Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 18
18 föstudagur 20. nóvember 2009 helgarblað hann vill. Til að mynda er frægt þeg- ar hann henti Ísafold út úr verslun- um Kaupáss,” segir heimildarmaður- inn en flestum viðmælendum DV ber saman um að ekki sé gott að lenda upp á kant við Jón Helga. „ Hann er svolítill fauti og myndar ákveð- ið hjarðeðli hjá sínu fólki: stemning- in er dálítið þannig að annaðhvort er fólk með honum eða á móti. Þannig er Baugur til dæmis óvinur hans,” segir einn þeirra en Kaupás og Baug- ur hafa meðal annars átt í hatrömmu verðstríði í Krónunni og Bónus. Þessi úlfúð hefur meðal annars orðið til þess að Jón Helgi neitar að auglýsa í miðlum sem fyrrverandi eigendur Baugs og tengdir aðilar eiga, til að mynda í Fréttablaðinu, á Stöð 2 og í DV, en auglýsir þess í stað manna mest í Morgunblaðinu þar sem auglýsingar frá fyrirtækjum hans þekja oft nokkrar blaðsíður. BYKO stökkpallurinn Áður en Jón Helgi keypti hlut Jóns Þórs í BYKO hafði hann keypt syst- ur sínar tvær út úr félaginu. Sam- kvæmt heimildum DV enduðu þau skipti ekki eins vel og viðskipti Jóns Helga og Jóns Þórs og var meðal ann- ars deilt um kaupverðið á hlutum systranna sem þótti nokkuð lágt. Þó fór svo að á endanum var Jón Helgi orðinn eini eigandi BYKO. Þegar þar var komið sögu var Jón Helgi kom- inn með stökkpall til að fara út í frek- ari fjárfestingar en fyrir þennan tíma hafði Jón Helgi unnið í fjölskyldufyr- irtækinu eftir að hafa stundað nám í viðskiptafræðum í Háskóla Íslands. Það er með BYKO-kaupunum sem saga Jóns Helga sem risa í íslensku viðskiptalífi hefst fyrir alvöru. Á árunum 2002 til 2003 kom hann meðal annars að því að kaupa Bún- aðarbankann í S-hópnum svokall- aða. ,,Jón Helgi fer inn í Búnaðar- bankann í gegnum Gildingu. Það var fjárfestingafélag sem hann átti með Þórði Magnússyni, föður Árna Odds Þórðarsonar, sem eru í Eyri Invest í dag ásamt Jóni Helga. Eyrir er svo að- alfjárfestirinn í Össuri og Marel. Jón Helgi átti svo hlut í bankanum alveg þar til hann hrundi í fyrra og jók við sig æ síðan. Þórður og Jón Helgi hafa verið nátengdir í mörg ár og Þórður settist meðal annars í stjórnir Kaup- áss og BYKO,“ segir heimildarmaður DV en ljóst er tengslanet Jóns Helga í viðskiptalífinu liggur mjög víða. Vinslit Jóns Helga og Hannesar Eitt mál tengt Jóni Helga sem ratað hefur í opinbera umræðu eru sam- skipti hans og Hannesar Smárason- ar athafnamanns. Hannes var gift- ur dóttur Jóns Helga, Steinunni, og voru þeir nánir viðskiptafélagar. ,,Jón Helgi og Hannes Smárason voru við- skiptafélagar lengi. Hannes var arki- tektinn að mörgum af þeim dílum sem Jón Helgi gerði,“ segir heimild- armaður DV. Árið 2004 urðu hins vegar dram- atísk vinslit með þeim Jóni Helga og Hannesi eftir að hjónband Hann- esar og dóttur Jóns Helga endaði. Skömmu síðar tók Hannes saman við einkaritara Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar í Baugi. Jón Helgi reiddist Hannesi mjög í kjölfarið. „Jón Helgi lokaði algerlega á Hannes eftir þetta. Jón Helgi vill ekkert kannast við þessi tengsl í dag eða segja frá þeim, með- al annars af því Hannes hefur á sér töffarayfirbragð sem Jón hefur alls ekki, ” segir heimildarmaður DV en hjónaband