Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 40
40 föstudagur 20. nóvember 2009 helgarblað Benedikt fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp. Hann stundaði sjómennsku og fiskvinnslu á Patreksfirði 1942-’45, var iðnnemi í húsasmíði í Reykjavík 1945-’49 og lauk sveinsprófi í húsa- smíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1949 en meistari hans var Snorri Halldórsson. Benedikt stundaði húsasmíðar í Reykjavík 1949-’54, 1957-’60 og 1965- ’68. Þá starfaði hann að félagsmálum hjá Trésmíðafélagi Reykjavíkur 1954- ’57 og frá 1970 og hjá ASÍ 1960-’65. Hann var forseti ASÍ 1992-’96. Benedikt sat í stjórn Trésmíðafé- lags Reykjavíkur 1953 og 1959-’62 og var formaður þess 1954-’57, sat í mið- stjórn ASÍ 1958-’88, var varamaður eða aðalmaður í stjórn Atvinnuleys- istryggingasjóðs á árunum 1958-’86, var formaður Sambands bygging- armanna 1966-’90, sat í stjórn Líf- eyrissjóðs byggingarmanna frá stofnun 1970, í framkvæmdastjórn Sambands almennra lífeyrissjóða frá stofnun 1973, í bankaráði Iðnað- arbankans 1972-’74 og var formaður bankaráðs Alþýðubankans 1976-’87, sat í miðstjórn Sósíalistaflokksins 1956 og lengst af í miðstjórn og fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins frá stofnun 1968. Í fyrra kom út ævisaga Benedikts, Með seiglunni hefst það, skráð af Hauki Sigurðssyni. Fjölskylda Fyrri kona Benedikts var Guðný Stígsdóttir, f. 24.8. 1928, d. 8.3. 1972, saumakona. Seinni kona Benedikts er Finn- björg Guðmundsdóttir, f. 5.8. 1951, skrifstofumaður. Finnbjörg er dóttir Guðmundar Oddssonar, bónda og verkamanns, og k.h., Elínar Krist- geirsdóttur húsfreyju. Börn Benedikts og Guðnýjar eru Guðríður, f. 2.8. 1950, leikskólakenn- ari í Kópavogi, gift Hagerup Isaks- en rafvirkja og eiga þau fjögur börn; Viggó, f. 28.8. 1951, trésmiður í Garði, kvæntur Diljá Markúsdóttur, starf- ar við umönnun, og eiga þau þrjú börn; Elfa Björk, f. 24.7. 1956, starf- ar við umönnun, búsett í Kópavogi, gift Magnúsi Reyni Ástþórssyni bíl- stjóra og eiga þau fjögur börn; Jóna, f. 18.1. 1962, kennari á Ísafirði, gift Henry Bæringssyni rafvirkja og eiga þau þrjú börn. Börn Benedikts og Finnbjargar eru Stefnir, f. 12.6. 1980, nemi og á hann tvö börn; Birna Eik, f. 6.7. 1982, nemi og á hún fjögur börn. Stjúpsonur Benedikts og sonur Finnbjargar er Guðbergur Egill Eyj- ólfsson, f. 27.11. 1971, nemi og bóndi í Hléskógum í Eyjafirði en kona hans er Birna Kristín Friðriksdóttir kenn- ari og eiga þau þrjú börn. Fóstursonur Benedikts og Finn- bjargar er Kári Walter Margrétarson, f. 9.3. 1992, nemi. Bræður Benedikts eru Ólafur, f. 7.8. 1929, fyrrv. sjómaður í Sandgerði; Dav- íð Jóhannes, f. 21.3. 1933, fyrrv. sund- laugarvörður, búsettur í Kópavogi. Hálfsystkini Benedikts, samfeðra, eru Sigurlína, f. 13.11. 1942, sálfræð- ingur og kennari við HÍ; Guðný, f. 13.2. 1944, húsmóðir í Reykjavík; Höskuldur, f. 1.1. 1948, trésmiður; Hreggviður, f. 8.2. 1953, trésmiður. Foreldrar Benedikts: Davíð Dav- íðsson, f. 21.8. 