Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 26
Djöfuls hark Þræðingarteymið stóð yfir mér við skurðborðið án þess að ég sæi nákvæmlega hvað það aðhafist. Á sjónvarpsskjá við höfðalagið mátti sjá æðarnar innanverðar. Mér hafði skilist að þræðingin væri þess eðlis að þráðurinn liðaðist inn æða- kerfið og langleiðina að hjartanu. Á einhverjum tímapunkti spýtti þráðurinn úr sér litarefni. Röntgentæki myndaði síðan æðarnar og brá ástandi þeirra fram á sjónvarpsskjá. Sárs- aukinn vegna nárastungunn- ar var horfinn. Og kæruleys- islyfið gerði að verkum að allt þetta umstang var bráðfyndið. Ég hló innra með mér. Eftir margra mánaða undirliggjandi kvíða og sælu- blandnar gæðastundir heima fyrir stóð ég á krossgötum lífs og dauða. Kaf- bátur var á ferðinni í æðarkerfi mínu. Sjónvarpsskjárinn við skurðarborðið sýndi lögun kransæðanna. Taktfast pípið í hjartaritanum var róandi. Aðgerðin á Landspítalanum hafði átt sér aðdraganda í svo sem ár. Það hafði byrjað með þreytu og sleni um miðjan dag. Heimilislæknirinn vísaði á hjartalækni sem gaf mér tíma. Spurningar um ættgenga sjúkdóma og afbrigði í daglegu lífi streymdu fram. Ég varð að viðurkenna að ég væri kjörlendi fyrir kransæðastíflu. Í fyrsta lagi reykingamaður, í annan stað of þungur og í þriðja lagi í starfi við fjölmiðil. Hjartalæknirinn, geðþekkur náungi á miðjum aldri, hóf rannsókn. Blóðprufa, þvagprufa, og svo var farið í röntgenmynda- töku. Ég var settur á þrekhjól og hjartalæknirinn límdi ótal nema á skrokkinn á mér. Svo var hjólað. Hann var eins og liðþjálfi í Rauða hernum þar sem hann þyngdi stöðugt á hjólinu og mælti fram hvatningar- orð. Hjartalæknirinn hafði færst í aukana. Hann stóð með steyttan hnefa eins og formaður í skuti áttærings og hafnaði uppgjöf. Undan gríðar-legum átökunum gerðust þau undur og stórmerki að þrekhjólið fór af stað og stöðvaðist loks á nærliggjandi vegg. „Þetta er komið,“ sagði hjartalæknirinn eins og hann væri að gera mér stórgreiða. Svo rýndi hann í niðurstöðurnar og rak upp lágvært undrunaróp. „Þetta hef ég ekki séð síðan ég þrekprófaði hóp af norskum skíðameisturum,“ sagði hann. Gleðin yfir einkunninni tók yfir þjáningu hins örmagna manns. ,,Er ég þá út- skrifaður?” spurði ég andstuttur. Læknirinn hafði litið alvarlegur upp úr pappírum sínum. „Það koma fram frávik á myndum. Það er mögulegt að þú sért með 30 prósenta þrengingu í kransæðum. Það er öruggast að þú farir í hjartaþræðingu,“ sagði hann alvarlegur. Ímynd norska skíðakappans vék úr huganum en í staðinn tók sér bólfestu sárveik- ur, miðaldra maður. Mminningarnar viku fyrir rödd grænklæddrar veru sem sagði að að-gerðinni væri lokið. Nú þyrfti að loka sárinu á náranum. Í lyfjarúss-inu fannst mér þetta allt vera bráðfyndið. Ég var færður af skurðar-borðinu yfir í rúmið mitt. Síðan var mér ekið upp að vegg. Einhver kom með risastóra þvingu. Hún var sett yfir nárann og undir rúmið. Svo var ég þvingaður saman. Þetta var undarleg staða. Ég hafði enn ekki hugmynd um það hvernig staðan á kransæðunum væri. Tíminn mjakaðist áfram á með- an alls kyns furðumyndir