Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 108

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 108
VÍKINGAALDARBYGGÐIN Á HOFSTÖÐUM Í MÝVATNSSVEIT 107 Timburgrindin var ekki bogadregin eins og veggirnir, heldur voru stoðaraðirnar beinar. Alls eru fimm raðir af stoðum eftir skálanum endilöngum. Tvær raðir yst og röð í miðju með nokkuð reglulegum millibilum (um 4 metrar milli stoða) og tvær innri raðir, mun þéttari – og bera þær einnig merki um margendurteknar viðgerðir og endurnýjaðar holur. Þetta fyrirkomulag – sem lýsa mætti sem fjórskipa skála – er afar óvenjulegt og óvíst að það sé hentugt byggingarlag. En vegna þess að skálinn hefur verið lengi í notkun og sjá má merki um miklar viðgerðir og breytingar á undirstöðum timburgrindarinnar, er mjög sennilegt að þarna sjáist í einu ummerki um tvö byggingarskeið. Þá hefur á öðru skeiðinu verið röð af stoðum í miðju, sem báru uppi mæniásinn, en á hinu hafa verið tvær raðir af stoðum sem voru tengdar með bitum um þvert hús. Ef þessi túlkun er rétt, er samt mjög erfitt að vera viss um hvor gerðin kom á undan – við rannsókn Daniels Bruuns var víða skorið á mikilvæg tengsl í jarðlagaskipaninni og gólflög geta auðveldlega gengið til og aflagast. Flestar stoðarholurnar í miðröðinni sáust í yngsta gólflaginu en flestar stoðarholurnar í ytri röðunum komu fyrst í ljós þegar gólflög höfðu verið fjarlægð. Þetta gæti bent til þess að innri holuröðin sé frá eldra skeiðinu. Breytingin frá grind með hliðarásum og þverbitum í grind þar sem stoðaröð í miðju ber uppi mæniás hefði ekki valdið miklum breytingum á útveggjum – hefði ekki einu sinni þurft að valda breytingum á ytri stoðaröðinni en á henni hafa raftarnir hvílt. Aðalbreytingin hefur verið á þakgerðinni, útliti þakgrindar og ef til vill hæð hennar. Margvísleg ummerki um innri frágang má sjá í skálanum en hér verður aðeins getið um það helsta. Skálinn er um 35,8 m að lengd og 6 m að breidd að innan. Honum var skipt að minnsta kosti í þrjá hluta. Þeir eru aðalrýmið í miðju og norður- og suðurendi en þeir eru báðir aðskildir frá aðalrýminu með gangi sem liggur um þvert húsið, um 1,5 m að breidd. Dyr voru á nyrðri ganginum beggja vegna en aðeins að vestan á þeim syðri. Svo er að sjá að sjálf burðargrind endanna tveggja og miðjunnar sé ekki ein heild – undirstöður timburgrindarinnar mynda ekki beinar línur og breytingar á þeim virðast ekki verða á sama tíma. Því má líta á þetta sem aðskildar byggingar þó að þær kunni að hafa litið út eins og eitt hús séð að utan. Gólflögin voru nokkuð vel varðveitt en þau fundust aðeins í skálanum miðjum þar sem þau fylltu ílanga dæld. Þau voru aðallega úr ösku úr eldstæðum sem safnast hafði saman í dældinni. Í þeim fannst nokkuð af gripum, þeir voru einkum sunnan og austan við eldstæðið. Í gólfinu miðju voru tvö eldstæði, hvort við endann á öðru og skammt milli þeirra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.