1903, d. 1981, smiður, sjómaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Patreksfjarðar, síðar oddviti á Sellátrum, og f.k.h., Sigur- lína Benediktsdóttir, f. 8.11. 1900, d. 18.4. 1941, verkakona. Ætt Davíð er sonur Davíðs, smiðs á Geirs- eyri Jónssonar, b. á Geitagili Hjálm- arssonar, b. á Stökkum Sigmunds- sonar, bróður Kristínar, langömmu Sigurvins Einarssonar, fyrrv. alþm. Móðir Davíðs smiðs var Sigríður Bjarnadóttir, b. á Bakka í Tálknafirði Torfasonar, bróður Jóns í Hænuvík, langafa Magnúsar Torfa, fyrrv. ráð- herra, og Gunnars Guðmundssonar, fyrrv. hafnarstjóra. Móðir Davíðs oddvita var Elín Ebenesersdóttir, b. á Vaðli Þórðar- sonar, b. í Haga á Barðaströnd Jóns- sonar. Móðir Ebenesers var Ingibjörg Jónsdóttir, systir Guðmundar, pr. í Ár- nesi, langafa Þórarins Kristjánssonar símritara, föður Leifs tónskálds. Bróðir Sigurlínu er Guðmundur, sjómaður á Patreksfirði, faðir Bene- dikts, fyrrv. siglingamálastjóra. Sig- urlína var dóttir Benedikts, skipstjóra á Patreksfirði Sigurðssonar, bókbind- ara í Botni, bróður Sólveigar, lang- ömmu Guðmundar J. Guðmunds- sonar, fyrrv. formanns Dagsbrúnar. Móðir Sigurlínu var Elín Svein- björnsdóttir, bróður Gísla, föður Gísla á Uppsölum. Jarðarför Benedikts fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 20.11. kl. 15.00. Þórir G. Baldvinsson arkitekt og forstöðumaður Teiknistofu landbúnaðarins Þórir fæddist á Granastöðum í Ljósavatnshreppi. Hann var sonur Baldvins Baldvinsson- ar, bónda og oddvita á Grana- stöðum og Ófeigsstöðum í Kinn og víðar, og Kristínar Jakobínu Jónasdóttur hús- freyju. Þórir lauk gagn- fræða- prófi á Akur- eyri 1922, stundaði nám við MR, við San Franc- isco Polytechnic Highschool í Bandaríkjunum 1923-’25 og nám í arkitektúr við University of California Extension School of Architecture 1924 -’26. Fékk lömunarveiki of var frá störf- um til 1928 og tók ekki lokapróf. Þórir sneri heim til Íslands árið 1930. Hann vann ýmis verk í samstarfi við Arne Hoff-Möller, danskan arkitekt sem starfaði hér á landi um árabil. Eiginkona Þóris var Borg- hildur Jónsdóttir húsmóð- ir. Fædd 3.4 1912 á Stokkseyri. Börn þeirra: Hrafn, fæddur 10.6 1935 og Svala, fædd 28.7 1945. Systkyn Þóris voru Baldur, bóndi og oddviti á Ófeigsstöðum, fæddur 8.4 1898, Sigrún, fædd 18.9 1907 og Hulda fædd 15.5 1910. Þórir starfaði á Teiknistofu landbúnaðarins í tæp fjörutíu ár, frá 1930, og var forstöðu- maður hennar frá 1937. Um 1930 var Þórir, ásamt Gunnlaugi Halldórssyni, Bárði Ísleifssyni og Ágústi Pálssyni, helsti boð- beri nýrrar róttækrar stefnu í byggingarlist, funksjónalismans. Þetta má gleggst sjá á húsum sem hann teiknaði, s.s. húsi Vil- mundar Jónssonar, Ingólfsstræti 14, og Samvinnubústöðunum við austanverða Hringbraut, norðan Bræðraborgarstígs. Síð- an átti funksjónalismi íslensku arkitektanna eftir að veðrast og aðlagast íslenskum aðstæðum og hafa umtalsverð áhrif á þróun byggingarlistar hér á landi. Meðal annarra verka Þóris eru Alþýðuhúsið við Hverfis- götu, Laugavegur 