Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 2
Bjarni Leifur Pétursson síbrotamaður hefur setið
tæpan fjórðung ævinnar í fangelsi og lýsir vonbrigðum sínum
yfir íslenskri refsivist. Hann kallar eftir alvöru tukthúsum hér á
landi því fangar hafi það alltof gott í afplánun.
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
borgaði fyrir bróður sinn
Magnús Kristinsson, útgerð-
armaður í Vestmannaeyjum,
borgaði bróður sínum, Birki
Kristinssyni fyrrverandi lands-
liðsmarkverði í fótbolta og starfs-
manni Glitnis, 7 milljarða króna
árið 2007 þegar hann yfirtók sameiginleg-
ar fjárfestingar þeirra bræðra í fjárfest-
ingafélaginu Gnúpi.
Þetta kemur fram í minnisblaði frá
skattasviði endurskoðendaskrifstofunnar
KPMG frá því í apríl 2007 sem DV hefur
undir höndum. Minnisblaðið ber yfir-
skriftina: „Viðskipti milli einkahlutafélaga
í eigu Birkis Kristinssonar og Magnúsar
Kristinssonar – álitaefni?“ Skjalið er merkt einka- og trúnaðarmál.
Athygli vekur hversu miklum fjárfestingum Birkir, starfsmaður eigna-
stýringar Glitnis, var í samhliða starfi sínu hjá bankanum. Ekki var
heldur vitað að Birkir hefði verið svo stór hluthafi í Gnúpi, sem jafn-
framt varð stærsti hluthafi Í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis.
Jón helgi tapaði 8 millJörðum
Fjárfestingafélag Jóns Helga
Guðmundssonar, Straumborg,
tapaði 8 milljörðum króna á
síðasta ári. Félagið á með-
al annars banka í Lettlandi
og Rússlandi. Eignir félagsins
eru metnar á tæpa 44 milljarða
en skuldirnar eru tæpir 30 milljarðar.
Tap félagsins má meðal annars rekja til
eignarhlutar í Kaupþingi. Í ársreikningi
félagsins segir að það geti ekki staðið í
skilum við lánardrottna sína samkvæmt
lánasamningum. Jón Helgi segir félagið
að minnsta kosti enn á lífi.
Jón Helgi er eigandi Norvikursamstæð-
unnar sem meðal annars á Krónuna,
Nóatún, Elko, Byko og Húsgagnahöllina. Hann er stjórnarformaður
Straumborgar og stærsti hluthafinn með tæplega 50 prósenta eign-
arhluta. Straumborg er útrásararmurinn í veldi Jóns Helga, ef svo má
segja, og heldur utan um eignir hans í útlöndum.
vill 230 millJónir frá
landsbankanum
Yngvi Örn Kristinsson gerir launakröfu í bú gamla Landsbankans
upp á 230 milljónir króna. Kröfuna gerir hann á grundvelli ráðning-
arsamnings síns en hann er
fyrrverandi yfirmaður hag-
fræðisviðs bankans. „Ég vil
bara spyrja þá sem gagnrýna
þessa kröfu hvort þeir myndu
ekki ganga eftir sínum ráðn-
ingarsamningi ef fyrirtækið sem þeir
vinna hjá færi í þrot? Ég vil að það sé
staðið við ráðningarsamninginn minn
eins og hann var. Þessi ákvæði voru ekki
í honum af tilviljun og bankinn sam-
þykkti þau,“ segir Yngvi Örn og telur
það ekki skipta máli hvort hann eigi það
skilið frá siðferðilegu sjónarhorni að fá
þessa peninga greidda eða ekki.
3
1
6 mánudagur 16. nóvember 2009 fréttir
Erfiðleikar í
byrjun hjá Kosti
Erfiðlega gekk að opna Kost,
nýja verslun Jóns Geralds Sull-
enberger á laugardag vegna
erfiðleika með tölvukerfi. Opna
átti verslunina með pompi og
prakt en tölvuvandræðin settu
strik í reikninginn. Tölvukerf-
ið komst þó að mestu í gagnið á
laugardag og að sögn aðstand-
enda hefur sala gengið að mestu
greiðlega fyrir sig eftir vandræði
morgunsins. Jón Gerald heilsaði
viðskiptavinum með handabandi
við innganginn þrátt fyrir að vera
nær ósofinn og markar þar með
innreið sína inn á íslenskan mat-
vöruverslunarmarkað.
