Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 24
Mínir eigin peningar
Mikil, kjánaleg og óþörf umræða hefur spunn-ist um kröfur Svarthöfða og annarra peningap-
úka sem fitnuðu óhóflega á góðræ-
isfjósbitum Landsbankans sem nú
er kominn á hausinn meðal annars
vegna þess hvað við strákarnir vor-
um vitlausir í gróðabrallinu. Kröfur
Svarthöfða eru lögvarðar samkvæmt
samningum sem Svarthöfði gerði til
þess að hafa nú örugglega allt sitt á
þurru ef illa færi og bankanum ber að
gjalda Svartöfða það sem Svarthöfða
ber. Óvíst er þó hvort kröfur Svart-
höfða verði samþykktar en þeir sem
um þessar kröfur véla ættu að hafa
hugfast að Svarthöfði á enn fyrir raf-
hlöðum í geislasverðið sitt.
Þá ættu þeir hinir sömu að hafa hugfast að ríkissjóðir Bret-lands og Hollands munu fá um helming af eignum þrota-
bús Landsbankans. Vill fólk virkilega
bera meira fé í þá sótrafta sem hafa
lagt Íslendinga í einelti bara vegna
þess að félagar Svarthöfða í bankan-
um voru svo tærir í snilli sinni að þeim
tókst að hafa alveg böns af monní af
grunlausum Bretum og Hollending-
um?
Falli Svarthöfði og vinir hans í bankanum frá kröfu sinni mun helmingur þeirra renna til Breta og Hollendinga.
Halló! Er ekki allt í lagi heima hjá ykk-
ur? Finnst ykkur það meika einhvern
sens að þessar óþjóðir fái brotabrot
af peningum borinna og barnfæddra
Íslendinga? Svarthöfði hefur sko ekki
áhuga á því að styrkja þennan skríl
frekar en orðið er og mun sko aldrei
gera það.
Hafið líka í huga að fái Svarthöfði og félagar hans kröfum sínum framgengt mun um helmingur af
kröfum þeirra renna til ríkissjóðs
vegna tekjuskatta og í raun enn meira
ef tekið er tillit til óbeinna skatta. Ís-
land, íslenska ríkið og þegnar þess
munu því græða með mér ef ég fæ
peningana mína þannig að ég er nú
eiginlega að gera ykkur greiða með
því að krefjast þess sem mér ber úr
þrotabúi bankans. Og um leið er ég
að hjálpa okkur öllum að snuða Hol-
lendinga og Breta sem eiga ekkert
gott skilið og allra síst fé.
Þar sem þið, þessi skiln-ingsvana þjóð, eruð samt svo fyrirsjáanleg, hortug, frek og leiðinleg við Svart-
höfða og aðra bankamenn ætla ég
að strá Landsbankagullinu mínu, að
því gefnu að ég fái það þegjandi og
hljóðalaust, yfir fátæka Íslendinga.
Auðvitað að frádregnum sköttum. En
reyniði nú að átta ykkur á að Svart-
höfði er með ykkur í liði og ætlar að
toga þessar milljónir út með töngum
ekki fyrir sig heldur ykkur.
Megi mátturinn vera með mér. Og ykkur líka. Smá.
Sandkorn
n Þau örlög Þórólfs Árnasonar
að vera rekinn frá SKÝRR komu
mörgum á óvart. Þetta er þó
alls ekki í fyrsta sinn sem hann
fýkur. Frægt var þegar hann
var rekinn
frá Tali við
sameining-
una við Ís-
landssíma.
Meðan
hann var að
jafna sig á
því bauðst
honum að
verða borgarstjóri. Vegna olíu-
samráðsins hraktist hann það-
an og varð síðar forstjóri Ice-
landic Group þaðan sem hann
var rekinn. Loks virtist hann
kominn á lygnan sjó hjá SKÝRR
en var rekinn þaðan þrátt fyrir
góðan rekstur. Þórólfur er lík-
lega mest rekni maður Íslands.
n Styrmir Gunnarsson, fyrr-
verandi ritstjóri Moggans, fær
ágæta athygli á bók sína um
hrunið. Sérstaklega vekur at-
hygli sú uppljóstrun hans að
breska fjár-
málaeftir-
litið hótaði
að stöðva
starfsemi
Landsbank-
ans í Bret-
landi í ágúst
á síðasta ári
ef Icesa-
ve-reikningar bankans yrðu
ekki færðir í breskt dótturfé-
lag. Í samhengi við þetta vildu
Björgólfur Guðmundsson og
meðeigendur hans fá 390 millj-
arða króna leynilán. Niðurstað-
an er sú að mörgum mánuð-
um fyrir hrun vissu stjórnvöld
og eigendur Landsbankans að
það stefndi í óefni.
