldi verða nema eitt banaslys við surtarbrandsvinnsluna hérlendis. Oft var unnið meira af kappi en forsjá og stundum braut hegðun námumanna fullkomlega í bága við heilbrigða skynsemi, samanber frásögn Sigurðar Thoroddsens hér að framan. Surtarbrandsnámið á Tjörnesi, sem og annars staðar, var tilkomið vegna þess að ekki fengust næg kol erlendis frá og grípa þurfti til aðgerða til að koma í veg fyrir skaða í vetrarhörkum. Því var Tungunáman til dæmis aldrei rekin eins og fyrirtæki sem átti að skila hagnaði heldur með það í huga að bjarga fólki í sárri neyð. Líklega er óhætt að taka undir með Jónasi frá Hriflu í grein hans í Tímanum að margt fátækt fólk í kaupstöðum fyrir norðan og austan hefði áreiðanlega liðið fyrir kulda ef ekki hefðu komið til kolin úr Tungunámu. Full ástæða er til að varðveita þau námagöng sem enn eru uppi- stand andi og aðgengileg almenningi. Það á einkum við um Dufans dals- námuna og göngin við Stálfjall. Þessi göng eru af mismunandi gerðum. Dufansdalsgöngin voru sprengd inn í hlíðina en Stálfjallsgöngin munu hafa að einhverju leyti verið boruð. Í þessum tveimur námum má því sjá dæmi um mismunandi verktækni við gangagerð. HOLLUR ER HEIMAFENGINN BAGGI 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.