Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 45
helgarblað 20. nóvember 2009 föstudagur 45
Þeir eru ófáir tónlistarmennirnir
sem farið hafa yfir móðuna miklu
langt fyrir aldur fram. Í flestum til-
fellum hafa ástæður dauðsfallanna
verið lítt umdeildar; of stór skammt-
ur eiturlyfja, sjálfsmorð, afleiðing
vafasams lífernis eða annað í þeim
dúr. En í öðrum tilfellum er enn tal-
inn leika vafi á orsökum dauða við-
komandi, jafnvel þó áratugir séu
liðnir frá dauðsfallinu og málin hafi
verið rannsökuð ítarlega.
Á meðal frægustu tónlistar-
manna sem létust fyrir aldur fram
má telja Brian Jones úr hljómsveit-
inni Rolling Stones, gítargoðið Jimi
Hendrix og Jim Morrison úr hljóm-
sveitinni The Doors. Því skal hald-
ið til haga að fyrir dauða sinn hafði
Brian Jones verið rekinn úr Rolling
Stones, meðal annars vegna fíkni-
efnaneyslu.
Fljótandi í lauginni
Þegar Brian Jones lést bjó hann á
Cotchford Farm í Austur-Sussex á
Englandi sem hann hafð keypt árið
áður. Tvennum sögum fer af heilsu-
fari hans og andlegu ástandi á þeim
tíma, en um miðnæturbil 2. júlí 1969
fannst Brian Jones hreyfingarlaus í
sundlaug við heimili sitt.
Kærasta Jones á þeim tíma, Anna
Wohlin, er þess fullviss að Jones hafi
verið með lífsmarki þegar hann var
dreginn upp úr lauginni, en þeg-
ar lækna bar að garði var orðið um
seinan að endurlífga hann, og hann
úrskurðaður látinn. Samkvæmt úr-
skurði dánarstjóra lést Brian Jones
af slysförum, 27 ára að aldri.
Nafnlaus vitni að morði
En ekki eru allir á eitt sáttir um þann
úrskurð og Anna Wohlin fullyrti
árið 1999 að Brian Jones hefði verið
myrtur af Frank Thorogood, smiði
sem vann að endurbótum á heimili
Jones. Sagan segir að Thorogood hafi
játað á sig morðið, fyrir Tom Keylock,
bílstjóra Rolling Stones, þegar hann
lá fyrir dauðanum, en Keylock neit-
aði því síðar. Fólk sem síðar sagðist
hafa orðið vitni að morðinu á Brian
Jones krafðist nafnleyndar í viðtöl-
um við blaðamenn og enginn hefur
viljað gefa sig fram við lögreglu.
Að því er fréttir herma var fjölda
hluta stolið af heimili Brians Jones í
kjölfar dauða hans og sá orðrómur
var á kreiki að upptökur sem Jones
vann að hefðu einnig horfið.
Eftir fráfall Brians Jones tileinkaði
gítargoðið Jimi Hendrix honum lag í
sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum og
Jim Morrison úr The Doors gaf út
ljóðið „Ode To L.A. While Thinking
Of Brian Jones, Deceased“.
Drukknaði í rauðvíni
Kringumstæður við dauða Jimis
Hendrix hafa ávallt talist óútskýrðar,
en hann lést snemma morguns, að
því er talið er, 18. september 1970.
Samkvæmt upphaflegum fram-
burði Moniku Danneman, kær-
ustu Hendrix, voru þau samferða til
íbúðar hennar í Notting Hill í Lund-
únum kvöldið áður en hann lést. Þar
hefði Hendrix innbyrt níu Vesoerax-
svefntöflur án hennar vitundar en
hann hefði ekki þekkt til þessa öfl-
uga þýska svefnlyfs.
Læknirinn John Bannister sem
fyrstur rannsakaði líkið sagði að
Hendrix hefði kafnað í eigin ælu
og mestmegnis rauðvín hefði fyllt
öndunarveg hans og jafnvel lungu.
Krufning átti eftir að staðfesta orð
læknisins.
Frásögn rótara
En þar með er ekki öll sagan sögð
því í fleiri ár fullyrti Danneman
að hún hefði fyrst tekið eftir því að
hann væri meðvitundarlaus klukk-
an níu að morgni 18. september, og
að hann hefði verið á lífi þegar hann
var borinn inn í sjúkrabifreiðina um
klukkan hálf tólf, og að hún hefði
verið samferða.
Áhöfn sjúkrabifreiðarinnar hafn-
ar tveimur síðustu fullyrðingunum
og samkvæmt skýrslum lögreglu og
sjúkraliða var enginn nema Hend-
rix í íbúðinni þegar þá bar að garði
klukkan 11.27, og hann hefði ekki
einungis verið látinn heldur einnig
fullklæddur.