n Hin hliðin á bók Styrmis
Gunnarssonar er sú að í henni
sneiðir hann markvisst hjá
ábyrgð vinar síns, Davíðs Odds-
sonar fyrrverandi seðlabanka-
stjóra, sem
var í lykil-
hlutverki
embættis-
manns áður
en hrunið
varð. Styrm-
ir eyddi
nokkrum
dögum í
Seðlabankanum við hlið Dav-
íðs þegar hann var að byrja á
bókinni. Þetta má merkja af
ritverkinu sem bendir ekki á
ábyrgð Davíðs en gefur rétti-
lega til kynna að ráðherrar fyrri
ríkisstjórnar sé sekir.
n Þokan yfir þætti Davíðs
Oddssonar í hruninu er raunar
í takt við þá stefnu sem Hann-
es Hólmsteinn Gissurarson
og aðrir í innsta hring Dav-
íðs Oddssonar hafa haldið á
lofti. Þar er línan sú að vandi
Íslands hafi byrjað þegar Davíð
lét af völdum. Kenna skuli Geir
Haarde, Árna Mathiesen, Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur og
Björgvin G. Sigurðssyni um
allt hrunið. Á því skal hamrað
til að beina athyglinni frá þeim
sem margir telja að hafi lagt
grunninn að óskapnaðinum.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
elísabet austmann, elisabet@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Við settum því þung-
lyndissjúklinginn í
bandinu í málið,
Snæbjörn „Bibba“
Ragnarsson, og hann
tæklaði þetta með glans.“
Oddur Bjarni, meðlimur hljómsveitarinnar Ljótu
hálfvitanna, um lag sem hljómsveitin ætlar að
gera fyrir UNICEF. - Fréttablaðið
„Þetta er stærsta
tískuvika í
heimi og ég
komst að. Ég
trúi þessu varla.“
Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir, fyrirsæta
og fegurðardrottning, sýnir á tískuvikunni í
Mílanó. - Fréttablaðið
„Ég get ekki verið ánægð
með framkomu hans.“
Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, hálfsystir Björns
Leifssonar eiganda World Class, afneitar litla
bróður sínum. - DV
„Væri nú ekki rétt
að huga að þessu
áður en frum-
varpið verður
samþykkt?“
Sigurður Líndal lagaprófessor veltir fyrir sér
Icesave og stjórnarskránni. - Pressan
Svik Jóhönnu
Leiðari
Í mörg herrans ár talaði Jóhanna Sig-urðardóttir um hvað ríkisstjórnin þyrfti nauðsynlega að gera til að verja hag og rétt einstaklinganna í landinu. Ár eft-
ir ár hamraði hún á ríkisstjórninni að leggja
ætti niður verðtrygginguna. Hún sagði að Ís-
land væri eina OECD-landið sem viðhéldi
verðtryggingu á húsnæðislán. Fyrir 13 árum,
2. nóvember 1996, krafði Jóhanna þáverandi
ríkisstjórn um svör:
„Ríkisstjórnin kemst ekki hjá því að svara
af hverju Ísland, sem býr við svipað efnahags-
umhverfi og þjóðir sem við berum okkur sam-
an við, hafi eitt landa verðtryggingu á lánum
til heimilanna. Og það sem verra er. Ætli að
viðhalda henni. Því verður að breyta.“
Á miðvikudaginn kynnti ríkisstjórn Jó-
hönnu tillögur um skattabreytingar. Með
þeim mun ríkisstjórnin hækka húsnæðislán
landsmanna um 15 til 16 milljarða. Ástæð-
an er verðtryggingin, sem tryggir að ef vörur
verða dýrari hækka húsnæðislánin líka. 20
milljóna króna húsnæðislán hækkar um 260
þúsund, bara vegna þessara skattahækkana.
Í september 2004 var Jóhanna sammála því
sem hún sagði sjálf átta árum fyrr. Hún sagði að
verðtryggingin kæmi verulegum hluta áhættu
yfir á skuldara. Hún sagði að verðtrygging-
in skekkti allar fjárhagsáætlanir heimilanna.
Auk þess væri verðtryggingin tortryggileg í
augum erlendra fjárfesta og gæti torveldað og
komið í veg fyrir erlendar fjárfestingar. „Með
verðtryggingu er vextir nú hér á landi yfir 7%,“
sagði hún og vildi afnema hana. Þar til nýlega
voru vextir hærri en 20 prósent vegna verð-
tryggingarinnar, en samt þagnaði Jóhanna.