Umfangsmeira
en Elf-málið
franska
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks sak-
sóknara, segir að rannsóknin á
íslenska bankahruninu sé ef til
vill umfangsmesta rannsókn á
hvítflibbaglæpum sem gerð hafi
verið. Hún segir að rannsóknin
teygi anga sína til annarra landa
og evrópskra banka. Það sem
gerðist á Íslandi hafi ekki bara
verið vandi Íslendinga. Þetta
kemur fram í stórri grein í Fin-
ancial Times.
Hún segir enn fremur í grein-
inni að rannsóknin sem tengist
íslenska efnahagshruninu sé
miklu umfangsmeiri en Elf-málið
í Frakklandi, sem náði þó upp í
efstu lög franska stjórnkerfissins.
Hún segir að ekki sé von á fyrstu
kærum vegna hrunsins fyrr en í
lok næsta árs. Rannsóknin í heild
kunni að taka um fimm ár.
Benedikt Dav-
íðsson látinn
Greint var frá því í gær að
Benedikt Davíðsson, fyrrver-
andi forseti Alþýðusambands
Íslands, væri látinn 82 ára að
aldri. Hann fæddist á Patr-
eksfirði árið 1927 en starfaði
við sjómennsku sem ungur
maður en lauk námi við Iðn-
skólann í húsasmíði árið 1948.
Eftir að hafa verið virkur í
verkalýðsbaráttunni um ára-
tugaskeið, meðal annars fyrir
Trésmiðafélag Reykjavíkur og
Samband byggingamanna,
varð hann forseti ASÍ árið
1992 og gegndi því embætti til
ársins 1996. Benedikt eignað-
ist sex börn og einn stjúpson
en hann var tvíkvæntur.
Lögreglan
leitar vitna
Lögreglan á Akureyri leitar að
vitnum að árekstri sem varð á
miðvikudag í síðustu viku. Árekst-
urinn varð á Þórunnarstræti við
Gleráreyrar, sunnan Glerártorgs,
um klukkan 17.40. Þarna varð
árekstur með hvítri Kia Sportage-
bifreið og blárri Toyota Hiace-
sendibifreið. Þeir sem kynnu að
hafa verið vitni að árekstrinum
eru beðnir um að hafa samband
við lögregluna á Akureyri.
Magnús Kristinsson Birkis Kristinssonar,
Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, borgaði
bróður sínum, Birki Kristinssyni,
fyrrverandi landsliðsmarkverði í
fótbolta og starfsmanni Glitnis, 7
milljarða króna árið 2007 þegar
hann yfirtók sameiginlegar fjárfest-
ingar þeirra bræðra í fjárfestinga-
félaginu Gnúpi. Viðskiptafléttan
tengdist nokkrum eignarhaldsfé-
lögum þeirra.
Þetta kemur fram í minnisblaði
frá skattasviði endurskoðenda-
skrifstofunnar KPMG frá því í apr-
íl 2007 sem DV hefur undir hönd-
um. Minnisblaðið ber yfirskriftina:
„Viðskipti milli einkahlutafélaga í
eigu Birkis Kristinssonar og Magn-
úsar Kristinssonar – álitaefni?“
Skjalið er merkt einka- og trúnað-
armál.
Sá sem leitaði til KPMG fyr-
ir hönd eignarhaldsfélags Birkis
var þáverandi yfirmaður skatta-
sviðs Milestone, Gunnar Gunnars-
son, sem jafnframt var fyrrverandi
yfirmaður á skattasviði KPMG.
Minnisblaðið er gert af Símoni Þór
Jónssyni, yfirmanni á skattasviði
KPMG. Eigendur Milestone voru
hluthafar í Glitni í gegnum eignar-
haldsfélagið Hátt en Birkir starfaði
í eignastýringu hjá bankanum og
er yfirmaður í einkabankaþjónustu
arftaka hans, Íslandsbanka.
