Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 25
Hver er maðurinn? „Steinunn Garðarsdóttir, fatahönnuður.“ Hvað drífur þig áfram?„Ævintýra- þrá.“ Hvar ertu uppalin?„Í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem ég bý núna.“ Hver eru þín helstu áhuga- mál?„Það eru hönnun og andleg málefni.“ Uppáhaldsmatur?„Indverskur matur. Ég er búin að vera mikið á Indlandi og það koma góðar minningar upp í kollinn. Svo er þetta góður matur.“ Hvaða bók er á náttborðinu? „Það er bókin The Fundamentals of Fashion Design. Þetta er fagbók um tísku. Ég er ekki komin í jólabækurn- ar.“ Kanntu allar mögulegar útgáfur með kjólinn? „Nei, alveg ábyggi- lega ekki. Fólk er svo skapandi að maður heldur ekki í við það.“ Hver er innblásturinn að nýju línunni? „Ég myndi segja frjálslegur fatnaður og þægilegur og sem er auðveldur í notkun.“ Hvert stefnið þið með fyrirtæk- ið? „Við stefnum mjög hátt. Að festa það í sessi í heimi tískunnar.“ Er ekkert erfitt að vinna með unnustanum? „Nei. Við erum svo háð hvort öðru, hvort sem það telst svo jákvætt eða neikvætt.“ Hvernig líst þér á skattabreytingar ríkisstjórnarinnar? „Mér finnst að þær eigi rétt á sér. Eitthvað þarf að gera og mér finnst eðlilegt að sem flestir komi að því að greiða meira til samfélagsins.“ Katrín Klara ÞorlEifsdóttir, 28 áRA HjúkRuNARFRÆðINGuR „Mér líst illa á að skattar hækki meira á meðan launin standa í stað. Verð á matvöru hækkar og þetta kemur sér illa fyrir almenning.“ dUsan rac, 41 áRS ATVINNulAuS TRÉSMIðuR „Ég hef ekki kynnt mér þær nógu vel. Mér finnst ég samt ekki mega missa meira. Ég má alls ekki við því að missa krónu til viðbótar ef ég á að standa í skilum.“ MattHildUr JóHannsdóttir, 67 áRA SöNGkoNA „Þetta kemur lítið við mig því ég er gamlingi en ég er engan veginn sáttur. Það hækka álögur á alla, mest á unga fólkið.“ stEfán EiríKsson, 72 áRA EFTIRlAuNAÞEGI Dómstóll götunnar stEinUnn Garðarsdóttir, sem kennd er við Emami-kjólinn, er komin með nýja hönnunarlínu. Hún er komin með 12 flíkur sem rjúka út eins og heitar lummur. Steinunn er uppalin í Reykjavík og Hafnarfirði, henni finnst indverskur matur góður og stefnir að því að festa Emami- merkið í heimi tískunnar. Ekki komin í jólabækurnar „Skattahækkanir koma illa við mig. Verðlag hækkar mikið og ég má ekki við því að borga meira en ég geri nú þegar.“ Maria lovisa JaMora, 41 áRS FISkVINNSlukoNA maður Dagsins Ronald Reagan sagði eitt sinn að stjórnmálamenn væru ekki lausnin á vandanum, þær væru sjálfir vand- inn. Í raun er afar ógnvekjandi að heyra mann í ábyrgðarstöðu segja slíkt um sína stétt. Ekki myndi mað- ur til dæmis vilja heyra lækna eða verkfræðinga segja það sama um sig sjálfa, og eru stjórnmálamenn þó í enn mikilvægara starfi. Sú stefna varð þó ofan á í kjölfar kosningar Reagans að aðrir en þjóð- kjörnir fulltrúar, til dæmis banka- stjórar og auðmenn, voru taldir bet- ur til þess fallnir að taka ákvarðanir er vörðuðu almannahag. Því voru ákveðin tímamót að heyra í vikunni íslenskan ráðherra taka afstöðu með þeim 98 prósentum þjóðarinn- ar sem ekki teljast hátekjufólk, frek- ar en þeim tveimur prósentum sem hingað til hafa fengið að hafa hlutina eins og þeir vilja. Þær raddir heyrð- ust þó fljótt sem höfðu áhyggjur af því að hátekjufólkið flytti úr landi, enda er líklega fátt við Ísland sem heillar það annað en lágir skattar. Ekki