runnu um hugann. Allt í einu stóð læknirinn yfir mér. Hann líktist dr. House en var þó ekki með staf. „Þú ert í fínu lagi ef miðað er við aldur og lífsstíl,“ sagði hann og herti örlítið á þvingunni. Þetta voru auðvitað frábær tíðindi. Á þeirri stundu gerði ég mér þó grein fyrir því að oftúlkun á niður- stöðunni myndi skerða lífsgæði mín heima fyrir og á vinnustaðnum. Ég var aftur kominn upp á deild. Næstu tvær klukkustundirnar átti ég að liggja á vinstri hliðinni. Þvingan hafði verið fjarlægð en í hennar stað hafði sandpoki verið settur ofan á nárann. Í næsta rúmi lá líka maður á vinstri hliðinni. Tjald var á milli okkar. Hann ávarpaði mig og spurði hvernig hefði gengið. Jú, ágætlega takk. Hann sagðist vera rúmlega 30 ára markvörður af Skaganum og hefði ættarsögu sem gaf til- efni til að ætla að hann gæti verið með kransæðastíflu. Reyndin var sú að æðaveggir okkar beggja voru eins og farvegur bergvatnsár. Allt í einu hringdi farsíminn á náttborðinu. Ég svaraði veiklulega. Þetta var starfs- félagi að spyrja tíðinda. Ég sagði honum niðurstöð- una undanbragðalaust. Þessi náungi er þekktur að kaldhæðni og skilningsleysi á mannlegum tilfinningu. „Það gengur fjöllunum hærra í vinnunni að þeir hafi ekki fundið í þér hjartað,“ sagði hann hálfhikstandi af hlátri. Ég kvaddi manninn með þá tilfinningu að hjarta mitt væri úr steini. Hjúkrunarkonan, sem leit út eins og Sally Field, sagði að nú mætti ég leggjast á bakið. Þannig yrði ég að vera í eina klukkustund. Ég hlýddi. Það var tekið að húma að kveldi. Það var eins og óratími væri síðan ég gekk boginn inn í anddyri Landspítalans snemma um morguninn. Nú var búið að fella þann úrskurð að ég væri alheilbrigð- ur. Ég gekk út um dyr dauðans. Þar beið mín sama konan og um morg- uninn. Ég sagði henni lauslega frá niðurstöðunni með áherslu á ógróinn nárann sem yrði sinn tíma að jafna sig. „Þetta er gott að heyra,“ sagði hún í glaðlegri tóntegund sem þó gat ekki vitað á gott. Milda meðaumkunar- röddin hafði vikið fyrir venjulegu röddinni. Á heimleiðinni talaði hún um að tími væri tilkominn að koma garðhúsgögnunum í skjól. Skert lífsgæði mín voru staðreynd. HjArtA úr steini 2. Hluti „Þetta atvikaðist þannig að ég hafði alltaf haft áhuga á þess- um bransa. Var að leika mér með félögum mínum að gera stuttmyndir þegar maður var gutti og ég endaði alltaf fyrir aftan vélina. Ég fann mig vel í þessu og hélt áfram í mennta- skóla. Þegar ég útskrifaðist þaðan fór ég að vinna í því að koma mér á framfæri,“ segir Hannes Halldórsson leikstjóri. Hannes var mikið að gera þætti og leika sér með mynda- vélina þegar hann var í Verzlunarskóla Íslands. Stefndi leynt og ljóst að því að verða leikstjóri. Hann komst fljótt að því að bransinn er erfiður og ekkert fæst gefins í honum. „Ég var ansi heppinn í því að trappa mig upp. Ég nýtti glufu hjá Ein- ari Bárðarsyni, umboðsmanni Íslands. Mitt fyrsta tækifæri var þegar ég ásamt félaga mínum gerði Nylon-myndband. Við sannfærðum Einar um að við gætum gert myndband fyrir hann fyrir lítinn pening. Eftir það fóru hjólin að snúast. Þá spurðist út að ég gæti gert flotta hluti ódýrt,“ segir Hann- es en myndbandið með Nylon er við lagið Bara í nótt og var tekið upp í Þjóðleikhúskjallaranum og vakti mikla lukku hjá þjóðinni. „Þetta var ódýrt vídeo en heppnaðist vel og ég varð hálfgerður hirðleikstjóri hjá Einari Bárðar í smátíma eftir þetta.