Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 115

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 115
114 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Beint á móti D2 var A2, þriðja viðbyggingin við skálann. A2 hafði verið byggt eftir að búið var að slétta úr A5 og einnig síðar en A4 var reist, og er því líklega eitt af yngstu húsunum á staðnum. Það var 6,9 m langt og 3,5 m breitt að innanmáli, veggirnir voru úr strengjatorfi, 1 m að þykkt, og stóðu í 0,5 m hæð. Þakið hefur verið borið uppi af mæniás sem hvíldi á tveimur miðstólpum en einnig voru hliðarstoðir við veggi. Það hefur tengst grindinni í skálanum að vestan. Gólfin voru slitrótt og úr móösku. Í suðausturhorni var eldstæði og í vestanverðu húsinu var sáfar – en ílátið hafði verið fjarlægt og sáfarið síðan fyllt af málmsmíðaúrgangi. Eins og húsin A4 og A5 virðist þetta hús hafa verið notað sem smiðja. Þar sem jarðlagaskipan bendir til að það komi á eftir húsinu A4 er það líklega þriðja smiðjan í röðinni á staðnum. Sérmerkilegar voru nokkrar hauskúpur úr nautgripum sem fundust í torfhrunslögum sem fylltu tóftina. Í torfhruni umhverfis suðurenda skálans fundust nokkrar til viðbótar og kann að vera að veggirnir hafi verið skreyttir með slíkum hauskúpum. Lítið hús til óþekktra nota (hús E2) Síðasta húsið er nokkur ráðgáta. Það er lítil bygging, 5,8 x 3,8 m að innanmáli, og er skammt vestan við nyrðri þverganginn í skála. Veggirnir voru úr streng, þeir voru um 1 m á þykkt og stóðu í um 0,2 m hæð. Ekki var greinilegur inngangur í húsið en á vesturhlið var mjótt op sem tengdist rennu inni í húsinu sem lá meðfram vesturvegg þess. Steinaröð var í vesturbrún rennu en við austurhlið voru fjórar verklegar stoðarholur með jöfnu millibili. Þessar stoðir hafa líklega borið uppi þak en ekki er víst að það hafi verið viðamikið. Ef til vill hefur það ekki náð yfir allt húsið – vel má vera að yfirbygging þessarar tóftar hafi verið fremur opin, hún kann að hafa verið úr timbri og torfveggirnir hafi verið undirstaða til að lyfta veggjunum upp. Ekkert yfirborðslag fannst inni í byggingunni og getur verið að gólfið hafi verið upphækkað og úr timbri; það myndi einnig skýra það að ekki sér fyrir inngangi sem þá hefði líka verið upphækkaður. Mestar líkur eru á að inngangurinn hafi verið á austurhlið andspænis inngangi í skálann. Milli skáladyra og E2 hafði verið reist ílangt fordyri úr torfi, eins og viðbygging við skálann. Það var um 5 m langt og byggt úr streng, veggirnir um 1 m að þykkt og stóðu í um 0,4 m hæð. Daniel Bruun hafði grafið upp töluverðan hluta þess, fjarlægt nokkuð af veggjum og mestöll gólflög. Eftir því sem næst verður komist er ekki þekkt hús á Íslandi sömu gerðar og E2 og ekki er fyllilega búið að ráða í notkun þess. Fyrstu greiningar á lögum úr rennunni benda til að í henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.