Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Qupperneq 6
Sandkorn n Ögmundur Jónasson, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, var maður dagsins á miðvikudag þegar hann sagði af sér ráð- herradómi. Upphófst þá mikið fjölmiðlafár og trúðu margir því að rík- isstjórn Jó- hönnu Sig- urðardóttur væri feig. Ráðherrann bar fyrir sig sem ástæðu hið dulda ofbeldi Jó- hönnu sem krafist hafði ein- hugar. Síðan lýsti hann fullum stuðningi við stjórnina. Flestir eru á því að hann hafi einfald- lega ekki lagt í hinn blóðuga niðurskurð sem fram undan er þar sem hundruðum eða jafnvel þúsundum af félögum gamla formannsins í BSRB í heilbrigðiskerfinu verður sagt upp. n Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, má ágætlega una við afsögn Ögmundar. Þar með dregur úr stjórnarandstöðu innan ríkisstjórnar. Og takist Steingrími sæmilega upp með að semja um Icesave og aðrar slig- andi skuld- ir ríkisins getur hann vænst þess að verða endurkjörinn undir merkjum hins sterka leiðtoga. Það er þó öldungis víst að ára- langri valdabaráttu turnanna tveggja innan VG er síður en svo lokið og Ögmundur bíður færis að ná formannsstólnum. n Bítlaekkjan Yoko Ono er væntanleg til Íslands að kveikja á friðarsúlunni á afmælis- degi eiginmanns síns heitins. Heimsóknum ekkjunnar fylgja gjarnan hamfarir í stjórnmál- um og efnahags- lífi eins og vefritið Pressan rifjar upp. Yoko Ono kom fyrst haust- ið 2007. Þá sprakk borgarstjórnin í REI-málinu og stjórnmálaástandið í land- inu var á hvolfi lengi á eftir. Ári seinna mætti ekkjan og þá hrundi fjármálakerfið með öllum bönkunum þremur sem leiddi til falls ríkisstjórnarinn- ar. Nú er Yoko enn á leið til landsins og ríkisstjórnin ramb- ar á brún hengiflugs. 6 föstudagur 2. október 2009 fréttir Horfur eru á að Geysir Green Energy komist að mestu í eigu ríkisins og líf- eyrissjóða verði hugmyndir um eign- arhald á HS Orku að veruleika. Sam- kvæmt heimildum DV fengi Magma Energy erlendan hluta GGE en inn- lendi hlutinn, HS Orka og önnur verðmæti félagsins, yrði í eigu lífeyr- issjóða fyrst og fremst. Þessi lausn yrði í samræmi við stefnu stjórnvalda sem vilja að orkuvinnslan á Reykja- nesi verði áfram í meirihlutaeign landsmanna. Nýir menn við stjórnvölinn HS Orka er nú að 43 prósentum í eigu kanadíska félagsins Magma Energy en 57 prósent eru í eigu GGE. Starf- semi kanadíska félagsins hér á landi er í eigu Magma Energy Sweden AB. Dótturfélagið sænska var stofn- að fyrr á þessu ári og er stofnfé þess 1,8 milljónir íslenskra króna. Stjórn- arformaður félagsins er Lyle Emer- son Braaten, til heimilis í Vancouv- er í Kanada. Tilgangur félagsins er rannsóknir og þróun og nýting jarð- varmavirkjana. Yfirstjórn Geysis Green Energy er að mestu í höndum Íslandsbanka og Landsbankans. Fyrirtækið skuldar Íslandsbanka vel á þriðja tug millj- arða króna auk þess sem bankinn á 40 prósenta hlut í félaginu ásamt líf- eyrissjóðum í krafti Glacier Renew- able Energy Fund. Landsbankinn fer með hluti eign- arhaldsfélagsins Atorku, sem átti lið- lega 40 prósenta hlut í GGE. Atorka er í greiðslustöðvun um þessar mundir. Nýverið var skipt um stjórn Geys- is Green Energy. Eyjólfur Árni Rafns- son, forstjóri