Í bók eftir James Wright, rótara
hljómsveitarinnar The Animals,
sem kom út á þessu ári varpar höf-
undurinn fram þeirri fullyrðingu
að Jimi hafi í raun verið myrtur. Að
sögn Wrights viðurkenndi Mike
Jeffery, umboðsmaður Hendrix, að
hann hefði látið koma Hendrix fyr-
ir kattarnef vegna þess að Hendrix
vildi slíta samningi þeirra í milli.
Læknirinn John Bannister gaf
út opinbera yfirlýsingu og sagði
að Hendrix hefði hreinlega verið í
rauðvínsbaði, ekki aðeins innvortis
heldur einnig útvortis. „Í raun hafði
hann drukknað í gríðarmiklu magni
rauðvíns,“ sagði Bannister.
Látinn í baðkari
Jim Morrison úr The Doors endaði
ævi sína í París í Frakklandi 3. júlí
1971, en þangað hafði hann kom-
ið í marsmánuði, leigt sér íbúð og
eyddi dögunum í langar gönguferð-
ir um borgina. Að sögn þeirra sem
til þekktu gerðist Morrison þung-
lyndur mjög á þeim tíma og hugði á
heimferð til Bandaríkjanna.
Það átti ekki að verða því sam-
kvæmt opinberum skýrslum fannst
hann látinn í baðkari heima hjá sér.
Það var vinkona hans til langs tíma,
Pamela Courson, sem kom að hon-
um látnum.
Samkvæmt frönskum lögum var
ekki framkvæmd krufning því dán-
ardómstjórinn úrskurðaði að engin
merki væru um að brögð hefðu ver-
ið í tafli.
Ruglast á heróíni og kókaíni
Frásagnir Courson af atburðarásinni
voru æði mótsagnakenndar. Stund-
um sagði hún að hún hefði orð-
ið Morrison að bana, stundum að
hún ætti sök á dauða hans. Sú frá-
sögn hennar sem eftir stendur er á
þá vegu að Morrison hafi látist af of
stórum heróínskammti eftir að hafa
andað að sér því sem hann hélt vera
kókaín.
Ljósmyndarinn og vinur Jims,
Alain Ronay, styður ofanskráða frá-
sögn Pamelu Courson. Alain segir í
bók sinni Jim & I að Morrison hafi
látist vegna mikilla blæðinga eftir
að hafa tekið heróín í nefið, og að
Pamela hafi lognast út af og því hafi
Morrison blætt út. Pamela Courson
lést vegna of stórs skammts af heró-
íni í apríl 1974.
Fleiri frægir og látnir
Kóngurinn, Elvis Presley, lést 16.
ágúst 1977. Um dauða hans hafa
spunnist ótal kenningar. Ein kenn-
ingin byggir á þeirri sögu að hjúkr-
unarkonan sem var á vakt þegar
komið var með Presley á spítalann
hafi sagt að þetta væri ekki „Kóng-
urinn“. Þar með varð til „Elvis lifir“-
iðnaðurinn.
Prinsinn, Michael Jackson, skildi
við í júní og enn er ekki séð fyrir
endann á vangaveltum um dánaror-
sök hans. Samkvæmt nýlegum frétt-
um hyggst systir hans höfða mál á
hendur einkalækni „Prinsins“ enda
ekki allir á sama máli um hvernig
dauða hans bar að höndum.
John Lennon var skotinn 8.
desember 1980, og lítil áhöld eru
um banamein hans. Engu að síður
eru þeir til sem fullyrða að hann sé á
lífi, en vilji forðast sviðsljósið.
Af framansögðu er ljóst að það
er líklegra en hitt að kenningar
samsæris og öfundar spinnist þeg-
ar blandast saman frægð, dauði og
auðævi, en á stundum er allt sem
sýnist.
Sumt frægt fólk fer yfir móðuna miklu og fær að hvíla í friði þaðan í frá. Um annað frægt fólk lifa endalausar
kenningar þar sem blandast saman öfund, auðævi, morð og fleira. Sumar stjörnur njóta þess vafasama heiðurs
að um dánarorsök þeirra er enn deilt þrátt fyrir að þær hafi horfið af hinu jarðneska sviði fyrir margt löngu.
Læknirinn John
Bannister gaf út op-
inbera yfirlýsingu og
sagði að Hendrix hefði
hreinlega verið í rauð-
vínsbaði...
Veltandi steinn Brian Jones
var heillum horfinn þegar
dauða hans bar að garði.
Gítargoð úr steini Ekki er útilokað
að Jimi Hendrix hafi verið myrtur.
Hinsta hvílan Jim Morrison lést í
París og var jarðaður þar.
umdeild dauðsföll