Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 28
um helgina
Tónleikadiskur og laTínsafn
Útgáfufyrirtækið Blánótt hefur sent frá sér tvær útgáfur með tónlist
Tómasar R. Einarssonar, tónleikadiskinn Live! og latínsafnið Reykjavík-
Havana en það inniheldur diskana Kúbanska, Havana, Romm Tomm
Tomm og Live! Latínplötur Tómasar hafa notið mikilla vinsælda
hérlendis og selst samtals í meira en átta þúsund eintökum. Live! hefur
að geyma níu lög frá tónleikum í Reykjavík, Moskvu og Havana.
rás 2 gefur rúm
Keppnin um jólalag Rásar 2 er haf-
in. Keppni þessi hefur slegið í gegn
undanfarin ár, enda mikið lagt í
hana. Rásarmenn setja aðeins eitt
skilyrði. Lagið verður að vera sungið
á íslensku. Eru bestu lögin sigtuð út
og geta hlustendur síðan kosið um
hvert þeirra vinnur. Hægt verður að
kjósa á Popplandssíðunni. Síðasti
skiladagur er 1. desember þannig
nú er um að gera fyrir upprennandi
textasmiði að semja texta við gott
og grípandi jólalag. Verðlaunin eru
ekki af verri endanum, þrjú hundruð
þúsund króna rúm frá Rekkjunni og
hundrað þúsund króna gjafabréf í
Krónunni.
síðusTu skáld-
sögur laxness
Haukur Ingvarsson verður gest-
ur Gljúfrasteins á sunnudaginn
klukkan 16. Hann mun halda
erindi um Skáldatíma (1963) og
í framhaldinu verða umræður
þar sem einnig verður vikið að
skáldsögunum Kristnihald undir
Jökli (1968), Innansveitarkroniku
(1970) og Guðsgjafaþulu (1972).
Haukur mun fjalla um þessar
skáldsögur út frá nýrri rannsókn
sinni sem kemur út í bókinni
Andlitsdrættir samtíðarinnar -
Síðustu skáldsögur Halldórs Lax-
ness, en hún er nýtt verk í ritröð-
inni Íslensk menning. Jón Karl
Helgason mun einnig ræða við
Hauk um verkin og hvetja gesti til
að taka þátt í spjallinu í stofunni
á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er
500 krónur.
lögin þróuð á
nærbuxunum
Önnur plata hljómsveitarinn-
ar Hjaltalín kemur í verslanir á
mánudaginn en forsala verður um
helgina í Havarí í Austurstræti og á
gogoyoko.com. Gripurinn nefnist
Terminal og er ætlað að fylgja eftir
frumburði sveitarinnar, Sleepdrunk
Seasons. Hljómsveitin eyddi stórum
hluta ársins inni í Hljóðrita í Hafn-
arfirði við vinnslu plötunnar ásamt
Sigga og Kidda úr Hjálmum. Á öllum
þessum þeytingi gaf sveitin sér þó
tíma til að semja og þróa lögin, með-
al annars á nærfötunum á hótelher-
bergjum, níu tíma ökuferðum milli
tónleikastaða, í fjallakofa í Noregi og
sumarhúsi á Ítalíu. Á plötunni eru
11 lög.
TÖLVULEIKUR
Ekki flækja fullkominn hlut
28 fösTudagur 20. nóvember 2009 fókus
Í fyrra var þrívíddarvélin kynnt til
sögunnar í FM09 og bætti miklu við
spilunina þótt margir hafi snemma
gefist upp á því viðmóti og haldið
sig við tvívíddarviðmótið sem þeir
könnuðust við. Eldri tölvur áttu erf-
itt með að keyra þrívíddarvélina og
olli það víða vandræðum. Sports
Interactive og Sega lofuðu sem fyrr
hellingi af bæði viðbótum og end-
urbótum í FM10. En leiknum hefur
verið kollvarpað frá því í fyrra.
Byrjum á jákvæðu punktunum.
Leikurinn er hraðari, eftir því hvað
þú keyrir margar deildir, þá hef-
ur hleðslutíminn óneitanlega verið
styttur og allt gengur vel og smurt
fyrir sig. Skemmtileg ný viðbót er að
hægt er að stilla hlutverk leikmanna
miklu ítarlegar á tactics-skjánum.
Þrívíddarvélin hefur verið bætt og
hreyfingar leikmanna hafa verið
gerðar raunverulegri. Hnökrar á því
eru þó óumflýjanlegir.