er langt síðan ríkisstjórn Nor- egs stóð frammi fyrir álíka vanda- máli. Ögrun við noreg Stein Erik Hagen er einn ríkasti maður Noregs og minnir um margt á íslenskan útrásarvíking, illa máli farinn og síglottandi á öllum mynd- um sem af honum birtast. Síðasta sumar hótaði hann að flytja til Sviss sökum þess hvað hann var óánægð- ur með hátekjuskattinn í Noregi. Viðbrögðin í fjölmiðlum létu ekki á sér standa: „Í efnahagsþrengingunum hefur ríkiskassi Noregs gert sitt besta til að hjálpa öllum. Það er þess vegna sem ég lít á þetta útspil Hagens sem ögrun við Noreg,“ sagði Kristin Hal- vorsen fjármálaráðherra. „Þegar fjölskylda sem ræður yfir mörgum milljörðum króna borgar 10 milljónir í skatt ætti það að vera í lagi. Sagan hefur sýnt okkur að það er vel hægt að verða ríkur í Noregi, eins og Hagen-fjölskyldan er skýrt dæmi um,“ sagði Stoltenberg for- sætisráðherra. Baráttan um börnin Jafnvel aðrir auðmenn snérust gegn Hagen þegar hann varaði fólk við því að hefja rekstur í Noregi. „Þetta er sorglegt. Hann hefur enga ástæðu til að segja þetta, og mín skoðun er þveröfug,“ sagði Petter Stordalen hótelmógúll. Tommy Sharif, sem nú á stærsta dekkjavöruhús í Evrópu, sagði: „Ég gladdist mjög yfir því að geta flutt hingað og mér finnst það heiguls- háttur að fara.“ Stjórnmálafræðingurinn Elisa- beth Hartmann sagði að gerðir Hagens væru aumkunarverðar og sýndu fram á hvernig sumir reyndu að koma sér undan skyldum sam- félagsins. Spáði hún því að þetta myndi gera Fremskrittspartiet, sem vill lækka hátekjuskatt, erfitt fyrir. Það varð og reyndin, Verkamanna- flokkurinn vann kosningarnar í haust. Viðbrögð Hagens voru kunnug- legri en viðbrögð stjórnmálamanna og efnafólks. Hann kvartaði sáran undan því hvað öll umræðan kom sér illa fyrir börn hans. Börn- unum heilsast þó ágætlega, enda fluttu þau til Sviss ásamt formúunni. olía til góðs og ills Nú gætu sumir bent á að það sé olí- an sem geri Norðmenn ríka. Vissu- lega er það svo, en Noregur er eitt af örfáum löndum þar sem olíufundur hefur orðið þjóðinni til hagsbóta. Í flestum tilfellum hafa olíuauðlindir þvert á móti fært miklar hörmung- ar yfir almenning í löndum þar sem þær finnast, og nægir að nefna flest ríki Mið-Austurlanda sem dæmi. Norðmenn eru því ekki að- eins heppnir. Þeir hafa meðvit- að tekið þá ákvörðun að sem flestir fái sinn skerf af auðlegð þjóðarinnar. Áhlaup hefur ver- ið gert á þá stefnu þar sem ann- ars staðar á undanförnum ára- tugum, en ólíkt því sem hér gerðist stóðst hún áhlaupið. Það er þó gott að vita að hér eru enn til stjórnmála- menn eins og Stein- grímur J. Sigfússon, sem tek- ur hags- muni þjóðar- innar fram yfir hagsmuni örfárra auð- manna. Það er afskap- lega langt síðan ráðherra með þá stefnu var síðast hér við störf. Landsfaðir gegn auðmönnum mynDin afmælisályktun ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og uNICEF afhentu jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra ályktun sína um velferð íslenskra barna. Afhending ályktunarinnar er liður í afmælisviku Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem á 20 ára afmæli. Mynd siGtryGGUr ari kjallari umræða 20. nóvember 2009 föstudagur 25 valUr GUnnarsson rithöfundur skrifar „Í flestum tilfellum hafa olíuauðlindir þvert á móti fært miklar hörmungar yfir almenning.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.