Mannvits ehf., er nú sem áður stjórnarformaður og full- trúi þeirra eigenda sem enn eru ekki í fangi ríkisbankanna. Tveir menn frá Vestia, rekstrarfélagi Landsbankans, tóku sæti í stjórn GGE nýverið, þeir Steinþór Baldursson, forstjóri Vestia, og Þórður Ólafur Þórðarson. Einar Sigurðsson og Gunnar Engilbertsson sitja þar fyrir hönd Íslandsbanka og Glacier Renewable Energy Fund. Tryggja innlent meirihlutavald Þannig er ljóst að kröfuhafar, Ís- landsbanki og Landsbanki, ráða nú ferðinni í GGE. Íslandsbanki á handveð í öllum eignum félagsins í HS Orku en skuldir þess við bank- ann eru vel á þriðja tug milljarða króna eins og áður segir. Þannig er ljóst að takist samningar við lífeyr- issjóðina léttir það verulega undir með fjármögnun Íslandsbanka. Samkvæmt heimildum DV er ekki ætlunin að strika út eign nú- verandi hluthafa og reyna að draga sem mest úr tjóni bankanna með því að bjóða félagið til sölu. Þvert á móti er rætt um að núverandi hluthafar fái að halda eign sinni og ítökum í félaginu að einhverju leyti. Viðræðuhópi, sem settur hefur ver- ið á fót, er ætlað að sjá svo um að ríkið, stórir lífeyrissjóðir og Grinda- víkurbær geti eignast hluti Atorku og Glacier Fund í Geysi Green En- ergy. Nokkrir viðmælendur DV telja þó hreinlegast að fara sömu leið og farin var hjá Árvakri hf, að strika út allt hlutafé gömlu hluthaf- anna og kröfuhafarnir, bankarnir, seldu GGE. Magma og GGE í eina sæng? Með atbeina nýju stjórnarmann- anna í GGE er ætlunin að koma mál- inu svo fyrir að HS Orka verði í meiri- hlutaeign Íslendinga. Slík niðurstaða er stjórnvöldum þóknanleg, en þau hafa lagst gegn því að HS Orka kom- ist í meirihlutaeign erlendra fjár- festa. Einkum hafa ráðherrar VG ver- ið andsnúnir erlendu eignarhaldi á orkuvinnslunni. Ein ástæða þess að áhersla er lögð á kaup lífeyrissjóðanna er sú að Ís- landsbanki gæti innan tíðar kom- ist í eigu erlendra kröfuhafa og þar með næðu útlendingar tangarhaldi á orkuvinnslunni á Reykjanesi í gegn- um slíkt eignarhald. Þá er einnig rætt um að lífeyris- sjóðirnir og fleiri kaupi HS Orku af GGE. Magma og GGE gætu þá gengið í eina sæng og haldið erlendum verk- efnum félagsins, svo sem í Þýskalandi og Kína, innan sinna vébanda. JóhaNN haukssoN blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Íslandsbanki gæti inn- an tíðar komist í eigu erlendra kröfuhafa og þar með næðu út- lendingar tangarhaldi á orkuvinnslunni á Reykjanesi í gegnum slíkt eignarhald. oddvitar ríkisstjórnarinnar Eftir er að sjá hvernig nýir stjórnarmenn ríkisbankanna í GGE framfylgja stefnu stjórnvalda um meirihlutaeign landsmanna á orkufyrirtækjum. Geysir Green á valdi ríkisins Fulltrúar tveggja ríkisbanka hafa tekið sæti fjögurra stjórnarmanna af fimm í Geysi Green Energy. Vinnuhópur reynir að fá lífeyrissjóði og fleiri til að tryggja eignarhald Íslendinga á meirihlutaeign GGE í HS Orku. Líklegt er að Magma Energy og GGE sameinist takist samningar um meirihlutaeign íslenskra félaga á HS Orku. arður af orkuvinnslu Stjórnvöldum er í mun að tryggja að HS Orka verði í meirihlutaeign Íslendinga og ráða nú ferðinni hjá GGE, meirihlutaeiganda orkufyrirtækisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.