Þeir sem fylgst hafa með ferli Jóhönnu og
jafnvel kosið hana til metorða bjuggust við því
að fyrsta verk Jóhönnu eftir að hún varð for-
sætisráðherra væri að afnema verðtrygging-
una. Þess í stað vindur Jóhanna upp á vandann
með greiðslujöfnun, sem lækkar afborganir í
nokkur ár þar til þær verða enn hærri en ella.
Og lánin virðast hækka endalaust, meðal ann-
ars vegna hennar aðgerða. Hún fór þveröfuga
leið. Í stað þess að hlífa hjó hún.
Jóhanna hefur reyndar boðið kjósendum
upp á að sækja vatnið yfir lækinn. Ef við sam-
þykkjum að ganga í Evrópusambandið hverf-
ur verðtryggingin af sjálfu sér. Við þurfum því
að undirgangast afarkosti til þess að losna
undan óréttlátu lánakerfi með himinháum
vöxtum sem tíðkast í ekki í neinu öðru OECD-
landi, hindrar erlendar fjárfestingar og skellir
áhættunni á almenning, eins og Jóhanna hafði
sjálf lýst þessu áður en hún komst til valda.
Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Í stað þess að hlífa hjó hún.
bókStafLega
Heiðarleiki, var það heillin ...
Jafnvel þótt einhver fyrrverandi
bankastarfsmaður líti á sig sem Krist
á krossi og líki sér við Guð almáttug-
an þá hef ég ekki meiri trú á honum
en svo að ég kýs að hundsa allt sem
hann segir og gerir. Hann má mín
vegna rugga sér í velmegunarspiki
eftirlauna. Eins má hann fá arð af öll-
um þeim glæpum sem hann hefur
tekið þátt í. Á endanum verður hann
settur í járn og þá mun réttvísin skáka
heimsku og óheiðarleika.
Jafnvel þótt í ljós komi að Kristur
og Guð hafi báðir aðstoðað blessuð
börnin við að kaupa hlutabréf í fjár-
húsum auðvaldsins, undir eftirliti
betlara og braskara, þá mun ég samt
sem áður fordæma það allt sem gert
var þegar blindfullir stjórnmálamenn
fórnuðu þjóðarhag á altari Mamm-
ons.
Þetta nefni ég hér vegna þess að
niðurstaða þjóðfundar síðustu helg-
ar var fyrst og fremst sú, að hér verð-
ur heiðarleiki að fá byr undir báða
vængi svo okkur megi auðnast að efla
flugþol þjóðarsálarinnar. En heiðar-
leikinn þótti lítilmannlegur í íslensku
þjóðlífi á undangengnum tveim-
ur áratugum eða svo. Ég nefni þetta
einnig vegna þeirrar neikvæðu um-
ræðu sem þingnefnd hefur fengið
síðustu dagana. Við erum að tala um
þingnefnd sem ætlað er að fjalla um
niðurstöður rannsóknarnefndar. Fyr-
irfram hefur stór hluti þjóðarinnar
ályktað sem svo, að nú muni óheiðar-
legt fólk fjalla um þau verk sem óheið-
arlegir menn unnu. Ég held því aftur
á móti fram, að núna sé tími réttlæt-
is og heiðarleika genginn í garð. Við
komumst ekki hjá því að taka afstöðu
með heiðarleika og réttlæti. Græðgin
hefði svosem auðveldlega getað orð-
ið banabiti okkar flestra. Og víst eimir
enn eftir af græðgi og óréttlæti á ýms-
um stöðum í okkar yndislega þjóðfé-
lagi.
Barnalánin og bankaleyndin tröll-
riðu umræðunni hér síðustu vikurn-
ar og svo tók við umræða um bitlinga
í borgarstjórn og einkennilega að-
ferðafræði barnaverndarnefnda. Það
sem umræðuefnin eiga sameigin-
legt er að leynd þarf yfir öllu að hvíla.
Leyndin er í sumum tilvikum lögboð-
in, svo vernda megi hagsmuni ein-
staklinga. En oftast er þó leyndinni
troðið að með þeim hætti að menn
passa að opna ekki umræðu nema
um þau mál sem þeir neyðast til að
upplýsa. Svo er til leynd sem verð-
ur til þegar menn gleyma því að þeir
hafi fengið eina og eina milljón í styrk
undir götóttri hlíf góðærisins. En það
er önnur saga.
Með græðginni í heimi hér
fær hömlur andleg gróska
en Gísli Marteinn greindur er
og glaður einsog ljóska.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Við komumst ekki hjá
því að taka afstöðu
með heiðarleika og
réttlæti.“
SkáLdið Skrifar
24 föstudagur 20. nóvember 2009 umræða