Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 44
Paul John Knowles Paul John Knowles fæddist 1946 og var handtekinn í fyrsta skipti átján ára að aldri. Í kjölfarið eyddi hann um sex mán- uðum af hverju ári á bak við lás og slá fyrir hin ýmsu brot. Hann afplánaði dóm í Raiford-fangelsinu í Flórída þegar hann hóf bréfaskriftir við Angelu Cocic, fráskilda konu frá Kaliforníu. Angela heimsótti Knowles í fangelsið og áður en yfir lauk hafði hún samþykkt að giftast honum og einnig pungað út nægu fé til að lögfræðingur gæti náð honum úr fangelsi. Angela fékk bakþanka og lét sig hverfa. Að eigin sögn myrti Knowles í kjöl- farið þrjár manneskjur á götum San Francisco. Lesið um Paul John Knowles í næsta helgarblaði DV. Hommabaninn Colin Ireland vildi verða raðmorðingi og hafði lesið að til að öðlast þann titil yrði að myrða að minnsta kosti fimm manns. Ireland fann fórnarlömb sín á krá fyrir samkynhneigða karlmenn í vesturhluta Lundúna. Þrátt fyrir að gæta ítrustu varúðar og hreinsa vel eftir sig að morði loknu yfirsást Ireland eitt lítið smáatriði. „Hommabaninn“ Colin Ireland fékk nafngift sína fyrir þær sakir að fórnarlömb hans voru öll sam- kynhneigðir karlmenn. Í ársbyrj- un 1993, þá 39 ára að aldri, sór Ir- eland eins konar nýársheit og hét því að gerast raðmorðingi. Fyrir hafði hann komist í kast við lögin vegna innbrota og rána, en ákvað að færa út kvíarnar. Þegar þar var komið sögu bjó Ireland í Sout- hend á Englandi en leitaði fórnar- lambanna í Lundúnum, nánar til tekið á Coleherne-kránni sem var samkomustaður samkynhneigðra karlmanna í vesturhluta Lundúna. Coleherne-kráin var þekkt sem staður þar sem karlmenn leituðu rekkjunauta af sama kyni og skört- uðu vasaklútum í hinum ýmsu lit- um sem gáfu til kynna sérstakar óskir þeirra. Fyrir einhverjar sakir leitaði Ireland fórnarlamba sinna í hópi þeirra sem vildu vera undir- gefnir og höfðu áhuga á pyntinga- og kvalalosta. Sú blanda gerði Ire- land hægara um vik við að fjötra fórnarlömbin með þeim hætti að þau töldu að um kynlífsleik væri að ræða. Vel búinn til morðs Colin Ireland hafði verið kvænt- ur og síðar hélt hann því fram að hann væri gagnkynhneigður og að hann hefði einungis þóst vera sam- kynhneigður til að geta vingast við hugsanleg fórnarlömb. Hvort sem það er rétt eður ei hefur ekki feng- ist staðfest hvort hvatinn að morð- unum hafi tengst kynlífi. Colin Ireland var ávallt vel und- irbúinn og við hvert morð hafði hann í fórum sínum nauðsynlegan útbúnað til verksins; reipi, hand- járn og föt til skiptanna. Að morði loknu þreif hann morðstaðinn vandlega og gætti þess að hvorki yrði mögulegt að finna tangur né tetur sem tengt gæti hann við glæp- inn. Einnig dvaldi hann í íbúðinni til morguns með það fyrir augum að vekja ekki grunsemdir með því að yfirgefa hana um miðja nótt. Tilkynnir sjálfur um morðið Fyrsta fórnarlamb Irelands var Walker, 45 ára danshöfundur, sem hafði boðið Ireland heim til sín í Battersea. Heim kominn var Walk- er fjötraður og að lokum kæfður með plastpoka. Ireland stillti upp tveimur leikfangaböngsum í kyn- ferðislegum stellingum á líki Walk- ers. Hunda Walkers hafði Ireland lokað inni í öðru herbergi. Daginn eftir beið Colin Ire- land óþreyjufullur eftir fréttum af morðinu, en þær létu bíða eftir sér. Á endanum hafði Ireland sjálfur samband við stuðningssamtökin Samaritans og blaðamann frá The Sun og tilkynnti þeim um hunda Walkers og að hann hefði drepið húsbónda hundanna. Þrjátíu og sjö ára bókasafns- fræðingur, Dunn að nafni, féll næst fyrir hendi Irelands. Í fyrstu var talið að um slys væri að ræða og að Dunn hefði dáið í kynlífsleik sem fór úr böndunum. Að auki bjó Dunn ekki á sama svæði og Walker, aðrir rannsóknarlögreglumenn rannsökuðu málið og því var dauði bókasafnsfræðingsins ekki tengd- ur morðinu á Walker. Fjötrar nauðsynlegir Colin Ireland hitti þriðja fórn- arlamb sitt, Perry Bradley III, á Coleherne-kránni. Bradley bjó í Kensington og var sonur áber- andi stjórnmálamanns frá Texas í Bandaríkjunum. Þegar þeir komu heim til Bradleys hljóp snurða á þráðinn því Bradley var ekki ginnkeyptur fyrir pyntinga- og kvalalostaleikj- um og nú voru góð ráð dýr. Ireland greip til þess ráðs að segja að hann væri ófær um að stunda kynlíf án þess að fjötrar kæmu við sögu. Bradley gaf eft- ir með semingi og fyrr en varði lá hann eins og bandingi í eigin rúmi. Ireland sagði Bradley að hann væri einungis þjófur og krafðist peninga af honum og fékk með hótunum uppgefið leyninúmer og aðrar bankaupplýsingar. Á tíma- bili hvarflaði að Ireland að eira Bradley, en hann hvarf frá þeirri hugmynd og herti að snöru sem hann hafði komið fyrir um háls hans. Áður en hann yfirgaf íbúðina setti hann dúkku á lík Bradleys. Engin fjölmiðlafrægð Ekki liðu nema þrír dagar þar til Ireland myrti á ný, enda var hann reiður því þrátt fyrir þrjú morð hafði hann ekki uppskorið þá fjöl- miðlafrægð sem hann taldi sig eiga skilið. Á Coleherne-kránni hitti Ireland Andrew Collier, 33 ára hús- vörð, og fóru þeir saman heim til Colliers í Dalston. Rétt eftir að þeir komu heim til Colliers urðu þeir varir við ólæti fyrir utan og fóru báðir út í glugga til að sjá hvað um væri að vera. Þá greip Ireland um járnstöng sem lá þvert fyrir gluggann. Hann gleymdi að þrífa stöngina og á henni fann lögreglan síðar fingraför hans. Þegar Ireland hafði fjötrað Collier krafðist hann upplýsinga um bankaeikninga, bankakort og leyninúmer, en Collier varð ekki við kröfunni. Ireland brást hinn versti við og hengdi kött Colliers fyrir framan hann og gerði síðan slíkt hið sama við Collier. Að því loknu setti Ireland smokk á getn- aðarlim Colliers og kom síðan fyr- ir í munni kattarins, rófu kattarins stakk hann upp í Collier. Einn- ig stakk hann smokki upp í munn Colliers, en slíkt hið sama hafði hann gert við Walker og hugsaði það sem vísbendingu til lögregl- unnar. Í morgunsárið yfirgaf Ire- land íbúðina með þau 70 sterlings- pund sem hann hafði haft upp úr krafsinu. Fimm fórnarlömb nauðsynleg Einhvers staðar hafði Ireland les- ið að morðingi þyrfti fimm fórn- arlömb til að teljast raðmorðingi og fyrir valinu varð írskur kokkur, Emanuel Spiteri. Líkt og áður fór Ireland heim til fórnarlambsins og þar féllst Spiteri á að vera fjötraður og handjárnaður. Ireland hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann krafðist upplýs- inga um bankareikninga Spiteris og viðhafði því engar málalenging- ar og herti snöru að hálsi fimmta fórnarlambs síns og var þar með orðinn raðmorðingi. Ireland hreinsaði íbúðina líkt og áður, en bar síðan eld að henni og yfirgaf vettvanginn. Síðar hringdi hann í lögregluna og sagði henni að hún myndi finna lík á staðn- um og hnykkti út með því að hann myndi sennilega ekki myrða á ný. Fingraför fella Ireland Lögreglunni tókst um síðir að tengja morðin fimm og við rann- sókn á morðinu á Spiteri kom í ljós að Ireland hafði verið honum sam- ferða heim og sýndu upptökur þá saman á lestarstöðinni við Charing Cross. Þegar Ireland varð þetta ljóst hafði hann samband við lögregl- una og staðfesti að hann væri mað- urinn sem var með Spiteri, en full- yrti að hann hefði yfirgefið Spiteri sem þá hefði verið í félagsskap þriðja manns í íbúð sinni. Það sem Colin Ireland ekki vissi var að lögreglan hafði fingraför hans sem hann hafði skilið eftir á gluggastöng í íbúð Colliers. Auðveld fórnarlömb Ireland var ákærður fyrir morðið á Collier og Spiteri, og játaði hin þrjú á sig á meðan hann beið réttar- haldanna í fangelsi. Að eigin sögn var ástæða morðanna ekki sú að hann hefði eitthvað á móti sam- kynhneigðum karlmönnum, þeir hefðu orðið fyrir valinu því þeir væru auðveldustu skotmörkin. Ireland sagðist hafa rænt þá sem hann myrti til að fjármagna frekari morð því hann hefði verið atvinnu- laus á þeim tíma og það kostaði sitt að ferðast til og frá Lundúnum í leit að fórnarlömbum. Colin Ireland var dæmdur til lífstíðarfangelsis fyrir hvert morð og játaði sök sína í öllum ákæru- atriðum. Dómurinn var kveðinn upp 22. desember 1993 og er Col- in Ireland einn örfárra manna sem ólíklegt er að nokkurn tímann fái reynslulausn. UmSJón: KoLbeinn þoRSteinSSon, kolbeinn@dv.is 44 föstudagur 20. nóvember 2009 saKamál BakkaBræður fyrir Börnin Öllum börnum er nauðsynlegt að kynnast þessum óborganlegu bræðrum sem svo rækilega hafa greypt sig inn í þjóðarvitund Íslendinga. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Ireland brást hinn versti við og hengdi kött Colliers, fyrir framan hann, og gerði síðan slíkt hið sama við Collier. Fjötrar, sviðsett mynd Fórnarlömb irelands voru af svipuðum toga. Mynd PhoTos.CoM Coleherne-kráin Fórnarlömbin sóttu krána, en hún heyrir nú sögunni til. hommabaninn Colin ireland sór undarlegt nýársheit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.