Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 33
helgarblað 20. nóvember 2009 föstudagur 33 Litlar hetjur með stóra drauma „Þegar læknirinn ætlaði að útskrifa okkur heyrði hann einhver hljóð frá hjarta hennar sem hann var ekki sáttur við,“ segir Margrét Össurardóttir, móðir Kristjönu Lífar Albertsdóttur, sem greind- ist með tvenns konar hjartagalla aðeins eins dags gömul. Í sónar kom í ljós að lokur í hjart- anu voru óþéttar og þrengingar í afar smágerð- um lungnaslagæðum. Kristjana var undir stöð- ugu eftirliti lækna næstu vikurnar og í sex vikna skoðun kom í ljós þrenging í ósæð sem ekki hafði verið áður. „Læknirinn sagði ekkert við okkur en hann hafði grun um að hún væri með Williams heil- kenni og sendi hana í genarannsókn. Tveimur vikum seinna fengum við það staðfest,“ segir Mar- grét sem er ósátt við að hafa fengið greininguna í gegnum síma. „Mér finnst það mjög neikvætt því læknirinn vissi ekkert hvaða aðstæður voru hin- um megin á línunni. Sem betur fer voru foreldrar mínir staddir hjá mér en við vissum ekkert hvað þetta þýddi. Ég fékk engar upplýsingar hjá lækn- inum og var einfaldlega sagt að fara á netið og leita,“ segir Margrét sem átti erfitt með að ræða fötlun dóttur sinnar fyrstu tvö árin. „Ef einhver spurði mig úti í búð hvernig gengi fór ég að gráta en tíminn vinnur með manni og við gengum í gegnum ákveðið sorgarferli því auðvitað búast allir foreldrar við að eignast heilbrigt barn. Fjöldi spurninga kom upp þeg- ar maður sá öll þau einkenni sem talin eru upp á netinu sem Williams einstaklingur gæti verið með, en með því að komast í samband við aðra foreldra og kynnast þessu heilkenni lærir maður að lifa með hlutunum.“ Hjartagallar og greindarskerðing Williams heilkennið er afar sjaldgæfur genagalli en aðeins einn einstaklingur fæðist með heil- kennið af hverjum 20 þúsund einstaklingum. Ólíkt Downs heilkenninu greinist Williams ekki í hnakkaþykktarmælingu en heilkennið er galli á litningi númer sjö og er skortur á elastíni, sem er teygjuefni vöðvanna. Ekki er vitað hvað veld- ur. Einstaklingar með heilkennið eru misjafn- ir eins og þeir eru margir en flest ungbörn með Williams eru óvær, nærast illa, þurfa lyfjameð- ferð vegna æðaþrenginga og hjartagalla, jafnvel aðgerða og eru með mjög skerta greind. Einnig eru þau mjög næm á hljóð og eru gædd miklum tónlistargáfum. Kristjana Líf byrjaði ekki að ganga fyrr en um tveggja ára aldurinn og var orðin eins árs þegar hún fór að sitja. Mamma hennar segir að þessi litlu atriði sem flestir foreldrar taki sem sjálf- sögðum þroskaþrepum hafi verið fagnað sem stórsigrum á þeirra heimili. „Bara í gær urðum við vitni að stórum sigri Kristjönu þegar hún tengdi saman þrjú orð í talþjálfuninni,“ seg- ir Margrét stolt af sinni. Kristjana Líf hefur ekki þurft að fara í aðgerðir vegna hjartagallans og hefur líðan hennar verið ótrúlega góð síðasta eina og hálfa árið. Hún er nýbyrjuð í nýjum leik- skóla þar sem hún fær góðan stuðning en er auk þess í þjálfunum og reglulegum læknisskoðun- um. Foreldrar hennar eiga sér þá von að í fram- tíðinni verði hún sjálfstæður einstaklingur þótt þeir muni aldrei sleppa alveg af henni hendinni líkt og um heilbrigt barn væri að ræða. Í beisli og bandi „Það fyrsta sem ég hugsaði um þegar hún var greind var hvað ég hefði eiginlega gert rangt á meðgöngunni sem olli þessu ástandi hennar og ég held að það sé algeng hugsun hjá mæðr- um fatlaðra barna. Eins fóru hugsanir í gang um hvað verði um hana þegar ég hrekk upp af. Hins vegar má ekki ofvernda hana því hún verður að eiga möguleika á að verða sjálfstæð. Það eru dæmi um að einstaklingar með þetta heilkenni búii í sínum híbýlum, læri á bíl og jafnvel taki stúdentspróf en þeir fá aldrei algjört sjálfstæði vegna þroska síns.