Jóns Helga með móður Steinunnar leið svo sömuleiðis undir lok skömmu eftir þetta. Áhrifin sem skilnaður Hannes- ar og Steinunnar hafði voru meðal annars þau að Jón Helgi og Hannes þurftu að komast að samkomulagi um ráðstöfun þeirra fjárfestinga sem þeir höfðu verið í saman, meðal ann- ars í Flugleiðum. Lendingin í málinu varð sú að fjárfestingafélag Hannes- ar, Primus, keypti hlut fjárfestingafé- lags Jóns Helga, Straumborgar, í fé- laginu Oddaflugi sem átti rúmlega 32 prósenta hlut í Flugleiðum. Jón Helgi og Kaupþing Eftir að Jón Helgi tók þátt í kaupa Búnaðarbankann með S-hópnum hafði hann greiðari aðgang að láns- fé en áður. Búnaðarbankinn sam- einaðist Kaupþingi á vormánuðum 2003 og byrjaði að stækka gríðar- lega. Smám saman jók Jón Helgi eign sína í hinum sameiginlega banka og var það útrásarfélag viðskiptaveld- is hans, Straumborg, sem hélt utan um eignarhlutinn. „Hans staða inni í Kaupþingi var svo sterk. Hann var með stjórnarmann í bankanum, Brynju Halldórsdóttur. Hún var bara leppur fyrir hann. Frekar en að vera þarna inni sjálfur vildi hann ná fjar- lægð á bankann með þessu,“ segir heimildarmaður DV. Eignarhald Jóns Helga í Kaup- þingi varð svo til þess að hann var einn af stærstu skuldurum bankans þegar hann féll í fyrrahaust en skuld- ir Straumborgar við bankann námu þá 75,1 milljón evra, samkvæmt lánayfirliti Kaupþings sem lak á net- ið í fyrra. Þessi upphæð samsvaraði rúmum tíu milljörðum króna á gengi þess tíma og tæplega 12,8 milljörð- um samkvæmt genginu í lok árs 2008, en heildarskuldir Straumborg- ar námu um 30 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þó svo að Kaupþing hafi að öll- um líkindum verið helsti viðskipta- banki Jóns Helga þá var hann samt, og er, með viðskipti við alla bankana. Hann er með viðskipti við Lands- bankann í gegnum BYKO og svo er hann sjálfur, persónulega, í við- skiptum við Íslandsbanka. „Hann er gríðarlega víða og hefur ítök inn í allt kerfið. Hann er mikill kafbát- ur og mjög vel tengdur. Hans tök á viðskiptalífinu eru mjög sterk,“ segir viðmælandi blaðsins. Útrás Jóns Helga í austur Útrás Jóns Helga tók svo nýja stefnu í ársbyrjun 2006 þegar Straumborg keypti 51 prósents hlut í lettneska bankanum JSC Lateko Banka í höf- uðborginni Riga. Breska tímaritið The Banker valdi hann banka ársins 2005 og var hann á þeim tíma tíundi stærsti bankinn í Lettlandi. Nafn- inu var svo breytt í Norvik Banka skömmu síðar. Um 650 manns vinna í bankanum í Lettlandi sem opnaði svo útibú í Rússlandi. Í lánayfirliti Kaupþings frá 2008 kemur fram að lettneski bankinn skuldaði Kaupþingi 50 milljónir evra í lok september í fyrra, eða sem sam- svaraði um sjö milljörðum króna á þáverandi gengi. Skuld þessi stóð utan við skuldir Straumborgar sjálfr- ar. Skuld lettneska bankans og Stra- umborgar nam því samanlagt um 17 milljörðum króna á þáverandi gengi. Staða Straumborgar í dag er þó þokkaleg miðað við efnahagsþreng- ingarnar en félagið skuldar um 30 milljarða á móti 42 milljarða eignum og tap félagsins nam um 8 milljörð- um króna í fyrra. ,,Staðan þarna úti hjá Jóni Helga er erfið,“ segir einn af heimildarmönnum blaðsins en í ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 kemur fram að Straumborg hafi í lok árs átt í viðræðum við lánardrottna sína um breytingar á lánasamning- um þar sem félagið gæti ekki staðið við þá. Einn heimildarmaður DV úr við- skiptalífinu telur þó að staða Stra- umborgar í ársreikningnum sé orðin miklu verri en hún var um áramótin. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að efnahagsástandið í Lettlandi er mjög bágborið. „Þú getur rétt ímynd- að þér hvernig staða félagsins er í dag. Staðan í Lettlandi er til dæmis alveg skelfileg, alveg skelfileg,“ seg- ir viðmælandinn en Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn gaf það til að mynda út í apríl að ekkert land í heiminum myndi fara eins illa út úr efnahags- þrengingunum á þessu ári og Lett- land. Jón Helgi var því ekki frábrugðinn flestum íslenskum auðmönnum að því leytinu til að hann hafði greiðan aðgang að bönkum innanlands sem utan. Munurinn á honum og þeim, til dæmis Exista-bræðrum, Jóni Ás- geir Jóhannessyni og Björgólfi Guð- mundssyni, var sá að hann tengdist Kaupþingi ekki beint þar sem hann sat ekki í stjórn bankans eða kom að rekstri hans og bankinn sem hann átti meirihluta var í öðru landi. Inn á lyfjamarkaðinn Jón Helgi er með það í burðarliðnum um þessar mundir að færa út kvíarn- ar og fara út í smásölu á lyfjum, sam- kvæmt heimildum DV. Hann mun ætla að setja á laggirnar lyfjaverslan- ir sem munu selja lyf á lægra verði en gengur og gerist í apótekum lands- ins. Lyfin verða innflutt. „Það er búið að vera í undirbúningi að hann fari út í smásölu á lyfjum,“ segir heimild- armaður DV. Jón Helgi er nú þegar eigandi Vist- or, heildverslunar með lyf og lækn- ingavörur, sem hann á með Hregg- viði Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Norðurljósa, í gegnum eignarhalds- félagið Veritas Capital en Jón Helgi er stjórnaformaður þess. Jón Helgi á 25 prósent í Veritas Capital en félag, sem Hreggviður á meirihluta í, á 75 prósent. Hreggviður var í stjórn Ice- landair og var einn af þeim sem gekk út úr félaginu um leið og Jón Helgi. Árið 2002 keypti Hreggviður lyfjafyr- irtækið sem í dag heitir Vistor, sem áður var Íslandsarmur lyfjafyrirtæk- isins Pharmaco og tók Jón Helgi þátt í því með honum. Veritas Capital á einnig lyfjafyrir- tækið Distica en Pharmaco á Íslandi var á sínum tíma skipt upp í Vistor og Distica og sjá fyrirtækin tvö um að- skilda þætti starfsemi fyrirtækjanna. Vistor sér um sölu- og markaðsstarf ásamt lyfjaskráningu á meðan Disti- ca sér um innflutning, vörustjórnun, móttöku pantana og dreifingu til við- skiptavina. Jón Helgi hefur því gott bakland til að opna lyfjaverslanir því hann er nú þegar í lyfjainnflutningi og -dreifingu til smásöluverslana. „Vistor og Disti- ca eru mjög stórir aðilar á lyfjamark- aðnum. Jón Helgi er því líka stór að- ili í innflutningi og dreifingu á lyfjum hér á Íslandi,“ segir heimildarmaður DV. „Hann er með puttana þar líka. Núna ætlar hann svo að færa sig upp á skaftið og fara út í smásöluna líka,“ segir heimildarmaður blaðsins. Jón Helgi lifir af Aðspurðir hvernig þeir meti stöðu Jóns Helga í dag segja heimildar- menn blaðsins að staða hans hér heima sé betri en staða hans úti í Lettlandi og Rússlandi, þar sem Jón Helgi á tvo banka sem kenndir eru við Norvik. ,„Staðan