Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 11
helgarblað 20. nóvember 2009 föstudagur 11 Þjóðfélag með alvarleg sjúkdómseinkenni ástandinu nú. Slíkar ásakanir hneigj- ast til að dreifa athygli almennings frá ábyrgð innlendra sökudólga,“ segir Þorvaldur í niðurlagi greinar sinnar. Engin leið til bjargar Í einum kafla bókar Styrmis er far- ið yfir aðdraganda hrunsins og farið aftur til ársins 2005. Segir frá því að Geir H. Haarde og Halldór Ásgríms- son, þáverandi forsætisráðherra, hafi heyrt fyrst í nóvember 2005 af því að mögulega gæti íslenska bankakerf- ið hrunið. Gengu þeir á fund seðla- bankamanna. „Á fundinum sagði Davíð Oddsson, sem þá hafði verið formaður bankastjórnar Seðlabank- ans í tæpa tvo mánuði, að íslenzka bankakerfið gæti hrunið.“ Styrmir gefur einnig til kynna að lengi hafi verið óljóst um trygging- ar að baki söfnun bankanna á inn- stæðureikninga erlendis. Til dæmis hafi farið fram einhvers konar próf- un á norrænu bönkunum haustið 2007 í þann mund sem alþjóðlega undirmálskreppan var farin að grafa um sig. Íslensku bankarnir tóku þátt í þessari prófun og var niðurstaðan talin jákvæð fyrir þá, „en síðar kom í ljós að þeir tóku ekki þátt í henni til loka. Þegar kom að því í æfingunni að einn íslenzku bankanna var sett- ur í vandræði og spurt hvað íslenzka ríkið ætlaði að gera var ákveðið að hætta þátttöku.“ Ljóst má vera að áhyggjur manna af bönkunum voru orðnar veruleg- ar á fyrsta ársfjórðungi í fyrra og lýs- ir Styrmir því hvernig vinna hófst í Seðlabankanum þegar í janúar 2008 við að skoða leiðir til að tryggja greiðslumiðlun og hvernig unnt yrði að endurfjármagna banka ef illa færi. Áhyggjurnar áttu einnig við um nágranna okkar í Bretlandi, enda setti breska fjármálaeftirlitið, FSA, Landsbankanum og stjórnvöldum úrslitakosti með bréfi um miðjan ág- úst í fyrra. Engum gat dulist á þesum tímapunkti að Ísland stóð frammi fyrir meiri hátt- ar fjármálakreppu, „að lausafjárstaða bankanna yrði orðin óviðunandi, þegar komið væri fram á haustið, og að möguleikar ríkisstjórnarinn- ar og Seðlabanka til að koma þeim til bjargar væru afar takmarkaðir. Og jafnframt að á þessum sama tíma hafi sömu aðilum verið fulljóst hver álitamálin voru vegna Trygginga- sjóðs innstæðueigenda og Icesave- reikninganna.“ Styrmir talar svo tæpitungulaust gegn Icesave-samningunum: „Ekk- ert eitt mál hefur sýnt með jafn skýr- um hætti og Icesave-málið getuleysi, vankunnáttu og vanhæfni íslenzka stjórnkerfisins, stjórnmálamanna, embættismanna og sérfræðinga.“ Ráðherraábyrgð: Geir, Ingibjörg, Jóhanna Lög um ráðherraábyrgð frá 1963 hafa reynst dauður bókstafur. Styrm- ir dregur þó fram efni þessara laga og veltir því upp hvort hugsanlega verði ráðherrar hrunstjórnarinnar dregnir fyrir landsdóm. Samkvæmt lögun- um getur Alþingi eitt staðið að baki ákæru. Eftir b-lið 10. greinar lag- anna er ráðherra sekur „ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrir- sjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þessi sérstak- lega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyr- ir að framkvæma nokkuð það, er af- stýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir“. Í þrettándu grein laganna segir að hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með fram- kvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð er samkvæmt lögunum, skuli dæma hann til að greiða skaðabætur jafn- framt refsingunni. Styrmir tekur sem dæmi að bæði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra og Össur Skarphéðinsson ut- anríkisráðherra gætu talist meðábyrg í aðgerðarleysi sem leitt hafi til þess fjártjóns sem varð í bankahruninu. Átti Davíð að segja af sér? Um ábyrgð eftirlitsstofnana fjallar Styrmir á tveimur blaðsíðum og seg- ir að yfirmenn Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans hafi gert sér glögga grein fyrir því sem var að gerast í bankakerfinu, „þótt forystumenn FME hafi haft fyrirvara á því, hversu alvarlegur vandinn væri.