“ Margrét segir Kristjönu vera mikinn karakter. Börn með Williams heilkenni eigi oft við hegð- unarvandamál og ofvirkni að stríða en að Kristj- ana Líf sé róleg og blíð. „Henni er umhugað að öllum líði vel í kringum hana og að allir séu sátt- ir. Ef hún sér einhvern sem á bágt er hún fljót að taka utan um viðkomandi og hugga. Hún apar allt eftir og kemur fram við aðra eins og komið er fram við hana. Williams börn eiga til að ráfa í burtu ef þeim er gefinn laus taumurinn og hún er fljót að láta sig hverfa ef við fylgjumst ekki með henni svo við erum einfaldlega farin að setja hana í beisli og band ef við erum úti og ekki stöðug augu á henni,“ segir Margrét og bætir við að það hafi valdið hneykslan og umtali. „Í einni útilegunni kom stuðningsmamma hennar að þegar fólk var að ræða hvort það væri jafnvel ólöglegt að binda börn. Hún lét heyra í sér og sagði að það hlyti að vera skárra en að láta þau fara sér að voða. Kristjana er furðu sátt við að vera bundin en hún vildi auðvitað frekar fá að leika lausum hala eins og aðrir krakkar,“ seg- ir Margrét en þau hjónin eiga aðra stelpu, Sól- veigu, sem er 15 mánuðum eldri en Kristjana Líf. „Ég efast ekki um að við séum heppin að eiga barn sem er ekki mikið eldra því Kristjana apar allt eftir stóru systur. Börn með Williams eru stundum kölluð álfa- börn og eru miklar félagsverur og spjalla við hvern sem er. Hún er ofsalega glöð og kát lítil stelpa og við erum ofsalega stolt af henni.“ „Við vissum um fötlunina þremur dögum áður en hann fæddist,“ segir Stefán Örn Viðarsson, faðir Alex Ernis, sem fæddist með hryggrauf, stundum kallað klofinn hryggur, vatnshöfuð og klumbufætur árið 2005. Venjulega kemur þessi galli í ljós í sónar snemma á meðgöngu en í þessu tilfelli fannst ekkert athugavert fyrr en í lok hennar og þá algerlega vegna röð til- viljana. Móðir Alex, Guðný Lára Gunnarsdótt- ir, fór í reglubundna mæðraskoðun þar sem hún fékk að vita að 99,9% líkur væru á því að barnið væri sitjandi og þurfi því að reyna að snúa því. „Við vorum send þennan sama morgun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem reyna átti vendingu. Þar fengum við að vita að ekki væri hægt að framkvæma þá aðgerð þar sem hún hafi fengið sér morgunmat en þeir kíktu þess í stað á barnið í sónar. Á þessum mínútum hófst nýr kafli í okkar lífi og læknar og hjúkrunarfólk fylltu sjúkrastofuna á örstutt- um tíma þar sem fólk talaði hvert ofan í annað á framandi tungum og læknamáli. Í gegnum skvaldrið greindum við þó að við yrðum send suður til Reykjavíkur þennan sama dag og þar yrði barnið tekið með keisaraskurði. Um kvöldið vorum við komin í borgina full af von, kvíða, tilhlökkun og hræðslu yfir að fá að sjá litla barnið okkar,“ segir Stefán Örn sem er viss um að ef gallinn hefði komið fyrr í ljós hefði þeim verið stýrt í fóstureyðingu. „Þegar Alex Ernir fæddist hafði ekki fæðst barn með klofinn hrygg í tíu ár hér á Íslandi, fóstrunum hafði öllum verið eytt. Þessi fötlun er misalvarleg en okkar drengur er nánast heil- brigður fyrir utan að hann getur ekki gengið,“ segir Stefán sem upplifir blendnar tilfinningar gagnvart því að fötlunin hafi ekki fundist fyrr. „Við vorum svekkt að hafa ekki fengið meiri tíma til að jafna okkur á þessum fréttum en að sama skapi fegin, því þá væri hann kannski ekki hér hjá okkur. Einnig var það heppni að þetta skuli þó hafa greinst á síðustu mínútu því annars hefði getað farið verr.