Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 6
Sandkorn
n Hans Kristján Árnason er
farinn til New York þar sem
honum hefur verið boðið að
sýna mynd sína „Frá torfbæ
á forsíðu Time“ í Columbia-
háskóla. Í myndinni fjallar
hann um
ævi Sveins
Kristjáns
Bjarnar-
sonar, Ís-
lendingsins
sem flutti
til Vestur-
heims og
varð ein-
hver áhrifa-
mesti maðurinn í bandarísku
listalífi á árum kreppunnar
miklu. Þá hafði Sveinn Kristj-
án tekið upp nafnið Holger
Cahill og gerði eins lítið úr
uppruna sínum og honum
var unnt. Hann stýrði stofn-
un sem styrkti listamenn í
kreppunni en fyrst vakti Ís-
lendingurinn athygli fyrir að
vekja athygli á bandarískri al-
þýðulist sem hafði lítillar hylli
notið í listaheiminum áður.
n André Bachmann undir-
býr nú á fullu árlegt Jólaball
fatlaðra sem haldið verður
9. desember á Hótel Nordi-
ca. Hann hefur fengið fjölda
skemmtikrafta til liðs við
sig, Siggu
Beinteins,
Stebba
Hilmars,
Ingó úr
Veður-
guðunum,
Magna
úr Á móti
sól, Ragga
Bjarna
og Mugison svo nokkr-
ir séu nefndir. Simmi og Jói
koma fram sem og Sveppi og
Villi naglbítur. Kynnar eru
sem fyrr Edda Andrésdótt-
ir, fréttalesari Stöðvar 2, og
fyrrverandi samstarfsmaður
hennar, þingmaðurinn Sig-
mundur Ernir Rúnarsson.
6 föstudagur 20. nóvember 2009 fréttir
Myndband sem sýnir glæsiveislu Baugs í Mónakó árið 2007 hefur farið eins og eldur
um sinu um internetið. Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital, tók að
sér fundarstjórn í veislunni sem kölluð var Baugsdagurinn. Hún segir miklu af pen-
ingum hafa verið kastað í hluti sem höfðu engan tilgang á þessum tíma.
ÚT FYRIR ALLA
SKYNSEMI
„Ég var framkvæmdastjóri Viðskipta-
ráðs á árunum 2006 til 2007 og var
beðin um að taka að mér fundarstjórn
á ráðstefnuhluta Baugsdagsins, þar
sem Malcolm Gladwell rithöfundur
var aðalfyrirlesari. Ég var fundarstjóri
á nokkrum svipuðum viðburðum á
þessum tíma og tel að íburðurinn á
sumum þessara viðburða hafi í raun
verið ákveðin birtingarmynd þeirra
gilda sem réðu ríkjum í íslensku við-
skiptalífi á þessum tíma,“ segir Halla
Tómasdóttir, stjórnarformaður Auð-
ar Capital. Henni sést bregða fyr-
ir í myndbandinu sem hefur vakið
mikla athygli landans. Myndbandið
er af glæsiveislu Baugs í Mónakó í
maí árið 2007 þar sem ekkert var til
sparað.
Út fyrir alla skynsemi
Halla sótti þjóðfundinn í Laugardals-
höll um síðustu helgi þar sem unnið
var að því að endurmeta grundvall-
argildi sem íslenskt samfélag er reist
á og var hún áberandi í fjölmiðlum
í umræðum um fundinn. Aðspurð
hvað henni finnist um veisluna,
Baugsdaginn svokallaða, núna í ljósi
alls þess sem dunið hefur á landinu
síðan segist hún ekki vera á móti við-
burðum sem þessum. Miklum pen-
ingum hafi þó verið kastað í ekki
neitt.
„Ég er reyndar þeirrar skoðun-
ar að það sé ekkert óeðlilegt að fyr-
irtæki hafi viðburði þar sem fer fram
fræðsla og skemmtun til að þjappa
starfsmannahópnum saman og ég
þekki slíkt vel af því að vinna í lang-
an tíma í Bandaríkjunum þar sem
slíkt er gert reglulega. En ég held að
við höfum í þessu efni, eins og í svo
mörgu öðru á Íslandi, verið komin út
fyrir alla skynsemi og miklu af pen-
ingum því kastað í hluti sem höfðu
engan áþreifanlegan tilgang,“ segir
Halla.
Floti af einkaþotum
Skrifað hefur verið um Baugsdag-
inn í breska blaðinu Times. Þar kem-
ur fram að Jón Ásgeir Jóhannesson
leigði flota af einkaþotum til að fljúga
með yfir tvö hundruð viðskiptafélaga
og starfsmenn Baugs til Mónakó þar
sem gist var á lúxushótelinu Monte
Carlo Bay Hotel í tvær nætur. Í hverju
herbergi var gjafapoki fyrir gesti sem
innihélt Perrier-Jouët-kampavín,
kerti og baðolíur frá Jo Malone og
sérpöntuð handklæði þar sem far-
ið var yfir dagskrána, sem fól meðal
annars í sér skemmtiatriði frá söng-
konunni Tinu Turner og grínaranum
Jonathan Ross.
