Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Page 61
sviðsljós 2. október 2009 föstudagur 61 Söngdívan Madonna hefur haldið vextinum í öll þessi ár með gífurlega heilbrigðu líferni þar sem hún hreyfir sig endalaust og hugsar mjög vel um matar- æðið sitt. Hún lét aftur á móti tilleiðast í grín með David Letterman spjallþáttastjórnanda um daginn. Letterman fékk hana þá til að taka upp smágrínskets með sér sem sýnt var í kringum komu hennar í þáttinn. Þar brugðu þau tvö sér út að borða í New York þar sem þátturinn er tekinn upp og deildu með sér heilli pítsu. Bökunni var svo skolað niður með heláfengu martíní-glasi! Madonna virtist afar sátt að fá pítsu en afar ólíklegt þykir að hún borði þær oft miðað við hvernig hún lítur út á hennar aldri. Sjálfur lifir Letterman líka heilbrigðu líferni eftir að hann fékk hjartaáfall um árið en segist oft ekki geta neitað sér um góða New York-pítsusneið. David Letterman og Madonna: heilli pítsu torguðu Nammi, namm Madonna var ekkert að hata pítsuna. Skolað niður Með píts- unni drukku félagarnir rammáfengan martíní. Í góðu fjöri Margt fólk fylgdist með Letterman og Madonnu fá sér pítsu. Guðdómleg á setti Melroce Place: locklear engu lík Sjónvarpsþáttastjarnan Heather Locklear neit-ar að eldast að vanda og verður bara fallegri með aldr- inum. Að nokkur skuli líta svona út rétt að slá í fimmtugt er náttúrlega kraftaverk hvort sem það sé náttúrulega eða með hjálp vísindanna. Hún var mynduð í þessum flotta rauða kjól við tökur á nýrri útgáfu Melroce Place-þáttanna en enn er óvíst hverja hún muni leika í þeim. Hún er í ótrúlegu formi eins og sást fullkomlega um daginn þegar hún var grip- in á ströndinni í hvítu bikiníi. Alltaf falleg Heather Locklear neitar að eldast. Í formi Locklear er engu lík. Jakkafatasprengja 25% afsláttur af öllum jakkafötum fimmtudag, föstudag og langan laugardag Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 afmælishátíð Korputorgs um helgina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.