Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 42
42 föstudagur 20. nóvember 2009 sport Carlo Cudicini, markvörður Tottenham, dúndraði á bíl á mótorhjóli sínu. Totten- ham vonar auðvitað að ferill þessa snjalla knattspyrnumanns sé ekki búinn en Cudicini brákaðist á báðum úlnliðum og meiddist einnig á mjöðm. Hann er þó ekki fyrsti fótboltamaðurinn sem lendir í slysi á þjóðvegum Englands. Nicklas Bendtner Risinn í Arsenal var heppinn að sleppa lifandi þegar hann rústaði Aston Martin-bíl sínum í september. Bendtner var á leið á æfingu þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem fór í gegn- um girðingu, lenti á tré og endaði úti á akri í Hertfordshire skammt frá æfingasvæði Arsenal. Bendtner gekk frá slysstað með nokkrar skrámur, risamarblett eftir öryggisbeltið og sært stolt. David Bentley Maðurinn sem einu sinni var lýst sem hinum nýja Beck- ham en hefur nánast horfið eftir að hafa verið keyptur til Tottenham. Bentley dúndraði Porsche-sportbílnum sínum á ljósastaur og var heppinn að geta labbað burt án þess að fá eina einustu skrámu. Árið 2007 sagði Bentley í viðtali við MTV: „Ég lifi á ystu brún þeg- ar kemur að akstri. Ég á Ferr- ari og elska að fóðra hann með bensíni.“ Skál fyrir því. Cristiano Ronald Dýrasti knattspyrnumaður heims var eitt sinn á leið á æfingu hjá Manchester United á glænýjum Ferrari-bíl sínum og leið hans lá um undirgöng nálægt flugvellinum í Manchester. Hann gaf bílnum aðeins of mikið inn því hann missti bílinn í spól, rann á vegrið og dúndraði á vegg. Hann meiddist ekki neitt og mætti á æfinguna - kom reyndar of seint og þurfti að borga sekt. Jermaine Pennant Einhver ótrúlegasta saga fótboltans. Pennant var í partíi hjá Arsenal og ákvað að keyra heim á Mercedes-bifreið Ashleys Cole, sem þá var samherji hans. Það heppnaðist ekki betur en svo að hann negldi niður eitt stykki ljósastaur. Pennant varð eitthvað hræddur og keyrði burt frá slysstað með ljósastaurinn í eftirdragi. Þetta vakti að sjálfsögðu eftirtekt lögreglunnar sem stoppaði Pennant skömmu síð-ar. Þegar lögreglan spurði Pennant um skilríki var svarið að hann héti Ashley Cole og hélt Pennant því lengi vel fram að hann væri í raun og veru Cole! Lögreglan trúði honum ekki og var Pennant dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Tony Adams Arsenal-menn hafa verið dugleg- ir við að aka undir áhrifum í gegn- um tíðina. Tony Adams barðist við Bakkus á tíunda áratug síðustu ald- ar en toppaði sjálfan sig þegar hann þrumaði Ford Sierra-bíl sínum á vegg nálægt heimili sínu 1990. Lög- reglan kom á svæðið, lét Adams blása og mældist magn áfengis í blóði hans fjórum sinnum meira en leyfilegt er. Hann var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Diego Maradona Maradona hefur trúlega lent í öllu því sem fótboltamaður getur lent í á ferlinum þannig að það þarf ekki að koma á óvart að hann hafi lent í bílslysi. Maradona var að keyra á Kúbu árið 2000 þegar hann þrumaði framan á rútu fulla af ferðamönnum. Gæti svo sem komið fyrir hvern sem er en það kom síðar í ljós að Mar- adona ók á öfugum vegarhelmingi, með öll ljós slökkt og á alltof miklum hraða. Maradona slapp með nokkra marbletti sem hann gat sýnt Castro. Klaas-Jan Huntelaar Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk í raðir AC Milan í sumar. Huntelaar varð fyrir því óláni að lenda í bíl- slysi í Mílanó. Bifreið hans skemmdist mikið í slysinu en Huntelaar slapp með skrámur. Darren Fletcher Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United, slapp vel úr bílslysi þeg- ar hann var á leið á æfingasvæði United á Range Rover og klessti á Audi A3. Fletcher, sem er 23 ára, slapp ómeiddur úr slysinu en ökumaður hins bílsins meiddist lítillega og var fluttur með sjúkrabíl á Trafford General-spítalann. Djibril Cissé Djibril Cissé, leikmaður Liverpool, lenti í árekstri við merktan lögreglubíl sem var með sírenurnar í gangi. Cisse var á leiðinni á æfingu en lögreglubíllinn var að sinna útkalli rétt hjá Melwood, æfingasvæði Liverpool. Hann kvartaði yfir verkjum í rifbeinum og var skoðaður af læknum Liverpool eftir slysið. Að því loknu æfði hann eins og ekkert hefði í skorist. Talsmaður lögreglunnar á Merseyside segir að slysið verði rannsakað nánar. Þungir bensínfætur Steven Gerrard Herra Liverpool varð fyrir því óhappi að tíu ára drengur hljóp í veg fyrir bíl hans og fótbrotnaði. Gerrard var að keyra rólega á Bentley-glæsibif- reið sinni þegar guttinn birtist allt í einu og varð fyrir bílnum. Gerrard gerði sér ferð að sjúkrabeð piltsins og gaf honum gríðarlega mikið af Gerr- ard-munum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.