“ Kjarni málsins sé sá að ekki hafi skort þekkingu og vitneskju í Seðla- bankanum og FME en valdheimild- ir hafi skort til að grípa inn í rekstur bankanna. Styrmir segir svo að Dav- íð Oddsson, formaður bankastjórn- ar Seðlabankans, hefði átt þann kost að segja af sér með yfirlýsingu um að ekki hefði verið hlustað á aðvar- anir hans. „Það er hins vegar álita- mál, hvort slík afsögn hefði hreyft við stjórnkerfinu, sem af öðrum ástæðum taldi ekki tímabært að grípa inn í.“ Bjargarleysi FME og Seðla- bankans er varla jafnmikið og Styrmir lýsir. Í 36. grein laga um fjármálafyrirtæki get- ur Fjármálaeftirlitið „bannað stofnun útibús ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun og fjárhagsstaða hlut- aðeigandi fjármálafyrirtækis sé ekki nægilega traust.“ Ljóst er að þessari heimild var ekki beitt um það leyti sem Lands- bankinn stofnaði til innlánsreikn- inga Icesave í Hollandi vorið 2008, löngu eftir að öllum var ljóst hve illa bankinn stæði, eins og lesa má um í bók Styrmis. Fjölmiðlar Í Umsátrinu er kafli um fjölmiðla og ábyrgð þeirra. Dómur Styrmis er neikvæður; „Athugun á fréttaflutn- ingi og umfjöllun íslenzkra fjölmiðla um þessa atburðarás frá því síðla árs 2005 og fram til þessa dags mun leiða í ljós að íslenzkir fjölmiðlar sem heild stóðu ekki undir því hlutverki, sem þeir telja sig gegna í samfélagi okkar. Og þar er Morgunblaðið ekki undanskilið. Hvað veldur?“ Styrmir tekur afstöðu með Davíð og tilraunum hans til þess að setja fjölmiðlalögin árið 2004 og reifar gang mála frá því að málið barst fyrst inn á þing haustið 2003 er Jón Asgeir Jóhannesson keypti Stöð 2 af Jóni Ól- afssyni. „Umræðurnar um fjölmiðlalög- in, bæði á Alþingi og í þjóðfélag- inu almennt, eru glöggt dæmi um þá móðursýki, sem getur gripið um sig í fámennu og lokuðu samfélagi okkar Íslendinga. Eftir bankahrun- ið var spurt: Hvar voru fjölmiðlarn- ir? Á móti má spyrja: Við hverju var að búast eftir það, sem á undan var gengið?“ „Við erum of mikl- ir sveitamenn,“ sagði Björgólfur Guðmunds- son við Styrmi þegar þeir kvöddust fyrir um ári. „Stjórnsýsla okkar réð ekki við þessa út- þenslu.“ „Vafalaust kemur að því, að jafnvægi kemst á mat fólks á verkum Davíðs Oddssonar, umdeildasta stjórnmálamanns þjóðarinnar á síðustu áratug- um. Að það sem hann gerði vel á sínum valda- árum verðu viðurkennt og gagnrýnin verði mál- efnalegri.“ Tilvitnanir í Umsátri Styrmis Gunnarssonar: Davíð Oddsson 56 Geir H. Haarde 41 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 26 Sigurður Einarsson 24 Halldór J. Kristjánsson 16 Jóhanna Sigurðardóttir 13 Össur Skarphéðinsson 10 Hagfræðiprófessorinn. Davíð og Styrmir hafa Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á hornum sér. Þorvaldur Gylfason segir að ásakanir í garð sjóðsins séu til þess að dreifa athygli frá þeim sem bera ábyrgð á hruninu innanlands. Sá hann þetta allt fyrir? Styrmir segir frá því að Davíð Oddsson hafi eftir aðeins tvo mánuði í starfi sem seðla- bankastjóri rætt hættuna á hruni bankanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.