“ Páll Óskar var stóra tækifærið Það myndband sem kom Hannesi endanlega á kortið var myndband með sjálfum Páli Óskari, Allt fyrir ástina. Þar fór Páll Óskar alla leið og var þetta dýrasta myndbandið sem Hannes hafði leikstýrt. „Það var mjög gaman. Sérstaklega að sjá hvernig Páll Óskar vinnur. Við áttum mjög gott samstarf og það var ekkert til sparað. Það er mjög sjaldgæft að það sé gert hér á landi. Ef það vantaði risastórt glimmerhjarta, þá var það bara keypt. Það er spurning hvernig það vídeó kem- ur til með að eldast en þetta var vel heppnað og ég er stoltur af þessu myndbandi.“ Sjálflærður Hannes er sjálflærður leikstjóri. Hann hefur farið á eitt nám- skeið í stuttmyndagerð, þegar hann var ungur gutti, en ann- ars hefur hann fiktað sig áfram. „Ég hef alltaf sagt að Versló var minn kvikmyndaskóli. Þar var ég dag og nótt niðri í nem- endakjallara að klippa vídeó og gera mömmu og námsráð- gjafana gráhærða. En það var frábær skóli. Þar var öll að- staða til fyrirmyndar og ég gerði það sem ég vildi. Við vorum með mikinn metnað til að gera vel og gerðum vandaða þætti – svona miðað við aðstæður. Þar fann ég að þetta var það sem ég vildi gera. Ég rek mig samt oft á að ég kann ekki þetta sérstaka tungumál sem er oft talað á tökustað og veit lítið um linsur og ljós. En ég er kominn í þá stöðu að geta verið fyrir aftan skjáinn og rifið kjaft. Og ég er bara ánægður með það,“ segir Hannes og hlær. Leið eins og krakka í leikfangabúð Atvinnumennirnir okkar er langstærsta verkefni Hannes- ar en þættirnir slógu í gegn þegar þeir voru sýndir á Stöð 2 Sport. Þeir eru nú að koma út á DVD en í þáttunum fylgdu Hannes og Gunnar Jarl Jónsson, hugmyndasmiður þátt- anna, öllum helstu atvinnumönnum Íslands í íþróttum eftir með Auðun Blöndal sem spyril. „Ég er auglýsingaleikstjóri að upplagi en þetta var verkefni sem við Gunnar Jarl þró- uðum í dálítinn tíma. Það tókst síðan að sannfæra Hilmar Björnsson, sjónvarpsstjóra Stöð 2 Sport, um að þetta gæti gengið og litið vel út. Þetta var frábært verkefni í alla staði. Þarna sameinuð- ust bæði áhugamálin, íþróttir og kvikmyndagerð, og það var draumi líkast að fá að fylgja þessum köppum eftir. Ég var oft eins og krakki í leikfangabúð.“ Mjög gaman að stýra þessum köllum Hannes segir að við gerð Atvinnumannanna okkar hafi verið unnið mikið og í löngum törnum. Oft hafi komið til árekstra á milli manna en samt var alltaf stutt í brosið. „Eini gall- inn við þetta verkefni er að hafa hugsanlega toppað svona snemma. Ég sé mig ekki toppa þetta á næstunni. Þetta var svo mikið ævintýri og lukkaðist vel að mínu mati.“ Hannes segir að stórstjörnur íþróttaheimsins hafi lát- ið vel að stjórn og hlýtt hverju orði. Hann leikstýrði einnig Auðuni Blöndal sem er margreynd sjónvarpsstjarna. „Það var mjög gaman að stýra þessum köllum. Þegar við vorum mættir á staðinn var þetta ekkert mál og flestir voru tilbúnir að hafa okkur lengur.