Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 48
48 föstudagur 20. nóvember 2009 lífsstíll Á ferð og flugi Fegurðardrottningin og fyrirsætan Ingibjörg Ragn- heiður Egilsdóttir er á leið til Indlands til að sýna þar á tískuviku. Einnig hefur heyrst að hún muni stjórna sínum eigin sjónvarpsþætti í framtíðinni, en feg- urðardísin hefur verið á ferð og flugi um allan heim að undanförnu. Útlanda- gegnumsláttur hennar mun því án efa vera á næsta leyti. Í fyrstu var talið að bloggið henn- ar væri feik því það var fullt af vitn- eskju um tískuheiminn en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í september síðastliðnum var viðtal við hana í tímaritunum Pop og Love þar sem hún var einnig forsíðuand- lit. Henni var boðið á sýningar allra stærstu hönnuðanna á síðustu tísku- viku í New York þar sem hún var um- kringd ritstjórum helstu tískutíma- rita heims og urmul af frægu fólki. Tavi virðist þó enn vera með báða fæturna á jörðinni og lýsir sjálfri sér sem 13 ára lúða sem klæðist hall- ærislegum jökkum og sætum hött- um og hangi inni allan daginn. Átta mánuðum eftir opnun bloggsins sendu Kate og Laura Mulleavy unga tískuspekúlantinum tölvupóst og er hún nú orðin ein af listagyðjum þeirra systra, en þær hanna föt und- ir nafninu Rodarte og þykja einar af þeim bestu í bransanum. Þær segja að Tavi láti þær sjá hlutina í öðru ljósi. Tavi er nú þegar búin að landa sínu fyrsta borgaða blaðamannsstarfi en hún skrifaði um tískuvikuna á vef- síðu tímaritsins Pop og á erfitt með að meðtaka hversu mikilli velgengni hún hefur átt að fagna þrátt fyrir ung- an aldur. Þá er bara að vona að unga snótin verði ekki orðin sjúskuð og of veraldarvön um átján ára aldurinn því það eru ansi margar tískuvertíðir þangað til! Vefsíðu hennar má finna undir þessari slóð: tavi-thenewgirl- intown.blogspot.com. Tískuheimurinn hefur tekið Tavi Gevinson frá Chicago opnum örmum: 13 Ára bloggari slær í gegn Umsjón: HElga kRIstjánsdóttIR www.dv.Is/blogg/tIzkan posh posh victoria beckham er sögð spennt fyrir því að kaupa fatna, sem audrey Hepburn átti, á uppboði sem haldið verður á næstunni. annað í victoriu- fréttum: Hún ætlar að ráða leikkonu gossip girl-þáttanna, blake lively, til að vera andlit nýju fatalínunnar sinnar. jolie í skartið brad Pitt og angelina jolie eru farin að hanna skartripi sem verða seldir til styrktar góðgerðasamtökum angelinu. skartgripirnir munu verða til sölu í verslunum asprey. Innblásturinn er sagður sóttur til snáka, en angelina hefur löngum haft áhuga á þeim. claudia vill hanna Heyrst hefur að ofurfyrirsætan Claudia schiffer vilji feta í fótspor margra kollega sinna og gerast hönnuður. Hefur hún mikinn áhuga á að fara út í hönnun á fatnaði úr kasmírull og handtöskum.við bíðum spennt! Breski ljósmyndarinn Charlie Strand hefur vakið mikla athygli fyrir ljósmyndabók sína Project:Iceland. Í bókinni er blandað saman myndum af stærstu tónlistarmönn- um landsins, helstu fatahönnuðum og öðrum listamönnum. Helga Kristjánsdóttir hitti þennan hæfileikaríka ljósmyndara sem er af íslenskum ættum. íslenskir listamenn Bloggari skrautleg skemmtileg snót. Tavi Er alltaf öðruvísi til fara. Tavi Gevinson er forsíðuandlit þrátt fyrir ungan aldur. Eftir að móðir Charlies lést fyrir nokkrum árum missti hann tengsl- in við Ísland og hafði þess vegna mikla þörf fyrir að koma hingað aft- ur til þess að endurvekja rætur sínar. Þegar hann bjó í Bretlandi var hann oft spurður að því hvað væri spenn- andi að gerast á Íslandi og langaði oft sjálfan að geta keypt bók sem sýndi vel listmenningu landsins. Þar sem honum tókst ekki að finna slíka bók ákvað hann að gera hana bara sjálfur. Hann lýsir bókinni sem góðu sam- safni af öllu því listræna sem landinn hefur upp á að bjóða. Ísland eigi fjöl- marga hrikalega hæfileikaríka lista- menn og þótt Björk og Sigur Rós séu frábær séu hér ótal margir aðrir sem séu þess virði er að kynnast betur. Við hvað starfaðirðu áður en þú fluttir til landsins? „Ég var að vinna sem stílisti í London og vann mikið fyrir ljós- myndara breska Vogue, Tom Craig. Einnig stíliseraði ég hljómsveitir eins og Suede, Brian Ferry og Fatboy Slim. Svo tók ég að mér verkefni fyrir tímarit eins og Instyle, Elle og ID og fyrir tískuviku í London og París.“ Hvernig hefur bókinni verið tekið? „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Project:Iceland lenti í fimm- tugasta og öðru sæti yfir 100 helstu tískuljósmyndabækur á Amazon. Bókin er til sölu út um allan heim og hefur fengið frábæra dóma í blöð- um á borð við ID Magazine, Dazed- &Confused og Sublime Magazine. Það sem mestu máli skiptir er að fólkið í bókinni er ánægt með það hvernig það kemur út og því er ég ánægður. Ég hef á tveimur og hálfu ári eignast ótal góða vini og skemmt mér konunglega.“ Hverjir eru þínir uppáhaldstónlist- armenn og -hönnuðir? „Því er erfitt að svara því ég á svo marga uppáhalds. En í augnablikinu er ég hvað spenntastur fyrir hljóm- sveitinni Ultra-Mega-Techno-band- inu Stefáni og ég er enn þá súr yfir því að Trabant skuli vera hætt, þar sem hún hefur lengi verið í uppá- haldi. Hvað varðar fatahönnuði finnst mér æðislegt að vinna með Örnu Sigrúnu Haraldsdóttur, Dead, Bóasi og Eygló.“ Hvað ertu að gera þessa dagana og hvað er á döfinni? „Ég tók nýverið ljósmyndir fyr- ir The Sunday Times, Flaunt og Hasselblad Magazine. Annars er nóg hjá mér að gera við að taka tískuljós- myndir og ég er á fullu að vinna að nýrri bók sem fjallar eingöngu um ís- lenska tísku.“ Tíska ... og hin íslenska fegurð. Smáauglýsingasíminn er smaar@dv.is 515 55 50 Charlie Strand við vinnu í jökulsárlóni. Súrrealísk mynd tekin úr bókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.