Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 17
helgarblað 20. nóvember 2009 föstudagur 17
RISINN Á BAK VIÐ KRÓNUNA
og fína fólksins í Suður-Evrópu,“ seg-
ir einn af heimildarmönnum DV.
Það liggur því kannski í augum
uppi að Jón Helgi var ekkert allt of
hrifinn af þróuninni í íslensku við-
skiptalífi á liðnum árum og sagði
hann meðal annars í viðtali við
Morgunblaðið árið 2005 að íslenski
verðbréfamarkaðurinn einkennd-
ist af því sem hann kallaði „hákarla-
gang”, og átti þá væntanlega við þá
tilhneigingu sumra kaupsýslumanna
að hugsa eingöngu um að kaupa og
selja hlutabréf án þess að velta
fyrir sér rekstri. Öfugt við þá
sagðist hann vilja byggja fyrir-
tæki upp frá grunni.
Harður í horn að taka
Jón Helgi hefur orð á sér fyrir
að vera mjög harður í horn
að taka í viðskiptum, enda
ólíklegt að menn gætu náð
eins langt og hann án þess
að vera með bein í nefinu.
Jón Þór segir að hann sé
gríðarlega heilsteyptur
maður. „Hann er
mjög heil-
steypt-
ur
maður. Hæfur viðskiptamaður og
gríðarlega fylginn sér, auk þess sem
hann kemur vel fram við fólkið í
kringum sig,” segir Jón Þór.
Jón Helgi keypti hlut Jóns Þórs og
fjölskyldu hans í BYKO árið 1995 en
fyrir höfðu þeir báðir átt 50 prósent í
fyrirtækinu ásamt systkinum sínum.
Feður þeirra, Guðmundur H. Jóns-
son og Hjalti Bjarnason, stofnuðu
BYKO saman árið 1962. „Við gerð-
um uppskipti á þessum tíma. Maður
var búinn að vera í þessu í 30 ár og
það voru komin önnur tækifæri. Við
skildum bara í mjög góðu ... Ég hef
ekkert nema gott um Jón Helga að
segja og umgengst hann af heilum
hug í dag. Við spilum tennis saman
tvisvar til þrisvar sinnum í viku og
hittumst utan þess líka,“ segir Jón
Þór.
Ekki eru þó allir sammála skoð-
unum Jóns Þórs á Jóni Helga og seg-
ir einn af heimildarmönnum DV að
Jón geti verið afar tuddalegur í fram-
komu. „Hann er eldklár maður en al-
veg ótrúlegur eiginhagsmunaseggur.
Hann getur verið ótuktarlegur í fram-
komu og er mikill valdsmaður sem
vill sýna öðrum hver ræður,“ segir
heimildarmaðurinn.
Ísafoldar-sagan
Ein af fáum virkilega neikvæðu frétt-
um sem sagðar hafa verið um Jón
Helga á liðnum árum, sem undir-
strika þá skoðun sumra viðmælenda
DV að Jón vilji sýna hvar valdið ligg-
ur, er sú að hann hafi tekið tímaritið
Ísafold úr sölu úr verslunum félags-
ins sumarið 2007 vegna greinar sem
birtist í því um mansal á súlustaðn-
um Goldfinger í Kópavogi.
Í greininni var mynd af Gunnari
Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, og
tveimur stúlkum sem tekin var inni á
Goldfinger. Ísafold var tekið úr sölu
í verslunum félagsins sama dag og
hefja átti sölu á þessu tölublaði. Jón
Helgi þrætti fyrir að hafa tekið blað-
ið úr sölu út af greininni og sagði að
Gunnar Birgisson væri enginn sér-
stakur skjólstæðingur sinn heldur
væri það svo að hann hefði aldrei
ætlað að selja tímaritið í verslunum
Kaupáss til að byrja með, það hefði
selst illa og væri þar af leiðandi tekið
úr sölu í verslununum.
Einn heimildarmaður DV segir þó
að Ísafoldarmálið hafi verið dæmi-
gert fyrir Jón Helga. „Hann lítur bara
svo á að hann eigi hlutina og megi
þar af leiðandi gera það við þá sem
ByggINgAVöRUVeRSlUNIN ByKO
RAftæKjAVeRSlUNIN elKO
ÍþRÓttAVöRUVeRSlUNIN INteRSpORt
MAtVöRUVeRSlUNIN NÓAtúN
MAtVöRUVeRSlUNIN KjARVAl
HúSgAgNAVeRSlUNIN HúSgAgNAHöllIN
MAtVöRUVeRSlUNIN 11-11
leIgUMARKAÐUR ByKO
lyfjAfyRIRtæKIÐ DIStIcA
lyfjAfyRIRtæKIÐ VIStOR
NORVIK-BANKI Í lettlANDI Og RúSSlANDI
tIMBURVINNSlUR Í lettlANDI Og RúSSlANDI
tIMBURINNflUtNINgSfyRIRtæKI Í BRetlANDI
Dótturfyrirtæki Norvikur hf.:
BYKO
ELKO
Intersport
Húsaganahöllin
Nóatún
Krónan
11-11
Kjarval
Axent
EXPO
BYKO-Lat
Norwood
Continental Wood Products
Vika Wood
HlUtI Af VelDI jÓNS HelgA gUÐMUNDSSONAR
Í gegNUM NORVIK, StRAUMBORg Og VeRItAS cApItAl:
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkilauf
Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt
af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi
17-26 okt.
Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32
Opið til 22:00 alla daga
Smakkaðu 200 kr ís í brauði, miðstærð
Auðugur en varkár Viðmælendum
DV ber saman um að Jón Helgi
Guðmundsson sé mjög klár og harður
fjárfestir sem leggi sig ekki eftir kast-
ljósi fjölmiðlanna og forðist hégóma og
prjál í lífi sínu. Hann þykir frekar varkár
í viðskiptum
Vinslit Hannes Smárason athafnamaður er örlagavald-
ur í lífi Jóns Helga Guðmundssonar, bæði í persónu- og
viðskiptasögu hans. Skilnaður Hannesar og dóttur Jóns
Helga olli því að Jón seldi sig úT úr Flugleiðum árið
2004 og hætti viðskiptum með Hannesi.