“ Berjast við kerfið Daginn eftir voru Stefán og Guðný Lára mætt á Landspítala. „Þar ræddi við okkur kona sem hræddi okkur mjög mikið en samkvæmt henni áttum við von á fjölfötluðu og þroska- heftu barni og við fengum á tilfinninguna að drengurinn væri einfaldlega ekki velkominn í heiminn og að það hefði verið best að spara peninga með því að eyða honum og hans vandamálum. Líf hans er hins vegar klárlega þess virði að lifa.“ Guðný Lára tekur undir og segir að þau hefðu líklega verið toguð í áttina að fóstureyðingu hefði gallinn komið í ljós fyrr og þakkar guði fyrir að svo fór ekki. „Það er auðvitað sorglegt að vita til þess að flestum börn sem greinast með alvarlega fæð- ingargalla í móðurkviði sé eytt. Að mér vitandi hefur aðeins eitt barn fæðst með klofinn hrygg á síðastliðnum fjórum árum og nú til dags fæð- ast einnig afar fá börn með Downs heilkenni og aðra slíka galla. Foreldrar þeirra þurfa því að synda á móti straumnum og vera mjög ákveð- in ef þau ætla að berjast við kerfið sem málar eingöngu upp dökku hliðarnar á málinu en nefnir aldrei þær góðu. Þetta er í raun byrjun- arstig á hreinræktunarstefnu þar sem ákveðn- ir einstaklingar eiga ekki rétt á sér. Maður fær jafnvel á tilfinninguna að stefnan sé að útrýma ákveðnum hluta mannlífsins með þessu við- horfi heilbrigðisstéttarinnar. Foreldrar verða að fá að taka vel upplýsta ákvörðun þegar búið er að vega og meta allar hliðar málsins til fulls,“ segja foreldrar Alex Ernis. Læknar gera of mikið Alex Ernir er fjögurra ára duglegur strákur sem skemmtir sér í leikskólanum á daginn. Hann hefur lagst oftar undir hnífinn en foreldrar hans hafa tölu á en engar stórar aðgerðir eru í bígerð nema farið verði í mjaðmaaðgerð en læknarnir hans hafa verið beggja blands hvort slík aðgerð myndi hjálpa honum til lengri tíma litið. Mamma hans heldur í vonina að hann muni geta gengið einn daginn. „Hann þarf lík- lega alltaf að styðjast við hjólastól að einhverju leyti en kannski mun hann geta gengið með stuðningi. En svo veit maður ekki hvað hann velur þegar hann verður eldri. Kannski mun hann velja hjólastólinn,“ segir Guðný Lára en þau Stefán Örn voru staðráðin í að leyfa Alexi Erni að reyna á sig strax sem ungbarn. „Strax á vökudeildinni tókum við þá ákvörðun að hann væri ekkert tilraunadýr þótt hann væri eina barnið á tíu árum sem fædd- ist með þessa fötlun. Við ákváðum að hann yrði ekki geymdur í bómull heldur þyrfti að taka á honum stóra sínum til að komast áfram og þroskast og við höfum fengið að heyra frá læknum og sérfræðingum að þetta hugarfar hafi skilað miklu,“ segir hún og Stefán bætir við: „Eins furðulega og það hljómar þá finnst mér læknar og aðrir aðilar vilja gera of mikið fyrir hann. Á okkur er hrúgað yfir 20 sérfræð- ingum sem allir vilja hjálpa og gera gagn en mér finnst sum aðstoðin stundum yfirdrifin. Hann