Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 158

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 158
að þótt konur þekkist ef til vill af tilteknum gripum, getur verið að ekki sé ráðlegt að treysta því að vopn séu ævinlega til marks um karlkuml. Um met er það að segja að 28 slík hafa fundist í kumlum. Fjórtán af þeim eru úr karlkumlum og kumlum sem ekki var hægt að kyngreina. Hin 14 eru úr einu kumli, kvenkumli (Vatnsdalur í Patreksfirði). Metaskálar eru ekki algengar heldur en eina þekkta íslenska dæmið er úr kumli konu. Þetta er í góðu samræmi við niðurstöður Stalsberg11 og þó að grafirnar séu fáar er úrtakið allstórt á íslenskan mælikvarða. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki bara þýðingu þegar fjallað er um auð og ríkidæmi, það bendir líka til þess að á Íslandi, eins og annars staðar í löndum norrænna manna, kom fyrir að konur væru grafnar með hlutum sem tengjast verslun. Því er ekki hægt að tengja met eingöngu við karla. Það hangir eitthvað meira á spýtunni en einföld skipting verka og skyldna eftir kynferði. Þessi dæmi um ósamræmi í skiptingu haugfjár benda til þess að ekki sé hægt að ganga út frá því að verkaskipting fari alltaf beinlínis eftir skiptingu milli líffræðilegra kynja. Að vísu er hægt að notast við alhæfingar og styðjast við þær að nokkru þegar heimildir eru metnar. En það er ekki hægt að reiða sig á að haugféð eitt út af fyrir sig segi með vissu til um kynferði þess er í kumlinu hvílir, þó að það geti sagt til um kyngervið. Aldur og greftrunarsiðir Aldur er einn af þeim félagsþáttum sem oft hefur áhrif á greftrunar siði og -hefðir. Einnig má líta á aldur sem eina birtingarmynd kyngervis. Yfirleitt er nokkuð víst, einkum í landbúnaðarsamfélögum með fasta búsetu, að það komi fram í staðsetningu og legu grafar og einnig í verðmætu haugfé, hver hinn látni var og hver staða hans var í þjóðfélaginu. Því má telja víst að val á grafarstæði geti einnig ráðist af aldri og sjá mætti að mismunandi greftrunarsiðir hafi verið hafðir um hönd við útför mismunandi aldurshópa – ungbarna/barna, unglinga, ungs fólks, fullorðins fólks og aldraðra. Félagslegar hefðir og þjóðfélags stöðu má venjulega lesa af útfararsiðum og venjum, þannig mætti sjá viðhorf samfélagsins til barna eða ungs fólks. Til dæmis, ef eitthvert samfélag leggur verðmæta gripi í gröf ungbarns, unglings eða ungs manns, og mikla vinnu í útbúnað hennar, má telja víst að í því samfélagi hafi þjóðfélagsstaða verið fyrirfram gefin. Ef farið er með börn sem sérstakan hóp, öðruvísi en alla aðra, getur það verið vísbending um að tign og þjóðfélagsstaða sé yfirleitt áunnin. Sama má segja um stöðu karla og kvenna í þjóðfélaginu bæði innan hvers aldurshóps og út af fyrir sig. Þegar litið er á grafir fullorðinna er nánast útilokað að segja til um það án ritaðra heimilda hvort þjóðfélagsstaða KUML, KYN OG KYNGERVI 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.