Tilgangur minnisblaðsins er sá
að Gunnar var að leita eftir stað-
festingu á því frá KPMG hvort við-
skipti bræðranna stæðust hlutafé-
lagalög og hvort í þeim fælist mikil
skattaleg áhætta. Markmiðið var
því að KPMG gæfi þeim bræðrum
ráðleggingar til að viðskiptin væru
örugglega lögmæt.
Magnús yfirtók hlut
Birkis í Gnúpi
Í minnisblaðinu er því meðal
annars lýst hvernig félag í eigu
Magnúsar, Suðurey, hugðist yf-
irtaka tæplega 30 prósent hlut
eignarhaldsfélagsins MK-44 II
ehf. Það félag áttu þeir bræður
saman að jöfnu í gegnum félag-
ið MK-44, í fjárfestingafélaginu
Gnúpi. Helstu eignir Gnúps voru
eignarhlutir í FL Group, sem jafn-
framt var stærsti hluthafi Glitnis,
og í Kaupþingi. Gnúpur náði því
reyndar að verða stærsti hluthaf-
inn í FL Group sumarið 2007 með
ríflega 20 prósenta eignarhlut.
Félag Magnúsar greiddi MK-44
II samtals 14 milljarða króna fyrir
Gnúpshlutinn. MK-44 II skráði sig
svo fyrir 7 milljarða hlutafé í eign-
arhaldsfélagi sem var í eigu Birkis,
BK-42 ehf. Með hlutafjáraukingu
BK-42 var þetta félag Birkis komið
með sjö milljarða króna í reiðufé
til að greiða Smáey, félagi sem var
í eigu Magnúsar, fyrir hlut félags-
ins í MK-44.
Með þessu móti voru þær
eignir sem voru í félögum þeirra
bræðra, MK-44 og MK-44 II, færð-
ar yfir til Magnúsar og félög-
in urðu eignalaus fyrir vikið en í
eigu Birkis sem stóð eftir með 7
milljarða. Um þetta segir í minn-
isblaðinu: „Með viðskiptunum er
stefnt að því að Magnús taki yfir
sameiginlegar fjárfestingar þeirra
Birkis í gegnum MK-44 og MK-
44 II, án þess þó að flækja félaga-
samstæðu sína með yfirtöku á fé-
lögunum sjálfum sem verða eftir
viðskiptin „tóm“ og að öllu leyti í
eigu Birkis.“
Fjárfesti síðar í Gnúpi
Þrátt fyrir að Birkir hafi með við-
skiptunum losað sig út fjárfest-
ingafélaginu Gnúpi á heppileg-
um tíma, en fall þess í lok árs 2007
markar upphafið að falli íslenska
efnahagskerfisins, fjárfesti hann
aftur í Gnúpi áður en yfir lauk.
Í ársreikningi eignarhaldsfélags
hans BK-42, fyrir árið 2007, kemur
fram að Birkir hafi í lok þess árs átt
eignarhlut í Gnúpi fyrir um 1.500
milljónir króna. Birkir seldi þenn-
an eignarhluta svo til Magnúsar
bróður síns og hins stóra hluthaf-
ans í Gnúpi, Kristins Björnsson-
ar, áður en félagið fór á hliðina og
eignir þess voru seldar til að eiga
upp í skuldir við lánardrottna.
Átti meira í Gnúpi en talið var
Athygli vekur hversu miklum
fjárfestingum Birkir Kristinsson,
starfsmaður eignastýringar Glitn-
is, var í samhliða starfi sínu hjá
bankanum. Ekki var heldur vitað
að Birkir hafi verið svo stór hlut-
hafi í Gnúpi, sem jafnframt varð
stærsti hluthafi í FL Group, stærsta
hluthafa Glitnis. Þar til skjalið frá
KPMG kom í ljós var talið að Birk-
ir hefði mest átt 7 prósent í Gnúpi.
Skjal KPMG sýnir fram á annað:
Þeir bræður áttu í reynd jafnstóran
hlut í Gnúpi í gegnum MK-44 II.