þarna úti er erf- ið. Ástandið hérna heima er þannig að matvaran er að gera það gott fyr- ir hann. Byggingarvaran gengur auð- vitað erfiðlega. En ég held að hann muni lifa þessar efnahagsþrengingar af. Annars skiptir það líka máli hvers konar samkomulag hann hefur gert við viðskiptabankana sína,“ segir heimildarmaður DV. Jón Þór tekur undir þetta. „Ég held að staða hans sé betri en margra annarra. Ég held að hann hafi kom- ið standandi út úr hruninu. Það er eflaust erfitt í smásölunni alls staðar og það er örugglega erfitt hjá honum líka en þó ekki þannig að hann muni ekki lifa þetta af,“ segir Jón Þór. Veldi Jóns Helga í Krónunni gríðarlegt Þeir sem DV ræddi við eru því sam- mála um að staða Jóns sé nokkuð góð í dag miðað við stöðu margra ann- arra. „Þetta er mikið veldi sem hann hefur byggt upp hér á landi. Margar af þeim búðum sem hann á eru mark- aðsleiðandi á sínu sviði: BYKO, ELKO og Intersport auk þess sem Krónan hefur sótt gríðarlega í sig veðrið og hlutdeild hans á matvælamarkaðn- um hefur farið vaxandi. Ég held að herkostnaðurinn úr stríðinu við Bón- us sé að skila sér. Það eru klárlega bara tveir risar á smásölumarkaðn- um, hann og svo Hagar. Þetta er hins vegar staðreynd sem lítið hefur verið haldið á lofti hér á landi. Það þekkir enginn Jón Helga í Krónunni þó svo að fólk viti hver Jón Helgi í BYKO er,“ segir heimildarmaður DV. Einn heimildarmaður DV gengur svo langt að telja að Jón Helgi gæti staðið uppi sem eini risinn á smá- sölumarkaðnum ef stofnendur Haga ná ekki að endurfjármagna félagið og Nýi Kaupþing banki skiptir félag- inu upp. ,,Staða hans hér heima er al- veg gríðarlega sterk. Það er kannski það sem ekki mikið hefur verið rætt um því svo fáir tengja nafn hans við Krónuna, Nóatún og allar hinar búð- irnar. Allt þetta tal um Haga ... Fólk sér ekki heildarmyndina. Hvað gerist ef Högum verður skipt upp? Þá verð- ur Norvik eini risinn á markaðnum,“ segir hann og ljóst er að dagar Jóns Helga Guðmundssonar í íslensku viðskiptalífi eru langt frá því að vera liðnir, þvert á móti gæti mesta góðæri Jóns Helga, þessa lítt þekkta manns á íslenska markaðnum, runnið upp á komandi árum. Ljóst er jafnframt að framtíð Jóns Helga veltur nokkuð á því hvers kon- ar samningum hann nær við lánar- drottna félaga sinna. Að því leyti til er staða hans lík stöðu svo margra ann- arra í íslensku viðskiptalífi þó svo að viðmælendur DV telji að hann komi ekki eins laskaður undan hruninu og flestir aðrir. Byggði á fjölskyldufyrirtækinu Jón Helgi byggði veldi sitt á fjölskyldufyrirtækinu BYKO, sem faðir hans stofnaði við annan mann árið 1962. Eftir að hafa eignast BYKO byrjaði hann að færa út kvíarnar. Hér sést hann með móður sinni og Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, við opnun Krónuverslunar í Lindunum í maí í fyrra. Keppnin við Bónus Jón Helgi hefur í gegnum Krónuna átt í verðstríði við Bónus, búðina sem feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson byggðu upp frá grunni. Keppinautarnir líkjast að því leytinu til að Norvikur- og Hagaveldin voru í upphafi byggð upp í kringum góðan rekstur og velgengni tveggja fjölskyldufyrirtækja, BYKO og Bónus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.