sjálfur er settur til hliðar en allt annað dregið fram eins og málþroski, sjón, handa- hreyfingar og aðrir þættir sem tengast ekki fötluninni beint. Það er eins og það sé verði að leita að einhverju sem er kannski ekki til stað- ar. Ég veit að þetta er allt gott fólk sem vill vel en ég vil að Alex Ernir fái smá frið og geti lifað sem eðlilegasta lífi sem barn en ekki sem sjúk- lingur,“ segir Stefán og er mikið niðri fyrir. „Ef við værum ekki svona miklar frekjur þá væri hann klárlega mun ósjálfstæðari en hann er í dag. Hins vegar má taka fram að allt starfsfólk Landspítalans og Barnaspítalans var til fyrirmyndar og við fengum alla þá aðstoð sem okkur vantaði eftir að Alex fæðist. Einn- ig höfum við verið afar heppin með aðstoð frá fjölskyldu og vinum en besti vinur Alex býr á heimilinu og er einnig stuðningsforeldri fyrir hann ásamt því að eldri systkini hans eru dug- lega að aðstoða á heimilinu. Það gerir okk- ur foreldrunum kleift að sinna einnig öðrum málefnum sem annars væri ómögulegt því það treystir sér ekki hver sem er til að passa Alex. Við foreldrarnir erum á fullu í hljóm- sveitarbransanum og spilandi út um allt land með ballhljómsveitinni Umsvif og rokksveit- inni Myrká. Fyrir það erum við mjög þakklát og hefur það jafnvel bjargað geðheilsunni á köflum,“ segja þau. Þroskandi lífsreynsla Guðný Lára segir að það að hafa eignast fatl- að barn hafi þroskað þau mikið. „Ég held að þessi lífsreynsla hafði bæði þroskað okkur sem par og gefið okkur aukinn persónulegan þroska. Við horfum öðruvísi á lífið en áður fyr- ir vikið og vitum að það er ekki allt sjálfsagt. Annars erum við bara ofsalega stolt af hon- um enda flottur og hress strákur,“ segir hún og Stefán bætir við: „Okkur var sagt að hann yrði hálfgerður gúmmíkarl með skerta rökhugsun og jafnvel félagsfærni og að hann gæti átt erf- itt með tölur og stærðfræði en það gæti ekki verið meira fjærri lagi. Hann er mjög dugleg- ur, sjálfstæður, frekur, þrjóskur og líka mjög klár strákur. Ég var aldrei í vafa um að hann væri andlega heilbrigður en þar sem við höfð- um fengið að heyra svo svarta spá, var maður alltaf með hana á bak við eyrað. Hann er bara flottur strákur sem segist vera Íþróttaálfurinn en ætlar að verða Súpemann og Spædermann þegar hann verður stór.“ indiana@dv.is Þegar Alex Ernir fæddist var hann eina barnið á tíu árum sem fæðst hafði með hryggrauf á Íslandi. Foreldrum hans var sagt að þeir ættu von á fjölfötl- uðu og þroskaheftu barni en Alex Ernir eru nánast heilbrigður fyrir utan að hann getur ekki gengið. Þau eru viss um að ef gallinn hefði uppgötvast fyrr hefði þeim verið stýrt í fóstureyðingu. barnið er ekki tilraunadýr sjálfsögð þroskaþrep eru stórir sigrar Kristjana Líf Albertsdóttir er með sjaldgæfan genagalla sem kallast Williams heilkennið. Williams einstaklingar eiga oft við hegðunarvandamál og ofvirkni að stríða en Kristjana er róleg og blíð. Williams börn eru oft kölluð álfabörn. Sjálfstæður strákur Þau ákváðu að hann yrði ekki geymdur í bómull. Á myndinni eru Guðný Lára, með syni sínum Alex Erni, ásamt Stefáni, pabba Alex, og stóra bróður, Ingimundi Bjarna. MYND BjArNi EirÍKSSoN Williams börn eru álfabörn Börn með Williams eru miklar félagsverur. Kristjana Líf er kát stúlka sem gerir foreldra sína stolta. MYND rAKEL ÓSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.