Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 34
34 föstudagur 20. nóvember 2009 helgarblað „Við fórum snemma að taka eftir að það væri ekki allt með felldu og í þriggja mánaða skoðun var okkur bent á að tala við taugalækni,“ segir faðir Ragnars Emils Hallgrímssonar, tæplega tveggja og hálfs árs drengs, með vöðva- og taugahrörnunar- sjúkdóminn SMA 1, sem er erfiðasta tegundin og lýsir sér í nær algjörri lömum. Litla hetjan heldur ekki höfði, hefur litlar sem engar hreyf- ingar í fótum, missti getuna til að kyngja sex mánaða, nærist í gegn- um sondu, andar með þindinni þar sem hann er ekki með neinn styrk í brjóstkassa og verður að liggja út af vegna skertrar lungnastarfsemi; svo eitthvað sé nefnt. Hann sefur auk þess tengdur í öndunarvél og er einn af svokölluðum „öndunarvél- arbörnum“. SMA er víkjandi erfðasjúkdóm- ur en einn af hverjum 34 ber gen- ið og einn af hverjum sex þúsund fæddum er haldinn sjúkdómnum. Ragnar Emil dvelur heima hjá sér milli læknisskoðanna en er farinn að dvelja í Rjóðrinu, hvíldarheim- ilinu fyrir langveik börn, eina viku í mánuði. Foreldrar Ragnars Emils, Hallgrímur Guðmundsson og Aldís Sigurðardóttir, eiga tvö eldri börn, fjögurra og sex ára, svo það er í nógu að snúast á stóru heimili. Vonin skiptir öllu „Þetta var náttúrlega rosalegt áfall og það hræðilegasta sem gat komið fyrir. Við vissum ekkert hvað þetta þýddi en Hallgrímur sökti sér á net- ið og sankaði að sér öllu sem hann fann um sjúkdóminn,“ segir Aldís, móðir Ragnars Emils. Með mikillri rannsóknarvinnu fann Hallgrímur sögur af sjúklingum og nöfn lækna og á netinu rakst hann á 21 árs gamla bandaríska konu sem lifði enn með sjúkdóminn. Þar með var vonin komin og þau neituðu að gef- ast upp. „Auðvitað fór maður ansi djúpt niður á tímabili og gerðist svo eig- ingjarn að horfa á þetta frá eigin aðstæðum, sem er kannski mann- legt. En þegar við fundum dæmi um börn sem höfðu lifað lengur en til tveggja ára aldurs kom vonin og hún skipti öllu máli. Foreldrar verða ósjálfrátt sérfræðingar í sjúkdómum barna sinna og geta orðið klárari en læknarnir án þess að ég taki eitt- hvað af læknum. Þeir eru góðir en mannlegir og sjúkdómarnir svo margir og flóknir að læknar kom- ast ekki djúpt ofan í einstaka þeirra vegna tímaskorts,“ segir Hallgrímur sem sýndi íslensku læknunum þau gögn sem hann hafði fundið og fékk þá með sér í lið í von um að bjarga lífi sonarins. Í dag gengur lífið sinn vanagang hjá fjölskyldunni og líðan Ragnars Emils er með atvikum góð og mun betri en hún var fyrir hálfu ári síð- an. „Hann hefur það ágætt í dag og er búinn að standa af sér svínaf- lensuna og okkur tókst að halda honum frá gjörgæslunni. Sem betur fer fengum við ekki greininguna fyrr en hann var á batavegi og kominn yfir erfiðasta hjallann því ég óttaðist mjög þessa flensu en þetta reyndist lítið mál. Alla vega í samanburði við það sem hann hefur þurft að ganga í gegnum.“ Allt á uppleið Segja má að líf fjölskyldunnar hafi verið spennusögu líkast. Þegar Ragnar Emil var sem veikastur mátti oft litlu muna og hafa foreldrar hans þurft að lífga hann við. „Í seinni tíð hefur allt verið á uppleið,“ segir Hallgrímur brosandi og bætir við að áður gátu þau ekki vikið frá honum af ótta við að hann fengi slímtappa í öndunarveginn. „Hann var verst- ur á morgnana og ef hann hafði sofið alla nóttina mátti ekki mik- ið hreyfa við honum. Í eitt skiptið þurfti ég að beita lífgunaraðferð til að koma honum af stað aftur. Þetta voru spennandi tímar,“ segir hann. „Já, það er ýmislegt búið að ganga á og í dag skil ég hvað ástandið var í rauninni hræðilegt. Á þessum tíma lifðum við í þessum heimi og fórum varla út úr húsi. Nú er líðan hans betri og við njótum hvers augna- bliks,“ bætir Aldís við. Vegna alvarleika sjúkdómsins geta fáir lagt hönd á plóg með for- eldrunum. Ragnar Emil er t.d. ekki með stuðningsfjölskyldu, einfald- lega vegna þess að það treystir sér enginn til að hugsa um hann, enda flókið og vandmeðfarið verk. Aldís segir miklu breyta að hann er nú farinn að dvelja á Rjóðrinu en að það hafi verið stórt og erfitt skref fyrir hana að læra að treysta starfs- fólkinu fyrir barninu. „Allir sem koma að umönnun hans þurfa margar kennslustundir