Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 15
fundi samtakanna. „Myndin skýrir
sig sjálf. Hún er lögð fram af Lands-
bankanum þar sem er skýrt frá því
hver sé ástæðan að baki yfirskuld-
setningu fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ljóst er af þessum upplýsingum að
það er mjög erfitt að henda reiður á
hvert peningarnir fóru nákvæmlega
þegar sjávarútvegurinn var skuld-
settur jafn mikið og raun ber vitni.
Eitt er þó ljóst að peningarnir fóru út
úr greininni með einum eða öðrum
hætti. Gríðarlega slæm skuldastaða
ber vitni um það.“
Glerhallir og lúxus
„Fram kemur í greiningu Lands-
bankans að um 54 prósent af yfir-
skuldsetningunni séu vegna kvóta
og skipakaupa. Ljóst er að aðeins
brot af þessum fjármunum hefur far-
ið í kaup á nýjum skipum og búnaði,
trúlega innan við 20 prósent af heild-
inni,“ segir Finnbogi. „Það þýðir að
einhver hundruð milljarða hafa farið
út úr sjávarútveginum vegna kvóta-
kaupa. Einnig kemur fram í grein-
ingu Landsbankans að 28 prósent
séu vegna hlutabréfakaupa. Ekki
kemur fram í hvernig rekstri þau fyr-
irtæki eru sem einkum var fjárfest
í en ljóst er að þessi tala á að mestu
við um fyrirtæki sem eru utan sjáv-
arútvegs. Ef ekki, væri þetta að stór-
um hluta greint sem kvótakaup því
staðan er þannig að nánast einu
verðmætin í sjávarútvegi sem talin
eru veðhæf eru veiðiheimildir sem
bundnar eru við skip. Svo furðulegt
sem það er, því alltaf hefur verið ljóst
að veiðiheimildum er úthlutað frá ári
til árs og þær eru ekki eign í skilningi
72. greinar stjórnarskrárinnar heldur
aðeins afnotaréttur.“
Blóðtaka sjávarútvegsins
Finnbogi segir að hafa beri í huga
að þegar kvóti sé keyptur eða seld-
ur fari fjármagnið ekki út úr sjávar-
útvegi nema seljandinn hætti rekstri
í sjávarútvegi og hasli sér völl á öðr-
um sviðum atvinnu- eða viðskipta-
lífs. „Við gerum ráð fyrir að sá sem
selur verði að greiða upp skuldir sín-
ar við bankakerfið. Það skiptir engu
máli hverju haldið er fram; öllum er
ljóst að kvótinn er veðsettur í bak og
fyrir. Þetta merkir að skuldaaukning
vegna kvótakaupa er að mestu gróði
sem handhafar kvótans hafa tekið út
úr sjávarútveginum.“
Finnbogi, eins og fleiri, bendir á
að fjármagnið, sem handhafar kvót-
ans gátu losað og haft handa á milli,
hafi síðar haft víðtæk áhrif á öðrum
sviðum efnahagslífsins, meðal annars
í verslunarrekstri. „Í Kringlunni voru
handhafar kvótans afgerandi eigend-
ur verslunarhúsnæðis. Einnig hafði
þetta mikil áhrif á íbúðaverð þar sem
venjulegt fólk gat ekki keppt við þetta
fjármagn. Handhafar kvótans keyptu
hús dýrum dómum stundum einung-
is til að rífa og byggja nýtt á lóðinni.
Þetta hafði áhrif á svo til allan rekstur
í þjóðfélaginu og truflaði samkeppni
margra atvinnugreina þegar fjármagn
flæddi út úr sjávarútvegi vegna veð-
setningar á kvótanum.“
Hvað keyptu þeir?
Eins og hér er lýst eru veiðiheimild-
irnar veðsettar í bak og fyrir. „Veð-
setningin er hluti af þeim tryggingum
sem erlendir bankar og fjármála-
stofnanir hafa fengið frá íslenskum
bönkum til tryggingar skulda þeirra.
Niðurstaðan er sú, að sala veiði-
heimilda, sem átti að bæta rekstur
sjávarútvegsins og leiða til aukinnar
hagræðingar, hefur í raun lagt sjáv-
arútveginn í rúst í formi aukinnar
skuldsetningar og fjármagnsflótta úr
greininni,“ segir Finnbogi.