“ Eiður opnaði margar dyr Athygli vakti í Atvinnumönnunum okkar hversu mikinn að- gang tökuliðið fékk að samherjum Íslendinganna og mann- virkjum félaganna. Hannes segir að Íslendingarnir séu það vel liðnir hjá sínum félögum og eigi auðvelt með að tryggja litlum hóp frá Íslandi aðgang. „Til dæmis á Nou Camp vor- um við búnir að vera í margar vikur að reyna að fá aðgang að æfingasvæðinu og hinu og þessu á vellinum. Alls staðar rák- umst við á lokaðar dyr. Svo komum við þarna út og það lá við að Eiður lyfti upp litla putta og þá fórum við hvert sem við vildum. Það var svipað með Hermann Hreiðarsson.“ Hannes er fótboltamaður og leikur í marki Fram í Pepsi- deildinni. Hann fékk að vera á hliðarlínunni á Nou Camp í stærsta leik hvers árs, El Clasico. Viðureign Barcelona og erki- óvinarins, Real Madrid. „Það var ótrúleg upplifun. Í raun fá- ránleg. Við trúðum því varla að við værum með passa þarna inn. Við vorum einhvern veginn 100% vissir um að þetta væri eitthvert djók þangað til við löbbuðum inn á völlinn.“ Forréttindi Hannes segir að leikstjórn sé afar skemmtilegt starf. Hann ráði sínum eigin vinnutíma og sé svolítill sinn eigin herra. „Ég get tekið tarnir á kvöldin og sofið til 10 ef sá gállinn er á mér. Þetta er áhugamálið hjá mér og það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni finnst skemmtilegt. En þetta er djöfulsins hark, ég neita því ekki. Það pirrar mig svolítið að hér á Íslandi er í raun ekki möguleiki á að uppskera almennilega þrátt fyrir að hafa gert góða hluti. Ég er ekkert ríkur eftir að hafa gert Atvinnumenn- ina okkar. Ég er bara að leita að næsta verki og harka þangað til. Þetta er stanslaust vesen, að halda sér á floti.“ Kannski önnur sería Hannes útilokar ekki að það komi framhald á Atvinnumönn- unum okkar – jafnvel með öðru sniði. „Við eigum náttúru- lega Aronana. Aron Pálmason hjá Kiel og Aron Gunnarsson hjá Coventry. Svo er Alfreð Gíslason náttúrulega að þjálfa Kiel sem er stærsta handboltafélag heims. Það er samt verið að skoða aðra vinkla á þetta. Við eig- um tónlistarmenn, kvikmyndagerðarfólk og aðra sem eru að gera virkilega góða hluti erlendis,“ segir leikstjórinn Hannes Halldórsson leyndardómsfullur. benni@dv.is Hannes Þór Halldórsson leikstjóri sendi nýverið frá sér sitt stærsta verkefni, Atvinnumennina okkar, á DVD. Hannes er þrátt fyrir ungan ald- ur margreyndur í faginu. Hann hefur unnið með Nylon, Garðari Cortes og Páli Óskari í tónlistarmyndbandagerð, gert auglýsingar sem hafa vakið verðskuldaða athygli og sjónvarps- þætti sem þjóðin elskar. Hannes stefnir hátt og elskar að geta sameinað áhugamál og vinnu í starfinu. 26 föstuDagur 20. nóvember 2009 umræða rEYNIr traustasON skrifar HELGARPISTILL leikstjóra Flottur á Filmus Hannes vinnur á Filmus. Hann er sjálflærður leikstjóri – einn sá efnilegasti hér á landi. Á tökustað Hannes elskar að vera fyrir aftan vélina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.