til að læra inn á hann en eftir nokk- urra mánuða ferli, þar sem hjúkr- unarfræðingarnir dvöldu hér hjá okkur fórum við að geta skilið hann eftir. Þetta er engin smámunasemi í mér því það er ekki nóg fyrir við- komandi að kynnast Ragnari heldur þarf að læra réttu handbrögðin því það skiptir máli upp á hvort hann lifir eða deyr,“ segir Aldís og bætir við að hún sé oft með samviskubit vegna eldri barnanna. „Við reynum eins og við getum að gefa þeim jafn- mikla athygli og Ragnari en þetta er oft mikið púsluspil. Sérstaklega síðastliðinn vetur þegar við vorum meira og minna inni á sjúkrahúsi. Í sumar og haust hefur þetta gengið betur, enda hefur Ragnar Emil verið frískari og er allur að styrkjast og er vonandi kominn yfir erfiðasta tíma- bilið. Hann er líka orðinn svo tækni- lega fær og getur sjálfur séð um að moka út úr sér slíminu svo það lek- ur minna ofan í lungun og hann fær sjaldnar lungnabólgu en áður.“ Hallgrímur og Aldís fylgjast vel með þróun læknavísindanna. Hall- grímur segir tvö spennandi lyf í gangi en að enn sé óvíst hvernig þau komi til með að virka. Þau stefna á stofnfrumumeðferð en vilja bíða og sjá hvernig þróunin verður. „Við gætum farið með hann til Kína en við viljum ekki taka neina áhættu og ætlum að bíða þar eitthvað ör- uggara býðst. Það eru miklar fram- farir í þessum efnum í Bandaríkjun- um og við förum með hann þangað þegar þeir hafa fundið aðferð sem virkar,“ segir Hallgrímur. Aldís segist ekki þora að gera sér miklar vonir. „Læknarnir kalla hann kraftaverka- strákinn þeirra og við gerum allt fyr- ir hann sem við getum en við önum ekki út í neitt í blindni. Vonandi verður stofnfrumumeðferð mögu- leiki fyrir okkur eftir nokkur ár.“ Innilokaður heima Aðspurð segist Aldís ekki reið þrátt fyrir hlutskipti sitt og fjölskyldunn- ar. „Í upphafi hafði ég engan tíma fyrir reiði en mér finnst stundum skrítið að við séum í þessari að- stöðu. Ég hef samt aldrei orðið reið, þetta er bara verkefni sem við verð- um að tækla eins vel og við getum. Allt ferlið hefur verið algjör rússi- banaferð en maður lærir að lifa með þessu og sætta sig við sjúkdóminn. Ragnar Emil er yndislegur dreng- ur og það besta sem hefur komið fyrir okkur. Hann er skemmtilegur, mjög mikill karaker og heillar alla upp úr skónum sem hann hittir,“ segir hún og pabbi hans bætir við: „Margir telja að SMA börn séu með hærri greindarvísitölu en gengur og gerist þar sem öll orkan er sett í höfuðið en ekki líkamann og þótt Ragnar Emil tali ekki vegna erfið- leika við öndun, skilur hann allt sem við segjum og lætur vanþókn- un sína vel í ljós. Hann gerir ekk- ert sjálfur en hefur gaman af því að horfa á teiknimyndir og við leik- um við hann alls kyns þroskaleiki. Hann hefur kennt okkur margt og þar á meðal að það er ekkert öruggt í þessum heimi. Við höfum samt þurft að reka okkur á og vitum að það gerist ekkert sjálfkrafa í þessu kerfi og allt sem Ragnar hefur fengið höfum við þurft að berjast fyrir. Það er hin íslenska leið, það fær enginn neitt nema biðja um það og helst þrisvar.“ Varðandi framtíðina segjast þau bjartsýn en raunsæ. „Ég vil ekki hugsa of langt fram í tímann í einu en næsta skref er að koma honum út í lífið því í dag er hann innilokaður hér heima og fer ekki út úr húsi nema í sjúkrabíl,“ seg- ir hún og Hallgrímur tekur við: „Við verðum að halda okkar striki og reynum bara að brosa í gegn- um þetta allt saman. Það er samt skondið að heyra í foreldrum sem segja að kyn barnsins skipti ekki máli svo lengi sem það sé heilbrigt því raunveruleikinn er sá að ef þú eignast óheilbrigt barn verðurðu bara að taka því. Óheilbrigð börn eru hins vegar alveg jafnmikil gjöf og önnur.“ indiana@dv.is Ragnar Emil Hallgrímsson er tæplega tveggja og hálfs árs drengur með vöðva- og taugahrörnunarsjúk- dóminn SMA 1 sem er hættulegasta tegundin af SMA. Læknar segja hann kraftaverkabarn en fæst börn með þennan illvíga sjúkdóm ná tveggja ára aldri. Foreldrar Ragnars fylgjast vel með þróun læknavísinda og stefna að stofnfrumumeðferð á næstu árum. Óheilbrigð börn eru mikil gjöf Lítil hetja Læknarnir kalla Ragnar Emil kraftaverkastrákinn sinn. MYND KRIstINN MAgNússoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.