Eins og meðfylgjandi mynd sýn-
ir hefur meðalaldur íslenska skipa-
stólsins hækkað frá árinu 2002 um 2
ár, eða úr 20 árum í 22 ár. „Það sem
vekur hinsvegar mesta athygli er að
frá 2003 til 2007 hækkaði meðalald-
ur skipastólsins um 3 ár. Á sama tíma
jókst skuldastaða sjávarútvegs úr 179
milljörðum í 325 milljarða eða nærri
því tvöfaldaðist. Ekki lækkaði ald-
ur skipastólsins og því ljóst að ekki
var verið að fjárfesta í nýjum skipum
þrátt fyrir þessa auknu skuldsetn-
ingu nema í undantekningartilfell-
um,“ segir Finnbogi.
Kvótinn í hendur erlendra
kröfuhafa?
En hvað verður þá um kvótann þeg-
ar fyrirtæki geta ekki lengur rekið
sig vegna þess að skuldsetning er of
mikil?
Finnbogi telur mikla hættu á að
kvótinn hafni í höndum erlendra
kröfuhafa að stórum hluta. „Ef hug-
myndafræði síðustu ára fær að vera
við lýði í pólitísku og lagalegu tilliti
er alveg ljóst að erlendir kröfuhafar
munu leysa til sín í gegnum bankana
mikið af kvóta án þess að stjórnvöld
geti spyrnt við fótum. Þetta þýðir að
miðað við núverandi stöðu sjávar-
útvegsins er ljóst að allt að helming-
ur kvótans muni enda í umsjá bank-
anna og þar með í eigu erlendra aðila
vegna þess að sumir stjórnmálaflokk-
ar og pólitíkusar berjast fyrir því að
kvótinn verði viðurkenndur sem
bein eignarréttindi.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir
að veiðiheimildirnar lendi í hönd-
um erlendra fjármálastofnana er að
styrkja enn ákvæði laga um að veiði-
heimildirnar séu sameign þjóðarinn-
ar og ekki veðsetningarhæfar. Þetta
verður best gert með því að ríkið leigi
kvótann til útgerðanna með form-
legum hætti, sem afnotarétt til veiða,
þannig að ljóst sé hver eigandinn
er og hver leigir af honum kvótann.
Þarna skiptir ekki máli hvort leigu-
verðið er króna eða hundrað krónur
heldur hitt að það sé ljóst hvert sam-
band eiganda kvótans og leigutak-
ans sé. Öðruvísi verður mjög erfitt að
koma í veg fyrir að fiskveiðiauðlindin
lendi í höndum erlendra kröfuhafa
gömlu bankanna,“ segir Finnbogi.
helgarblað 20. nóvember 2009 föstudagur 15
Martröð kvótagreif nna
24
23
22
21
20
19
18
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008
A
ld
ur
s
ki
pa
st
ól
s
í á
ru
m
MeðAlAldur sKipAstólsins
sjávArútveGur
teKjur oG sKuldir í MilljörðuM KrónA
550
500
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
27%
27%
46%
Traust staða
Gjaldþrot blasir
við að óbreyttu
vegna mjög
slæmrar stöðu.
Geta ekki staðið
við lánasamninga
og tímabundinna
aðgerða er þörf.
HelMinGur sjávArútveGs-
fyrirtæKjA á HeljArþröM
Heimild: Heima-
síða Samtaka fisk-
vinnslustöðva og
stuðst er við gögn
Landsbankans
Heimild: Hagstofa Íslands og heimasíða Samtaka fiskvinnslustöðva
Heimild: Hagstofa Íslands
Skuldsett
yfirtaka
3 prósent
Afleiður
15 prósent
Hlutabréf
28 prósent
Kvóti/skip
54 prósent
ástæður
yfirsKuld-
setninGAr
Heimild: Heimasíða
Samtaka fiskvinnslu-
stöðva og gögn
Landsbankans
54% 28%
15%
3%
skuldir
(Milljarðar ISK)
tekjur
(Milljarðar ISK)
siglir sinn sjó, líka gegn líú Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra sýnir að mati LÍÚ
merki um að hann sé lagður af stað á fyrningarleiðinni.
550
194
129
161
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009