Sjálfur hefur undirritaður spil-
að nánast hvern einasta CM- og
FM-leik síðan í upphafi tíunda ára-
tugar síðustu aldar til dagsins í dag
og því ekki óvanur því þegar fram-
leiðendur gjörbreyta öllu. Að mínu
mati mistekst sú tilraun hrapallega
í FM10.
Notendaviðmótið hefur verið
gert gríðarlega ruglingslegt og flók-
ið, en tilgangurinn átti að vera akk-
úrat hið gagnstæða. Fyrir fram gef-
ið útlit leiksins bætir ekki úr skák
og gera lítið fyrir augað. Maður á
erfiðara með að sökkva sér í leik-
inn og maður týnist hálfpartinn á
hverri stoppistöð. Það
hefur aldrei verið erfiðara
að kaupa leikmenn, sem
stundum er skemmtileg
áskorun, en oftast nær
óþolandi. Þessu má venj-
ast með mikilli spilun en
spilarinn má ekki missa
allan áhuga áður en það
gerist.
Staglkennd endur-
tekning blaðamanna-
og starfsmannafundanna (sem
er nýjung) verður þreytandi eft-
ir fyrstu vikuna í „starfi“. Leikur-
inn hefur eiginlega aldrei verið
jafnfullur af gagnslausum, rugl-
ingslegum og þreytandi fítusum.
Galdurinn vantar einhvern veg-
inn til að fanga mann. Get eigin-
lega ekki útskýrt það
öðruvísi.
Í grunninn er þetta
sami leikurinn með nýtt
útlit og viðbætur sem
gera lítið fyrir spilar-
ann. Enn um sinn besti
leikur sinnar tegundar
á markaði. En SI Games
og Sega fá gula spjaldið
fyrir FM10.
Sigurður Mikael Jónsson
Football
Manager 2010
Tegund: Knattspyrnustjóraleikur
Spilast á: PC, Mac
tölvuleikir
„Þetta er glænýtt íslenskt nútíma-
drama,“ segir Jörundur Ragnarsson
leikari um leikritið Rautt brennur fyr-
ir sem var frumsýnt í Borgarleikhús-
inu í gær, fimmtudag. Þetta er fyrsta
leikhúsárið sem Jörundur er fastráð-
inn hjá Borgarleikhúsinu og því nóg
um að vera á næstunni.
Jörundur hefur einnig gert það
gríðarlega gott í þáttaröðinni Fanga-
vaktinni sem nýlega var sýnd á Stöð
2. Hann segir það hafa tekið á að
leika alltaf fórnarlamb í þáttunum og
að hann hafi á tímabili óttast að hann
væri sjálfur að verða aumingi sökum
þess.
Dóra Jóhannsdóttir, kærasta Jör-
undar, leikur einnig kærustu hans í
verkinu Rautt brennur fyrir. Jörund-
ur segist þó ekki viss um að það hafi
veitt þeim forskot á sviðinu þó sam-
starfið gangi vel.
Undir sléttu yfirborði
„Það er svolítið erfitt að segja náið
um hvað verkið er án þess að gefa of
mikið upp um framvindu þess,“ segir
Jörundur en verkið fjallar í grunninn
um tvö pör og samskipti þeirra. Í um-
sögn um verkið á vef Borgarleikhúss-
ins segir meðal annars: „Undir sléttu
yfirborðinu leynast ógnvænlegir hlut-
ir, fólk er ekki allt eins og það er séð
og líf bláókunnugs fólks getur skarast
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“
Persóna Jörundar í verkinu heitir
Kristján en eins og fyrr sagði leikur
Dóra kærustu hans, Maríu. „Kristján
er ungur sálfræðingur sem er kom-
inn með draumapíuna upp á arm-
inn,“ segir Jörundur þegar hann er
beðinn um að lýsa persónu sinni.
„Hann er eiginlega fyrrverandi lúði
og veit ekki alveg hvernig hann á
að takast á við það.“ Jörundur seg-
ir Kristján misskilja ástina og hugsa
meira um ímyndina en það sem
skipti í raun máli. „Annars er Kristján
nokkuð venjulegur strákur en hefur
átt í vandræðum með skapið í sér og
ekki farið réttu leiðirnar til að vinna
Jörundur Ragnarsson fer með eitt af aðalhlutverkunum í leikritinu Rautt brennur
fyrir. Hann leikur þar á móti kærustu sinni, Dóru Jóhannsdóttur, og eru þau einnig
par í verkinu. Jörundur segir það hafa tekið á að leika alltaf fórnarlamb í Fangavakt-
inni og að í sumar hafi hann óttast að áhrifin yrðu varanleg.
Óttaðist að breytast í aumingja
Jörundur Ragnarsson
Er kominn í hóp þekktustu
leikara landsins.