Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 163

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 163
verið flóknari en svo að skiptingin væri aðeins milli „karlkyns“ og „kvenkyns“ og meira en líklegt er að rétt sé að líta á börn sem sérstakt kyngervi. Trúlegt er að verkaskipting hafi ekki síður byggt á efnahag og framleiðsluháttum en líffræði. Ekki má gleyma því að mannkynið hefur á ýmsum tímum skipt verkum margvíslega og verkaskiptingin breytist oft. Þess verða fræðimenn að minnast. Kyngervi skiptir einnig miklu máli þegar kemur að þjóðfélagsstöðu og tign. Af búnaði kumla má oft ráða auð en önnur kuml eru látlaus og án íburðar. Margir fræðimenn hafa litið svo á að íslensk kuml séu fátækleg og þjóðfélagið virðist lítið stéttskipt, ef eitthvað megi ráða af haugfé og greftrunarsiðum. Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við rík mannlegar grafir sem fundist hafa annars staðar á Norðurlöndum, þ.e. í Noregi og Danmörku, virðist þetta rétt. Þegar grafirnar eru hins vegar skoðaðar án slíks samanburðar horfir málið öðruvísi við. Í mörgum gröfum er ótrúlega mikið haugfé og vel má lýsa þeim sem rík mannlegum. Þegar járn er torfengið er það merki um auð að jarða mann með sverði en meðal þess sem fundist hefur í íslenskum kumlum eru 16 sverð. Bátkuml hafa fundist á Íslandi þó að þau hafi að vísu ekki verið eins vel búin og Ásubergshaugurinn. Sem stendur er vitað um fimm slík kuml og er eitt þeirra líklega kvenkuml. Ætla má að þessi bátkuml séu til marks um tignarstöðu í samfélaginu. Eitt þeirra, karlmannskuml frá Kaldárhöfða í Grímsnesi, innihélt tvo spjótsodda, öxi, skjaldarbólu, 6 örvarodda, sverð, 2 hnífa, öngla, blýsökku og ýmislegt fleira. Þetta er ljóslega tiltölulega ríkmannlegt kuml, samanborið við meirihluta íslenskra kumla. Annað mikilvægt bátkuml er kvenkumlið frá Vatnsdal í Patreksfjarðarhreppi, þar sem voru 14 met, einnig koparkinga og arm bönd tvö úr koparblöndu, 30 sörvistölur, bronsprjónn og fingur hringur úr silfri, þórshamar úr silfri, tréprjónn, hnífur og keðja úr koparblöndu. Þó að bein nokkurra annarra einstaklinga hafi verið lögð í þetta kuml, telur Þór Magnússon, sem rannsakaði það, víst að þetta hafi verið konukuml og hinir einstaklingarnir hafi verið lagðir þar í síðar.16 Þetta er greinilega eitt af þeim íslensku kumlum þar sem hátt settur einstaklingur hefur hvílt. Nýlega fundust nálægt Seyðisfirði mannabeinaleifar með gripum sem gerðu það að verkum að ályktað var að þetta væri kona, þó að ekki hafi verið varðveitt nóg af greinanlegum beinum til að hægt sé að segja til um það. Gripirnir sem fundust voru strax settir í samband við konu, það voru 4 nælur, vandaðar að sjá, og meira en 400 glerperlur.17 Ekki verður úr því skorið hvort þarna er karl eða kona en gripirnir benda til ríkidæmis. Þannig er ljóst að grafir hátt setts fólks finnast á Íslandi og dæmin sem 162 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.