Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 46
46 föstudagur 20. nóvember 2009 NafN og aldur? „Helga Arnardóttir, 30 ára.“ atviNNa? „Fréttamaður á Stöð 2.“ Hjúskaparstaða? „Einhleyp.“ fjöldi barNa? „Barnlaus enn sem komið er.“ Hvaða tóNleika fórst þú á síðast? „Tónleika með Leonard Cohen í London sem voru stórkostlegir.“ Hefur þú komist í kast við lögiN? „Neibb, ekki hér á landi, en er hins vegar á skrá lög- reglunnar í Bretlandi fyrir að taka mynd af Bank of England í London fyrr á þessu ári. Mjög forvitnilegt atvik.“ Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju? „Ekta japanskur silkisloppur sem ég fékk í sumar. Þykir afar vænt um þann sem gaf mér hann.“ Hefur þú farið í megruN? „Já, hún hefst ætíð á mánudagsmorgnum og lýkur um hádegisbil.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei, en er yfirleitt að flytja fréttir af þeim og því oft viðstödd slík mótmæli.“ Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Ja, hérna, skömmin er slík. En ég skal opinbera það. Ég hélt mikið upp á Gimme More með Britn- ey Spears í nokkra mánuði. Það vita allir sem mig þekkja. Ástandið var þannig að ég endaði yfirleitt ein að dansa á stofugólfinu í partíum.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Elska lagið með La Roux, In For the Kill.“ til Hvers Hlakkar þú NúNa? „Að fara í vinnuna alla daga og takast á við skemmti- leg verkefni þar.“ Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aftur? „Play It Again Sam með Woody Allen og Diane Kea- ton. Ég hlæ alltaf jafn mikið þegar ég horfi á hana. Síðan er hún svo heimspekileg.“ afrek vikuNNar? „Að tæma þvottakörfuna og borga stöðumælasekt.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Jú, jú, maður var í því á yngri árum. Á víst eftir að ferðast mikið og eiga ofsalega hamingjuríkt líf. Fá ekki allir þessa línu?“ viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið? „Já, ég held að íslenska þjóðin hefði gott af því að vera hluti af stærri heild. Það var erfitt að sjá hvað Ísland var einangrað þegar stjórnvöld í Bretlandi réðust á íslensku þjóðina í fyrra..“ Hvaða ísleNska ráðamaNN muNdir þú vilja Hella fullaN og fara á trúNó með? „Ég myndi vilja hella fjármálaráðherra fullan og spyrja: Steingrímurrr, heldurru í alvörunni að við ráð- um við Icesave eða ertuu barrra að plata okkurr?“ Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst vilja Hitta og af Hverju? „Ég ætla að setja það í markmiðabókina að hitta Bar- ack og Michelle Obama. Mission í lífinu.“ Hefur þú ort ljóð? „Nei, maður hefur enga hæfileika í slíkt.“ Nýlegt prakkarastrik? „Haga mér alltaf svo vel. Hringi stundum í vini og vandamenn og þykist vera opinber embættismaður í innheimtuaðgerðum.“ Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest? „Æi, lætur maður ekki bara aðra um að dæma það?“ ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika? „Já, ég þyki afar góð í að baka kökur. Er ekkert að monta mig samt.“ á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi? „Neibb.“ Hver er uppáHaldsstaðuriNN þiNN? „Reykholt hjá mömmu. Besti staðurinn til að hvíla sig.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður eN þú ferð að sofa? „Engin regla á því.“ Hver er leið íslaNds út úr kreppuNNi? „Vera jákvæð og opin fyrir tækifærum.“ Hún endaði yfirleitt ein á dansgólfinu að hrista sig við Gimme More og fer í megrun á mánudagsmorgnum sem lýkur um hádegisbil. Helga Arnardóttir, fréttamaður á Stöð 2, féllst á að sýna á sér aðra hlið en sést dagsdaglega á skjánum. er á skrá Hjá bresku lögguNNi Suðurlandsbraut 10 • Reykjavík • 2. hæð Sími 568 3920 og 897 1715 Áratuga reynsla skólanna sýna að fótboltaspil frá FAS endast og endast www.billiard.is Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is Dalvegi 2, Kóp. | Dalshrauni 13 Hfj. | S: 577 3333 | www.castello.is Höfum opnað nýjan stað á Dalshrauni 13, Hfj. 20 % afsláttur af sóttum pizzum NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.