162, Mjólk- ursamsöluhúsið, Kaupfélag Árnesinga, Selfossi, og önnur verslunarhús víða um land auk fjölmargra íbúðarhúsa víðs veg- ar um landið. Þórir hafði svo ekki síður um- talsverð áhrif á íslenska bygg- ingarlist á öldinni með teikn- ingum sínum af mannvirkjum íslenskra sveitabýla. Hann var auk þess prýðilegur rithöfund- ur, skrifaði ýmislegt um bygg- ingarlist hér á landi og samdi smásögur og ljóð sem birt voru í blöðum og tímaritum undir dulnefninu Kolbeinn frá Strönd. Þórir var ritstjóri tímaritsins Dvalar á árunum 1940 til 1942 og flutti erindi um byggingamál í útvarp. minning Benedikt Davíðsson fyrrv. forseti asÍ merkir Íslendingar Haraldur fæddist á Sól- bakka við Önundarfjörð og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1940, B.Sc.-prófi í efnaverkfræði frá Uni- versity of Illinois í Ur- bana í Bandaríkjunum 1944, M.Sc.-prófi þaðan 1945, fór fræðsluferð á vegum Marshall-aðstoð- ar um Bandaríkin 1952 og fræðsluferð á vegum UNIDO um Austur-Evrópu og Sovét- ríkin til að kynnast perlusteinsfram- leiðslu 1972, dvaldi við nám í Kaup- mannahöfn og í Þýskalandi 1973 og á Ítalíu 1974. Haraldur var verk- fræðingur við iðnaðar- deild Atvinnudeildar HÍ 1946-’60, framkvæmda- stjóri Vikurfélagsins hf. 1960-’61, ráðgjafar- verkfræðingur 1961-’64, deildarstjóri byggingar- deildar Atvinnudeild- ar HÍ 1965 og forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins frá stofnun 1965-’85 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Haraldur var formaður Félags ís- lenskra efnafræðinga 1948-’49 og um skeið frá 1951, í stjórn Verkfræðinga- félags Íslands 1953-’55, formaður Stéttarfélags verkfræðinga 1957-’58, sat í Rannsóknarráði ríkisins 1965- ’83, í framkvæmdanefnd þess 1972- ’83 og var formaður hennar frá 1978, í stjórn Byggingarþjónustunnar frá 1979, í stjórnum NBS og Nordrest frá myndun þeirra og til 1985 og formað- ur undirbúningsnefndar og ritnefnd- ar Verkfræðingatals 1993-’96. Haraldur var sæmdur riddara- krossi fálkaorðunnar 1985, gullmerki Verkfræðingafélags Íslands 1986 og viðurkenningu Rannsóknarráðs 1987, var heiðursfélagi Steinsteypu- félags Íslands frá 1981 og Verkfræð- ingafélags Íslands frá 1992. Fjölskylda Haraldur kvæntist 26.10. 1947 Hall- dóru Einarsdóttur, f. 13.6. 1924, d. 10.8. 2007, hússtjórnarkennara. Hún var dóttir Einars Guðfinns- sonar, útgerðarmanns og forstjóra í Bolungarvík, og k.h., Elísabetar Hjaltadóttur húsmóður. Börn Haralds og Halldóru eru Elísabet, f. 18.6. 1949, mag. art. og leirlistarkona á Hvanneyri, gift Gunnari Erni Guðmundssyni, héraðsdýralækni í Borgarfirði, og eru börn þeirra þrjú og eitt barna- barn; Ragnheiður, f. 27.1. 1951, MS í hjúkrunarfræði og sviðs- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, gift Hallgrími Guðjónssyni melt- ingarsérfræðingi og eiga þau fjög- ur börn og sjö barnabörn; Ásgeir, f. 20.5. 1956, próf. dr. med., for- stöðulæknir Barnaspítala Hrings- ins, kvæntur Hildigunni Gunn- arsdóttur, grafískum hönnuði, og eiga þau saman tvö börn auk þess sem Ásgeir á dóttur frá því áður og eitt barnabarn; Einar Kristján, f. 26.1. 1964, byggingartæknifræð- ingur hjá Fasteignum ríkissjóðs, kvæntur Helgu Hallgrímsdótt- ur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Systkini Haralds: Torfi, f. 10.8. 1910, nú látinn, bankastarfsmaður í Reykjavík; Ragnar, f. 13.12. 1911, nú látinn, héraðslæknir á Ísafirði; Eiríkur, f. 9.1. 1913, d. 18.6. 1921; María, f. 30.1. 1916, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík; Önundur, f. 14.8. 1920, lögfræðingur, við- skiptafræðingur og fyrrv. forstjóri í Reykjavík; Sigríður Hanna, f. 13.10. 1923, fyrrv. bankastarfsmaður í Reykjavík; Ásgeir, f. 17.2. 1927, nú látinn, lyfjafræðingur á Ísafirði. Foreldrar Haralds voru Ásgeir Torfason, f. 13.12. 1877, d. 1.5. 1955, skipstjóri á Sólbakka við Ön- undarfjörð, og k. h., Ragnheiður Eiríksdóttir, f. 22.5. 1891, d. 13.10. 1991, húsmóðir. Ætt Ásgeir var sonur Torfa, skipstjóra á þilskipinu Boga Halldórssyni, b. í Arnarnesi, Torfasonar, b. þar, Mála-Snæbjörnssonar Pálssonar. Móðir Torfa Halldórssonar var Svanfríður Jónsdóttir, b. á Fjalla- Skaga. Móðir Ásgeirs var María Júlía Össurardóttir, skipstjóra á Bæ í Súgandafirði. Ragnheiður var dóttir Eiríks, b. á Sæbóli á Ingjaldssandi, Sigmunds- sonar og Sigríðar Jónsdóttur. Útförin verður gerð frá Nes- kirkju, föstudaginn 20.11. og hefst athöfnin kl. 11.00. andlát Haraldur Ásgeirsson verkfræðingur og fyrrv. forstjóri rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins Fæddur 3.5. 1927 – dáinn 13.11. 2009 Benedikt Davíðsson - eftirmæli Steingrímur J. Sigúfsson, fjármálaráðherra „Við kölluðum hann alltaf Benna Davíðs. Við vorum saman í Al- þýðuflokknum og svo var hann náttúrulega stuðningsmaður vinstri-grænna. Benni tók heiðurs- sæti á lista hjá okkur og lagði okk- ur lið. Hann var alltaf mjög yfir- vegaður og prúður en rökfastur og skarpgreindur, bara með traustari og heiðarlegri mönnum sem mað- ur hefur nokkurn tíma kynnst. Ég veit ekki betur en hann hafi alls staðar getið sér gott orð, hvar sem hann var, bæði í verkalýðs- og fé- lagsmálastarfi. Hann var náttúru- lega mjög virkur í verkalýðshreyf- ingunni og svo líka í sambandi eldri borgara þar sem hann var bæði formaður og framkvæmda- stjóri. Benni var sérstaklega fylg- inn sér en mjög prúðmannlegur í framgöngu og sanngjarn. Hann bjó yfir mikilli þekkingu um lífeyr- ismál, í því var hann algjör fróð- leiksbrunnur. Það var virkilega gott að geta leitað til hans því hann var mjög ráðhollur og það nýtti ég mér. Við áttum gott samband. Fé- lagslega var ég nú ekki mikið í kringum hann en hann átti börn með seinni konu sinni og stóð því í barnauppeldi fram eftir aldri. Þrátt fyrir það var Benni alltaf ungur og hress. Ég upplifði Benedikt aldrei sem gamlan mann þó hann næði 82 ára aldri. Hann var alltaf starf- samur og fylginn sér og andlega mjög ern til hinstu stundar eftir því sem ég best veit.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.