Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 36
36 föstudagur 20. nóvember 2009 helgarblað S teinunn Sigurðardóttir mætti klukkustund fyrr en hún og blaðamaður höfðu sammælst um að hittast á Dill, veitingastaðnum í Norræna húsinu, um hádegisbil síð- astliðinn miðvikudag. Kannski ís- lenski hraðinn og kaosið hafi rugl- að hana í ríminu. Steinunn kom til landsins daginn áður en hún verður hér í tíu daga til að kynna nýjustu bók sína, skáldsöguna Góða elskhugann, sem kom út á dögunum. Og þar sem hún gistir í notalegu herbergi í Nor- ræna húsinu á meðan hún dvelst á Íslandi var Steinunn síður en svo að biðja blaðamann um að haska sér þegar hún hringdi til að fá gruninn um fljótfærni sína staðfestan. Blaðamaður dreif sig samt sem mest hann mátti og varð mötuneyt- ið á Lynghálsi því af nokkrum krón- um á meðan kokkurinn á Dill fékk nokkrar aukakrónur þann daginn. Og átti hann þær fyllilega skilið fyrir sveppasúpuna ljúffengu. Eins góð mamma og hægt er En nóg um tímasetningar og mat og yfir í æskuástina. Eftirsjá eftir henni er nefnilega stór þáttur í Góða elsk- huganum og liggur beint við að spyrja Steinunni hvers vegna hún valdi að skrifa um það efni. „Bókin er öðrum þræði rannsókn á aðalpersónunni, Karli Ástusyni, rannsókn á hver þessi maður er,“ segir Steinunn. „Ég held því að þetta myndi vera kölluð sálfræðileg skáld- saga, sem væri þá mín fyrsta af þeim toga, en ætla samt ekki að reyna að gerast bókmenntafræðingur í eigin verkum. Samband móður og son- ar er líka stór þáttur í þessari bók og það heillar mig upp úr skónum. Það er geðlæknir í bókinni, Doreen �sh, sem heldur því fram að það séu raunverulega mæðurnar sem stjórni heiminum. Þær ali upp synina, þessa mæðrasyni, sem verði svo stjórnendur sem fari og brenni heiminn og geri allt þetta af sér sem verður heiminum til miska. Og hér erum við með son sem nýtur þess að eiga eins góða mömmu og hægt er. Spurningin sem ég er að spyrja í þessari bók frá fyrstu blaðsíðu er: Er þetta gott eða vont? Og hvernig kem- ur einstaklingur út sem nýtur svona ofboðslega mikils ástríkis í æsku?“ Óhuggulegt samband Spurð hvort hún þekki marga svona mæðrasyni segist Steinunn alla vega ekki hafa haft neitt sérstakt dæmi í huga þegar hún skrifaði bókina. „En maður sér hvað mæðurnar taka syni sína grímulaust fram yfir. Það er eitt af dramanu í lífi okkar að foreldr- ar gera upp á milli barnanna sinna, leynt og ljóst. Það er alveg eins og ég og þú, maður heldur meira upp á annað foreldri sitt, það má bara ekki tala um það. Ég er á alveg sama máli og Doreen �sh með það að mjög algengt er að konur bæti sér upp frústrasjón í hjónabandi með því að leggja ofurást á syni sína og stofna til tilfinningasambands við þá sem er kannski út yfir það sem hægt er að leggja á lítil börn. Þeir verða svona litlu mennirnir þeirra. Mér finnst þetta svolítið óhuggu- legt en um leið er þetta hluti af því Mæður stjórna heiminum Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir að kannski megi ímynda sér að líkamleg ást skipti karlmenn meira máli en kon- ur. Og henni finnst svolítið óhuggulegt þegar konur bæta sér upp frústrasjón í hjónabandi með því að leggja ofurást á syni sína. Kristján Hrafn Guðmundsson hitti Steinunni í tilefni af útkomu nýrrar skáldsögu eftir hana þar sem „mæðrasonur- inn“ Karl Ástuson leitar uppi æskuástina. Steinunn Sigurðardóttir „Ást er villidýr sem fólk hefur ekki stjórn á. Fólk ræður hvað það gerir, hvort það hefur samband og svoleiðis, en það ræður ekki yfir tilfinningun- um,“ segir Steinunn. MYND SiGtrYGGur Ari JÓHANNSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.