Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 171
að leifar þessar horfðu frá landnorðri til útsuðrs. Lærleggirnir voru 17
½ þuml, með hlössum, að lengd, og samsvarandi því að gildleika.
Hérumbil 1 álnar bili frá fótagafli dyss þess var annað dys af hesti,
og var það krínglótt og voru leifar hryggsins hríngbeygðar vestan fram,
en fótleggir allir til samans austan fram, höfuð í norðr, beygt inn að
fótleggjunum; engi merki fundust til reiðskapar, önnur en kjaptamél, sjá
nr. 5, er var upp í höfðinu, og ein lítil járnhringja. Hestrinn hefir verið
meðallagi stór og úngr, er vel má sjá af tönnunum. Héraðauki fanst lítið
riðgað járn, er menn héldu að væri leifar af lítilli öxi.
Í neðanmálsgrein með textanum segir: „Allar þær myndir, sem hér er
getið, hefir Sigurður málari Guðmundsson. Ritst.“
Í næsta tölublaði Þjóðólfs þann 24. apríl birti Sigurður Guðmundsson
Hugvekju til Íslendinga um nauðsyn þess að stofna þjóðlegt forngripasafn
á Íslandi til að sporna við því að allir merkustu forngripir Íslendinga
hyrfu úr landi. Hvatningarorð Sigurðar virðast hafa hrifið, því að skömmu
síðar var farið að undirbúa stofnun Forngripasafns Íslands. Haugféð frá
Baldursheimi var afhent Jóni Árnasyni og Sigurði Guðmundssyni þann 15.
júlí 1863 sem gjöf frá Jóni Illugasyni (1810-1878), bónda í Baldursheimi,
sem grunnur íslensku forngripasafni í Reykjavík.
Segja má að fundur Baldursheimskumlsins hafi því orðið kveikjan að
stofnun Þjóðminjasafns, þó að gjöf Helga Sigurðssonar á 15 forngripum
árið 1863 marki opinbera stofnun safnsins. Gripirnir frá Baldursheimi eru
fyrstu gripirnir sem bárust safninu og eru skráðir í safnið með númer frá
1 – 12.2
Teikningar Arngríms Gíslasonar málara
Í greininni í Þjóðólfi er vísað til teikninga Arngríms málara Gíslasonar af
gripunum og þær sagðar vera í vörslu Sigurðar Guðmundssonar.
Arngrímur málari (1829-1887) lærði rennismíð og bókband á Akureyri
og í ævisögu Arngríms, sem Kristján Eldjárn ritaði og kom út 1983,
kemur fram að um 1860 var hann búsettur í Mývatnssveit. Hann hafði
hitt Sigurð Guðmundsson málara þegar hann var á ferð um Norðurland
árið 1856 og hrifist af list hans. Eftir það virðist Arngrímur hafa byrjað
að teikna. Hann þótti drátthagur og eðlilegt að leitað væri til hans
þegar óskað var eftir myndum af gripunum. Þegar Kristján vann að
bókinni var leitað að teikningum Arngríms af Baldurheimsgripunum á
Þjóðminjasafni, en þá fundust þær ekki. Þegar safnið var flutt af Suðurgötu
170 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS