Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 29
úr því.“ Hitt parið leika svo Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir og Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson en Sveinn lék ásamt Dóru í Hamrinum sem sýndur var í Sjónvarpinu fyrir skömmu. Öðruvísi samband Það er Heiðar Sumarliðason sem skrifaði verkið en þetta er hans fyrsta verk. Heiðar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd frá Listaháskólanum í fyrra. „Heiðar er upprennandi leik- skáld. Þetta er mjög flottur texti hjá honum og vonandi á maður eftir að sjá meira frá honum á næstu árum.“ Það er ekki á hverjum degi sem kærustupar leikur par á sviði en Jör- undur segir það lítið hafa vafist fyrir honum og Dóru. „Við höfum unnið það mikið saman í gegnum tíðina að þetta var ekkert nýtt fyrir okkur. Við vorum saman í skólanum og þekkj- um hvort annað svo vel.“ Jörundur segist ekki viss um hvort samband þeirra hafi hjálpað þeim á sviði eða ekki. „Enda er það svo sem ekkert mjög eftirsóknarvert því það samband er allt öðruvísi en það sem við eigum í. Eða það vona ég alla- vega,“ segir Jörundur og hlær en bæt- ir við að samstarfið hafi gengið mjög vel og að það sé fyrir öllu. Gott að geta farið heim Jörundur hefur eins og alþjóð veit gert það gott í þáttunum Nætur-, Dag- og Fangavaktinni. Þættirnir hafa verið hver öðrum vinsælli og Fangavaktin er að margra mati besta þáttaröðin hingað til. Jörundur er einnig á þeirri skoðun. „Ég er ekki frá því að þetta séu best heppnuðu þættirnir hingað til. Ekki síst út af öllum þeim frábæru nýju karakterum sem voru í þáttun- um. Mikið af frábærum leikurum þar á ferð að gera góða hluti.“ Það var Jörundi nokkuð áhuga- verð og lærdómsrík reynsla að taka upp sjónvarpsþátt á Litla-Hrauni. „Það var sérstök reynsla og maður var feginn að geta farið út á hverj- um degi þegar tökum lauk. Þetta er ekki staður sem ég myndi vilja eyða miklum tíma á.“ Jörundur segir það hafa verið áhugavert að tala við bæði fanga og fangaverði í undirbúningi þáttanna. „Það var lærdómsríkt að kynnast þessu lífi og hvernig hlutirn- ir ganga fyrir sig á svona stað.“ Að næra aumingjann Persóna Jörundar í þáttunum, Daní- el, hefur verið þekkt fyrir að láta flest yfir sig ganga. Ekki hvað síst í Fanga- vaktinni þar sem samfangar Daníels gerðu í því að leggja hann í einelti og blekkja. Jörundur segir það hafa tek- ið á að leika svo mikinn aumingja. „Það tekur á að vera alltaf svona mik- ið fórnarlamb. Maður verður að næra vissa hlið á sér, næra aumingjann í sér, til þess að geta leikið þetta.“ Í sumar var Jörundur meira að segja farinn að óttast að þessir veik- leikar Daníels væru farnir að hafa varanleg áhrif á hann. „Ég var farinn að halda að maður yrði bara að aum- ingja með því að leika alltaf svona aumingja,“ enda segist Jörundur hafa haft sterka þörf fyrir að ráða ferðinni utan vinnu meðan á upptökum stóð. „Svona til þess að sannfæra mig um að ég væri enn sjálfstæð persóna,“ segir hann léttur. Bjarnfreðarson lokahnykkurinn Annan í jólum verður frumsýnd myndin Bjarnfreðarson en þar verða ævintýri þeirra Daníels, Georgs og Ólafs Ragnars endanlega gerð upp. „Þetta er lokakaflinn hjá þeim öllum þó svo að sagan gangi að mestu leyti í gegnum Georg.“ Þegar Fangavaktinni lauk hafði Ólafi verið sleppt úr fangelsinu en Georg virtist vera að átta sig á því hvað hafði gerst og að hann væri kominn inn á Litla-Hraun til að vera. „Myndin gerist fjórum árum eft- ir Fangavaktina. Þá losnar Georg úr fangelsi og hittir vini sína.“ Jörundur segist viss um að Bjarn- freðarson sé lokahnykkurinn á sögu þeirra félaga þó svo að það hafi áður verið sagt að meira efni yrði ekki gert. „Núna er ég alveg viss um að við séum búnir að klára þetta. Það er ljúfsárt. Það er gaman að fá að fara svona langan veg með sömu per- sónuna og ekki oft sem maður fær tækifæri til þess. En það er líka gott að klára þetta og einbeita sér að ein- hverju öðru.“ Skrifar og leikur Eins og áður kom fram er Jörund- ur nú á meðal þeirra leikara sem fastráðnir eru hjá Borgarleikhús- inu. „Þannig að ég verð þar allavega næstu tvö árin,“ segir hann um hvað sé fram undan hjá sér. Jörundur ein- beitir sér þó ekki bara að leiklistinni því hann er einnig að skrifa og hef- ur ekki síður áhuga á því. „Það er nú ekki tímabært að segja frá því um hvað það er en ég hef mikinn áhuga á að skrifa líka. Maður fékk að kynnast því í gegnum Vaktirnar þar sem við skrifuðum handritið allir saman. Svo er það bara Bjarnfreðarson um jólin,“ segir Jörundur að lokum. asgeir@dv.is m æ li r m eð ... ... Milli trjánnA eftir Gyrði elíASSon Tvímælalaust eitt af hans bestu verkum til þessa. ... á MAnnAMáli Nauðsynleg lesning öllum sem eiga dóttur, mömmu, frænku eða systur. ... AtvinnuMÖnnunuM okkAr Jólapakki sem getur ekki klikkað fyrir hvaða íþrótta- haus sem er. ... Hyldýpi eftir Stefán MánA Öll bestu höfund- areinkenni Stefáns Mána njóta sín í botn. ... deSeMBer Raunsæ og vel útfærð. ... reyndu Aftur – æviSÖGu MAGnúS- Ar eiríkSSonAr Fróðleg, skemmtileg og átakanleg frásögn goðsagnar. fókus 20. nóvember 2009 föstudagur 29 Frumsýning á nýju íslensku verki á Litla sviði Borgarleikhússins: Trúðasýningin Jesús litli föstudagur n veðurguðir á Spot Á föstudagskvöldið verður heldur betur stuð á hinum glæsilega skemmtistað Spot í Kópavogi. Stuðpinnarnir í Veðurguðunum með Ingó í fararbroddi leika fyrir dansi en það er alltaf fjör þegar þeir mæta á svæðið. n Hjörvar og lára í Bæjarbíói Tónlistarfólkið Hjörvar, Koi og Lára Rúnarsdóttir halda tónleika í Bæjar- bíói í Hafnarfirði á föstudagskvöldið. Lára er nýbúin að gefa út plötu en það er hennar þriðja breiðskífa. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og kostar 1000 krónur inn. n Greifarnir á Glóðinni Greifarnir munu á föstudagskvöld- ið spila á Glóðinni í Reykjanesbæ en þeir hafa ekki spilað á Suðurnesjum í um 10 ár. Ekki spurning að það verður gaman að rifja upp gömul kynni við Suðurnesjamenn. n Silver á players Silfur mætir galvösk á Players í Kópavogi næsta föstudag og ætlar að hrista fram úr erminni mikið stuð og ætti fólk ekki að vera í vandræðum með að taka sporið með þessari frábæru stuðhljómsveit. laugardagur n Skímó á nasa Skítamórall verður með stórdansleik á Nasa á laugardagskvöldið og er nokkuð ljóst að dansað verður fram á nótt. Þetta verður ekta Skímó-partí en það hefst klukkan 23:59 og kostar 1500 krónur inn. n GusGus í Sjallanum Ein allra besta hljómsveit landsins, GusGus, verður með tónleika ásamt Oculus og Sexy Lazer í Sjallanum á Akureyri á laugardagskvöldið. Tónleikarnir hefjast á miðnætti en miðinn kostar 1500 krónur. n Sara kelly í fíladelfíu Söngkonan Sara Kelly sem hefur tvisvar verið útnefnd til Grammy- verðlauna syngur í Fíladelfíu á laugardagskvöldið. Miðinn kostar 3000 krónur en gildir sem aðgöngu- miði í eftirpartí í glæsilegum veislusal á Skarfabakka. Athugið að ölvun ógildir miðann. n ibiza-partí Agent.is, Trans-Atlantic, Mastercard og Flass 104,5 taka höndum saman á laugardaginn og ætla að halda eitt allra flottasta partí ársins. Í partínu sem verður með Ibiza-þema spila plötusnúðarnir Sindri BM, Joey D og Óli Geir. Ekki kostar nema 999 krónur inn. Hvað er að GERAST? Jesús litli eftir þau Benedikt Erlings- son, Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geirharðsdóttur og Kristjönu Stef- ánsdóttur er glænýtt íslenskt leik- rit sem frumsýnt verður á Litla sviði Borgarleikhússins. Hópurinn hefur tekið ekki minna bókmenntaverk en Biblíuna og brýtur sjálft jólaguð- spjallið til mergjar. Þau segja sög- una á bak við guðspjallið séð með augum nútímans og með tilliti til tvö þúsund ára sögutúlkunar. Verk- ið er fyndið en um leið mikil harms- aga móður sem er þvinguð til að ala barn í stríðshrjáðu landi. Benedikt Erlingsson leikstýrir hópnum og semur Kristjana Stefánsdóttir tón- list við verkið ásamt því að leika í því. Í Jesú litla „nálgast höfundarn- ir jólaguðspjallið úr algerlega nýrri átt og gera söguna að sinni“, eins og segir í kynningartexta. Það eru trúð- arnir einlægu en sannsöglu sem sumir þekkja úr Dauðasyndunum sem sýndar voru í Borgarleikhús- inu á síðasta leikári, þau Barbara og Úlfar, sem standa fyrir þessari nýju túlkun með nýjum liðsstyrk. Þau hafa fengið trúðinn Bellu, sem Kristjana leikur, og leikstjór- ann Benedikt Erlingsson í hópinn. Saman kryfja þau jólaguðspjallið og skoða hvað liggur á bak við sög- una um fæðingu frelsarans. Á kirkj- an einkarétt á Jesú eða kannski bara leikhúsið? Af hverju er fimmta guð- spjallið um fæðingu frelsarans ekki prentað? Og hvers vegna fæðir kona barn í stríðshrjáðu landi þar sem keisarinn hefur fyrirskipað barna- morð? jesús litli Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson í hlutverkum sínum. Óttaðist að breytast í aumingja jörundur og dóra Í sýningunni Rautt brennur fyrir sem frumsýnd var í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.