Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 49
lífsstíll 20. nóvember 2009 föstudagur 49 Verslanir komnar í jólagírinn Nú ættu allir að vera farnir að huga að jólagjöfunum og víst er að nægt úrval er í boði fyrir alla enda flestar verslanir komnar í jólagírinn. Kaupsýslukon- an Svava í Sautján opnaði nýja risastóra Gallerí Sautján verslun í Smáralind í gær og verða opnunartilboð alla helgina. Um að gera að kíkja. Börn vita fátt skemmtilegra en að fá að taka þátt í smákökubakstrinum og gaman er að leyfa þeim að skera út sírópskökur og skreyta. Minningarn- ar um skemmtilega stund í eldhús- inu með mömmu og pabba munu búa með börnunum alla tíð. 250 g smjör 250 g sykur 260 g síróp 2 stór egg 2 tsk.kanill 2 tsk. negull 3 tsk. kakó 2 tsk. matarsódi 2 tsk. lyftiduft 480-500 g hveiti Hitið ofninn í 200°C. Setjið allt hrá- efni nema matarsóda, lyftiduft og hveiti í pott og hitið saman við lág- an hita. Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað og kælið þá blönduna lítil- lega. Bætið hveitinu og lyftiefnunum út í og hrærið vel saman. Kælið deig- ið í 1 klst. Fletjið deigið út með köku- kefli á hveitistráðu borði. Stingið fígúrur út úr deiginu og raðið þeim á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Munið að gera gat ef þið ætlið að hengja kökurnar upp eða nota sem pakkaskraut. Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 3-5 mín. Skreytið e.t.v. með glassúr. Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Mynd: Karl Petersson Úr eldhúsi Gestgjafans: myndakökur UmSjóN: HelGa KriStjáNSdóttir daðraðu betur! 5 ráð Hældu henni frumlega Segðu henni að hár hennar minni þig á frægt málverk án þess að fara í of mikil smáatriði svo þú hljómir ekki eins og betrumvitringur. ef hún er voða sæt segðu henni þá að hún sé með fallegar axlir. Hún er örugglega komin með leið á þessum týpísku gullhömrum sem snúa að útliti hennar. Náðu augnsambandi Brostu til hennar með augunum. Æfðu þig fyrst svo þú hræðir hana ekki. Mundu hvert atriði leggðu á minnið allt í fari hennar. Frá eyrnalokkum til skófatnaðar. Þetta gæti komið sér vel næst þegar þið hittist. Passaðu þig samt að vera ekki of ákafur í upptalningunni svo þú hljómir ekki eins og brjálæðingur. Einbeittu þér láttu henni líða eins og hún sé eina konan á staðnum. ekki gleyma þér og glápa á aðrar konur á meðan þú daðrar við hana. Slakaðu á ekki vera ýtinn ef hún virðist ekki vilja gefa þér upp símanúmerið sitt. Hallaðu þér aftur á bak og reyndu að kynnast henni í rólegheitum. ekki láta líta út fyrir að hún eigi að verða næsti sigur þinn. tískudrósir selja úr fataskápnum Spennandi fatamarkaður verður haldinn á laugardaginn í Þjóðleik- húskjallaranum þegar nokkrar skvísur úr tískubransanum ætla að búa til pláss í fataskápnum sínum og selja vel valdar gersemar. á meðal þess sem verður í boði eru kjólar, glingur, skinn, hattar, skór, töskur og yfirhafnir og verður eflaust ekki þverfótað fyrir pallíettum, leðri og blúndum. „Við erum allar búnar að vinna mikið bæði í second hand- verslunum og öðrum tískubúðum og þarna verður fullt af flottum vörum bæði second hand og einnig frá KronKron, andersen&lauth og trilogiu,“ segir Berglind rögnvalds- dóttir verslunarstjóri í Spútnik. Þessi tryllti fatamarkaður hefst klukkan 11 og stendur til klukkan 17. Doulan styður þig og þína „Áhuginn vaknaði eftir að ég var við- stödd fæðingu hjá vinkonu minni árið 2005. Þá kviknaði eitthvað inni í mér og það varð ekki aftur snúið. Í kjölfarið kynnti ég mér þetta betur. Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2007 sem ég ákvað að hætta að hugsa og byrja að framkvæma,“ segir Soffía Bæringsdóttir sem nýlega lauk námi sem fæðingar-doula frá Childbirth International. „Ekkert íslenskt orð er til yfir doulu og ekkert orð til sem nær almennilega yfir það og ég óska bara hér með eftir góðu íslensku orði yfir þetta,“ segir Soffía og bætir við að „doula“ sé stuðningsaðili fæðandi konu eða fjölskyldu. „Doula veitir konunni og verðandi fjölskyldu andlegan stuðning en hef- ur ekkert klínískt hlutverk. Hún segir engum til né tekur ákvarðanir. Áhersla doulu er að vera til staðar, hlusta og veita upplýsingar og ráðgjöf. Hennar hlutverk er að vera hvetjandi í fæð- ingunni og hjálpa konum í gegnum fæðingarferlið með hvatningu, líkam- legri snertingu og nuddi.“ Soffía segir fimm doulur starfandi á Íslandi. Hún segir lækna og ljós- mæður þekkja til starfseminnar enda sé þetta þekkt í löndunum í kringum okkur. „Fæðingar-doulur hafa verið til í mörgum menningarsamfélögum í langan tíma en þetta er tiltölulega nýtt á Íslandi. Ég efast samt ekki um að þörfin hér sé mikil. Mín tilfinning er að hér á landi séu það frekar kon- ur sem hafa átt barn áður sem sækja þjónustu doulu eða þær sem þekkja vel til þeirra, hafa til dæmis búið er- lendis. Það stafar líklega af því hve ný þessi þjónusta er. Í nágrannalönd- um okkar er þessi munur ekki eins greinanlegur og konur nýta sér þjón- ustu doulu óháð fyrri fæðingum og reynslu. Hins vegar skiptir ekki máli hvort þú ert að fæða í fyrsta skipti eða fjórða, rannsóknir sem gerðar hafa verið eru allar doulum í hag. Þegar doula er viðstödd styttist fæðingarferlið umtalsvert, það eru færri inngrip og almenn upplifun betri. Eins eru konur í minni hættu á að fá fæðingarþunglyndi ef doula er viðstödd og reynslan hefur sýnt að álagið á feðurna minnkar þegar doula er á staðnum,“ segir Soffía en bætir við að doulan komi engan veginn í stað föðursins. „Doula er kona sem veit mikið um fæðingar, einhver sem þú þekkir og treystir. Sama hvort fæðingin tek- ur tvo tíma eða þrjá sólarhringa þá er hún með þér allan tímann. Ég man til dæmis eftir því þegar að ég átti von á stelpunni minni hvað ég óttaðist vaktaskiptin á sjúkrahúsinu þrátt fyrir að vita og hafa fengið að kynnast því að íslenskar ljósmæður eru á heims- mælikvarða. Starf doulunnar bygg- ir á því hvað pörin vilja og þá skipt- ir ekki máli hvort þú kýst fæðingu á sjúkrahúsi eða heima, hvort um er að ræða keisarafæðingu eða vatnsfæð- ingu. Doulan er bara þarna til þess að styðja þig og þína.“ Soffía segir douluna koma heim til fólks svo þau kynnist vel áður en fæð- ingin fari fram. „Við förum ítarlega yfir óskir og væntingar foreldra til fæðing- ar og leggjum drög að fæðingaráætl- un. Þegar stóra stundin rennur upp kem ég um leið og nærveru minnar er óskað og verð þar til mín er ekki leng- ur þörf. Við hittumst svo eftir fæðing- una og hversu oft er undir hverjum og einum komið. Ég býð líka upp á að koma án fyrirvara sé þess óskað til dæmis ef eitthvað óvænt kemur upp á. Doula vill bara vera til taks þegar á þarf að halda.“ Hægt er að fá nánari upplýsingar á hondihond.net og á netfanginu soff- ia@hondihond.net. Soffía Bæringsdóttir starfar sem fæðingar-doula. Starf doulunnar felst í því að vera hvetjandi í fæðingu og hjálpa konum í gegnum fæðingarferlið með hvatningu, líkam- legri snertinu og nuddi. Fæðingar-doula Soffía Bæringsdóttir lauk nýlega námi sem fæðingar-doula frá Childbirth international. H&N-MyNd dV MyNd/RóBERt REyNiSSoN Smákökur Byrjaðu fyrr en seinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.