Eins vekur mikla athygli að yf-
irmaður hjá Milestone hafi haft
milligöngu um að fá endurskoð-
endaálit frá KPMG um viðskipti
Birkis og Magnúsar. Ástæðan fyrir
þessu er sú að eignastýring Glitn-
is, sem Birkir starfaði hjá, fjárfesti
meðal annars í skuldabréfum Mil-
estone fyrir hönd viðskiptavina
sinn en bankinn keypti skuldabréf
af Milestone fyrir um 5 milljarða
króna. Hluti af þessum skulda-
bréfum Milestone rann svo með-
al annars inn í Sjóð 9. Á þeim tíma
sem Glitnir fjárfesti í skuldabréf-
um félagsins var hins vegar byrj-
að að síga verulega á ógæfuhlið-
ina hjá Milestone. Viðskiptavinir
Glitnis töpuðu því margir hverjir
háum fjárhæðum á þeim fjárfest-
ingum sem starfsmenn eignastýr-
ingarinnar réðust í í Milestone fyrir
þeirra hönd.
Úr skjali KPMG
um viðskipti
Birkis og
Magnúsar
„Hér gildir hins vegar hið sama og
fjallað er um í kafla IV að tíminn
sem líður frá stofnun til hugs-
anlegra slita og áframhaldandi
starfsemi MK-44 II áður en því
verður hugsanlega slitið getur
dregið úr líkunum á að skattayf-
irvöld geri athugasemdir og gert
MK-44 auðveldara með að sanna
að raunverulegur tilgangur hafi
legið að baki stofnun MK-44 II og
að við stofnun hafi ekki verið búið
að ákveða að slíta félaginu.“
InGI F. VIlhjÁlMsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
skjal KPMG Starfsmaður Milestone fékk álit á viðskiptum Birkis og Magnúsar frá KPMG. Í því kemur fram að Birkir átti stærri hlut í Gnúpi en talið hefur verið.
Fékk 7 milljarða Birkir átti að fá 7 milljarða frá
Magnúsi bróður sínum fyrir Gnúpshlutinn.
Ætlaði að kaupa Birki út Skjalið frá KPMG sýnir fram á að Magnús ætlaði að kaupa Birki bróður sinn út úr Gnúpi en þeir skiptu með sér 28,5 prósenta hlut í félaginu
7 MILLJARÐAR FRÁ
MAGNÚSI BRÓÐUR
„Með viðskiptunum er stefnt að því að
Magnús taki yfir sameiginlegar fjárfestingar
þeirra Birkis í gegnum MK-44 og MK-44 II.“
fréttir 18. nóvember 2009 miðvikudagur 9
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkilauf
Óritskoðuð
bankahruns-
skýrsla
Alþingi mun á næstunni skipa
þingmannanefnd sem hefur það
hlutverk að taka fyrir og vinna úr
niðurstöðum rannsóknarnefnd-
ar Alþingis um bankahrunið.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir, forseti Alþingis og fulltrúi í
forsætisnefnd, segir skýrsluna
verða birta í heild sinni og að
hún sé að minnsta kosti fimmt-
án hundruð síður. Ekki eru allir
sáttir við skipun nefndarinnar.
Þannig lýsti Hreyfingin í gær-
morgun furðu sinni og mikl-
um vonbrigðum með að skipuð
verði pólitísk nefnd þar sem
ákveðið verður einróma hvernig
unnið verður úr niðurstöðum
rannsóknarnefndar Alþingis eft-
ir bankahrunið.
Skattapakki
kynntur í dag
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði að lokn-
um ríkisstjórnarfundi í gær að
skattapakkinn yrði kynntur í
dag. Skattatillögur ríkisstjórn-
arinnar eru tilbúnar og hefur
samkomulag um útfærslu þeirra
náðst milli stjórnarflokkanna.
Í hádegisfréttum RÚV í gær
sagðist Steingrímur búast við að
fyrstu frumvörp um skattabreyt-
ingar færu fljótlega fyrir þingið,
hugsanlega í þessari viku.
Bensínlausir
til trafala
Einhverjir kannast eflaust við
það að hafa orðið bensínlausir á
miðri leið á milli staða. Þrjú slík
dæmi komu inn á borð lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu
um helgina. Eitt á Vesturlands-
vegi, annað á Bústaðavegi og
það þriðja á Sæbraut, að því er
fram kemur í tilkynningu frá
lögreglu. Þar kemur fram að þeir
sem lendi í þessu þurfi að koma
ökutæki sínu út fyrir akbraut en
á því virðist vera mikill mis-
brestur. Stundum er það svo að
ökutæki eru skilin eftir ljóslaus á
stofnbrautum og jafnvel ekki hirt
um að kveikja á neyðarljósum.
Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi yf-
irmaður hagfræðisviðs Landsbanka
Íslands, segist gera kröfu í þrotabú
Landsbankans samkvæmt ráðning-
arsamningi sínum og eiga þar með
rétt á að gera kröfu í þrotabú bankans
upp á tæplega 230 milljónir króna.
„Ég er að gera kröfu samkvæmt mín-
um ráðningarsamningi og ég held að
flestir myndu gera það,“ segir Yngvi
Örn, aðspurður hvort hann telji það
siðferðilega réttlætanlegt að hann
geri svo háa kröfu í þrotabú bankans
sem var yfirtekinn af Fjármálaeft-
irlitinu í október. „Ég held að flestir
myndu gera þá kröfu í þessari stöðu
að fá ráðningarkjör sín uppfyllt,“ seg-
ir Yngvi Örn.
Einum stjórnanda gleymt
Kröfuskrá Landsbankans hefur ver-
ið gerð aðgengileg fyrir þá sem lýstu
kröfum í þrotabú bankans og er nafn
Yngva þar á meðal níu annarra fyrr-
verandi starfsmanna bankans. Ingvi
var nýlega ráðinn tímabundið til ráð-
gjafarstarfa í félagsmálaráðuneytinu.
Hann segir því aðspurður að hann sé
ekki „ríkisstarfsmaður“.
Fréttavefurinn Vísir greindi fyrst-
ur í gær frá kröfulýsingum þess-
ara starfsmanna Landsbankans. Í
heildina nema kröfulýsingar starfs-
mannanna um tveimur milljörðum
króna. Þar gleymdist þó að nefna
tæplega 200 milljóna króna kröfu
Gunnars Thorarensen, fyrrverandi
yfirmanns Landsbankans í Lúxem-
borg.
Tveggja og hálfs árs
ráðningarsamningur
Yngvi Örn segir að ráðningarsamn-
ingur hans í Landsbankanum hafi
verið með tveggja og hálfs árs upp-
sagnarfresti. Hann vill fá greidd laun
út uppsagnarfrest sinn. Auk þess
segir Yngvi að kaupréttarkrafa upp á
90 til 100 milljónir sé inni í kröfunni.
„Krafa mín er laun út uppsagnarfrest-
inn og kaupréttur í bankanum sem
var í vanskilum í desember 2007 og
bankinn hafði ekki efnt,“ segir Yngvi
Örn en slík kaupréttarákvæði voru í
sumum tilfellum hluti af launakjör-
um stjórnenda í íslenska bankakerf-
inu fyrir hrunið.
Hann segir að ráðningarsamn-
ingurinn sem hann gerði við bank-
ann hafi verið með svo löngum upp-
sagnarfresti þar sem hann hafi áður
verið ríkisstarfsmaður, hann hafi gert
kröfu um þetta langan uppsagnar-
frest þegar hann hóf þar störf og að
hún hafi verið samþykkt.
Kristinn Bjarnason, formaður
slitastjórnar Landsbankans, segir að
ekki hafi verið tekin afstaða til krafna
þessara fyrrverandi starfsmanna
bankans. Slitastjórnin mun kveða
upp úr um hvort einstakar kröfur
verða samþykktar eða ekki.
Hvað myndu aðrir gera?
Aðspurður hvort honum finnist það
einkennilegt að einhverjum gæti
blöskrað að hann sem fyrrverandi
starfsmaður Landsbankans geri svo
háa kröfu þegar málið er sett í sam-
hengi við efnahagshrunið, óháð því
hvort hann kunni að hafa lagalegan
rétt á að gera það, segir Yngvi Örn:
„Þetta eru tvö aðskilin mál. Ef menn
finna eitthvað að mínum störfum í
bankanum, það er í ferli hjá sérstök-
um saksóknara og hjá rannsóknar-
nefnd Alþingis, þá kemur það bara
í ljós. En hingað til hafa engin mál
beinst að mér. Menn þekkja heldur
ekki afstöðu mína til rekstrar Lands-
bankans á síðustu árum. Ég hef ekk-
ert verið að tjá mig um hana,“ segir
Yngvi Örn.
Aðspurður hvort þessir þættir
skipti einhverju máli varðandi sið-
legt réttmæti þess að hann geri kröfu
í ljósi hrunsins segir Yngvi Örn: „Ég
vil bara spyrja þá sem gagnrýna
þessa kröfu hvort þeir myndu ekki
ganga eftir sínum ráðningarsamn-
ingi ef fyrirtækið sem þeir vinna hjá
færi í þrot? Ég vil að það sé staðið við
ráðningarsamninginn minn eins og
hann var. Þessi ákvæði voru ekki í
honum af tilviljun og bankinn sam-
þykkti þau,“ segir Yngvi Örn og telur
það ekki skipta máli hvort hann eigi
það skilið siðferðilega séð að fá þessa
peninga greidda eða ekki. „Annað-
hvort á ég þennan rétt samkvæmt
lögum eða ekki.“
Nú er boltinn í höndum slita-
stjórnar Landsbankans sem mun
þurfa að ákveða hvort orðið verður
við kröfu Ingva og fyrrverandi sam-
starfsmanna hans eða ekki. Í lang-
flestum tilfellum eru slíkar launakröf-
ur starfsmanna gjaldþrota fyrirtækja
samþykktar, enda eru þær forgangs-
kröfur. Í einhverjum tilfellum er það
þó ekki gert á þeim forsendum að
ábyrgð starfsmannanna á þroti fé-
lagsins hafi verið of mikil til að þeir
eigi rétt á launum út uppsagnarfrest-
inn. Þetta var til dæmis raunin þeg-
ar meira en 600 milljóna launakröfu
Williams Fall, fyrrverandi forstjóra
Straums, var hafnað af slitastjórn
bankans fyrir nokkru.
Krefjast milljarða Tíu af fyrrverandi yfirmönnum Landsbankans krefjast um tveggja milljarða króna frá bankanum vegna launa sem þeir telja sig eiga inni hjá bankanum. Slitastjórnin á eftir að ákveða hvernig hún bregst við kröfunum.
Yngvi Örn Kristinsson
„ÉG VIL AÐ ÞAÐ SÉ STAÐIÐ VIÐ
RÁÐNINGARSAMNINGINN”
„Krafa mín er laun út
uppsagnarfrestinn og
kaupréttur í bankanum
sem var í vanskilum í
desember 2007.“
IngI F. VIlHjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
siðferðilega réttlætanlegt Yngvi Örn
telur kröfu sína vera réttlætanlega þar
sem hún sé byggð á ráðningarsamningi
hans við Landsbankann.
2F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
sjúkur maður
Áhyggjufullur bróðir fyrrverandi
lögreglumanns sem var handtekinn
með kókaín í argentínu
erfiðast að færa foreldrunum tíðindin
plast gerir
strÁka
kvenlega
fréttir
world class
systkini í deilu
fréttir
neytendur
lækkaðu
skattinn
ÚTRÁS HULDUMANNSINS Í AUSTRI:
„krafa mín
er laun og
kaupréttur“
fréttir
dv.is
miðvikudagur og fimmtudagur 18. – 19. nóvEMBER 2009
dagBlaðið vísiR 153. tBl.
99. áRg. – vERð kR. 395
SÍÐASTA
ÚTRÁSIN
Í UPPNÁMI
grét þegar
Selfoss fór upp
sérblað um suðurland
lögleg skattatrix
lifa eins og
hamstrar
yngvi örn rukkar gjaldþrota banka
erlent
bÝður
sveitinni
íveislu
„við erum enn Á lífi“
jón helgi í bykotapar Átta
milljörðum Á bönkum í rússlandi,
lettlandi og Á íslandi
bankafélag hans lÁnaðitengdum
aðilum 15 milljarða
bjössi
er ekki
bróðir
minn
í ógöngum
erlent
2 föstudagur 20. nóvember 2009 fréttir
„Að mínu mati þarf að taka fang-
elsin hérna í gegn og herða refs-
ingarnar. Staðreyndin er bara sú að
Litla-Hraun er algjört lúxushótel og
það á einnig við um önnur fangelsi
hér á landi. Það er engin refsivist til
á Íslandi,“ segir Bjarni Leifur Pét-
ursson síbrotamaður. Samanlagt
segist Bjarni Leifur hafa setið inni í
12 ár og því hafi hann mikla þekk-
ingu á fangelsismálum, hérlendis
og erlendis.
Bjarni Leifur sat síðast inni fyrr á
þessu ári þegar hann tók út þriggja
mánaða fangelsisdóm á Litla-
Hrauni. Hann hefur afplánað dóma
í flestum fangelsum landsins og
einnig setið í dönsku öryggisfang-
elsi. Aðspurður telur hann Danina
harðari þegar kemur að refsivist.
Engin refsing
„Úti fengum við til dæmis engar
tölvur. Litla-Hraun er algjört lúxus-
hótel. Það eru allir með tölvur, sjón-
varp, bað og leikjatölvur. Síðan er
líkamsræktaraðstaða, fangar hafa
aðgang að síma yfir allan daginn
og menn fá borgað til að elda sér
sjálfir. Fangarnir hafa það bara gott
þarna og þetta er sko engin refsivist
að mínu mati. Að sitja í íslensku
fangelsi er ekki nein refsing,“ segir
Bjarni Leifur.
Aðspurður telur Bjarni Leifur
útilokað að kalla Litla-Hraun ör-
yggisfangelsi. Hann segist frekar
flokka fangelsið sem risastórt vand-
ræðaunglingaheimili þar sem vist-
menn geti leikið sér að vild. „Það
eina sem vantar er sandkassinn til
að þeir geti leikið sér í. Ég get ekki
flokkað þetta sem öryggisfangelsi.
Það eru voða fáir sem þora að tala
um þetta. Ég hef líklega setið inni
í öllum fangelsum landsins og það
eru fáir, ef nokkrir, sem hafa álíka
reynslu og þekkingu á þessu og ég,“
segir Bjarni Leifur.
Allt í boði
„Fangarnir fá síðan laun fyrir sína
vinnu og geta þannig alltaf átt
peninga til að kaupa sér gotterí, af
hvaða tagi sem er. Eftir vinnu og
ræktina fá menn sér kvöldmat, fá
sér notalegt bað og loka svo bara
að sér í rólegheitunum í klefanum.
Í fangelsinu hafa menn aðgang að
því sem þeir vilja, hvort sem það
eru fíkniefni, sterar eða áfengi. Það
er allt í boði þarna.“
Bjarni Leifur bendir á og ítrek-
ar að sökum reynslu sinnar af af-
plánun þekki hann vel til fangels-
ismála hérlendis og erlendis. Hann
vonast til þess að refsivist verði hert
hér á landi. „Fangar hafa allt til alls
og geta meira að segja keypt sér
gotterí og gos úr sjálfsölum. Menn
mega síðan hringja þegar þeir vilja
og hvert sem þeir vilja. Ég hef set-
ið inni í tólf ár og því þekki ég þessi
mál ansi vel. Þróunin hefur verið
stöðugt niður á við. Hérna áður var
þetta ekki svona opið og þá um al-
vöru tukthús að ræða. Staða fang-
elsismála á Íslandi er ótæk. Öll
fangelsi landsins eru lúxushótel
og hér er því ekkert fangelsi,“ segir
Bjarni Leifur.
LITLA-HRAUN
ER LÚXUSHÓTEL
„Ég hef líklega setið inni
í öllum fangelsum lands-
ins og það eru fáir, ef
nokkrir, sem hafa álíka
reynslu og þekkingu á
þessu og ég.“
TrAusTi hAfsTEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
strangara erlendis Bjarni Leifur
segir íslensk fangelsi algjöran lúxus
í samanburði við erlend fangelsi.
Allt í boði Bjarni Leifur skilur ekkert í
því hvers vegna fangar hafi aðgang að
nánast hverju því sem þeir vilja.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Laugavegi 178, 105 Rvk
sími 551-3366 www.misty.is
opið mán-fös 10-18, lau 10-14
Teg. Suzanna - virkilega flottur
“push up” í D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 6.885,-
Teg. Amelia - glæsilegur “push
up” í D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 6.885,-
Teg. Melange - rosa fallegur
“push up” D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 6.885,-
Teg. Suzanna
Teg.Amelia
Teg. Melange