Milljónir í kampavín
Í myndbandinu frá Baugsdeginum
eru innslög með grínistunum úr
sjónvarpsþáttunum Little Britain.
Fer til dæmis ein persónan, Anne,
sem leikin er af David Walliams, í
sleik með Hannesi Smárasyni . Þá er
Jón Ásgeir dáleiddur upp á grín og
hann beðinn um að leggja milljónir
punda inn á bankareikning í Sviss.
Jón Ásgeir sprellar líka fyrir framan
dómnefndina í X-factor, Simon Co-
well og félaga, líkt og hann sé kepp-
andi. Tina Turner tekur lagið og Jon-
athan Ross fer með gamanmál.
Ljóst er að viðburður sem þessi
hefur kostað fúlgur fjár. Hótelið sem
hýsti gestina er sannkallað lúxushót-
el þar sem ódýrustu herbergin kosta
tæplega tvö hundruð evrur nóttin,
tæplega sextán þúsund krónur á þá-
verandi gengi. Kostar gisting fyrir tvö
hundruð manns því rúmlega þrjár
milljónir króna. Dýrustu herbergin
kosta tæplega fimm hundruð evr-
ur, tæpar fjörutíu þúsund krónur á
þáverandi gengi. Ódýrasti morgun-
maturinn er á 34 evrur fyrir mann-
inn, tæpar þrjú þúsund krónur. Hót-
elið er búið ýmsum munaði; þar er
líkamsrækt, næturklúbbur, inni- og
útisundlaug og flatskjár í hverju her-
bergi.
Kampavínið sem gestirnir fengu
kostar ekki undir hundrað evrum og
fer flaskan allt upp í fimm hundruð
evrur. Er hægt að gera ráð fyrir að
flaska á mann hafi kostað tæpar þrjár
milljónir. Vörurnar frá Jo Malone er
heldur ekki gefins og má áætla að
þær hafi kostað um tvær milljónir
króna fyrir alla gestina.
Dýrasti sjónvarpsmaður
Bretlands
Mestur kostnaður við daginn hef-
ur væntanlega verið í sambandi við
skemmtikraftana. Grínarinn Jonat-
han Ross er hæst launaði sjónvarps-
maður Bretlands með sex milljón-
ir punda í árslaun. Það eru rúmlega
hundrað þúsund pund fyrir þátt, um
tuttugu milljónir íslenskra króna.
Það er því hægt að gefa sér að Ross
hafi tekið eitthvað á milli fimmtíu og
hundrað þúsund pund fyrir að troða
upp á Baugsdeginum, eða sex til
þrettán milljónir á þáverandi gengi.
2 lög - 70 milljónir
Dýrasti skemmtikrafturinn hefur
án efa verið Tina Turner en í mynd-
bandinu sést hún syngja slagarann
Simply The Best. Það vakti athygli í
Danmörku fyrir nokkrum árum þeg-
ar kom í ljós að bæjarstjórinn í Óð-
insvéum samþykkti að borga söng-
konunni eina milljón dollara fyrir
að syngja tvö lög: What’s Love Got
To Do With It?og Simply The Best.
Ef sami verðmiði hefur verið réttur
Baugsmönnum kostaði söngkonan
tæpar sjötíu milljónir árið 2007.
Hópeflið sem Baugsdagurinn var
hefur því kostað mörg hundruð millj-
ónir íslenskra króna. Fyrr á árinu var
greint frá gjaldþroti fyrirtækisins og
voru skuldir þess metnar á 148 millj-
arða króna.
Myndbandið frá Baugsdeginum
hefur nú verið fjarlægt að ósk Saga-
film. Fyrirtækið, sem framleiddi inn-
slög með stjörnunum úr sjónvarps-
þáttunum Little Britain, er rétthafi að
þeim og gæti því þurft að borga sekt-
ir þar sem ekki mátti sýna bútana á
netinu.
lilja KaTrín gunnarsDóTTir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
„En ég held að við höf-
um í þessu efni, eins og í
svo mörgu öðru á Íslandi,
verið komin út fyrir alla
skynsemi ...“
Þetta er flugstjórinn sem talar Í byrjun myndbandsins slær Jón Ásgeir á létta
strengi sem flugstjóri.
Tók að sér fundarstjórn Halla var
fundarstjóri á Baugsdeginum og
nokkrum svipuðum viðburðum á
árunum 2006 til 2007.
Samtök verslunar og þjónustu í Árborg tendruðu á jólatré:
Efla samkeppni með samvinnu
Í gærkvöldi tendruðu verslunarrek-
endur á jólatré við ráðhús Árborgar
á Austurvegi á Selfossi. Bjarni Krist-
insson, formaður Samtaka verslunar
og þjónustu í Árborg, fagnar þessum
áfanga og segir að þessi jólamánuð-
ur geti bjargað lífi einhverra þeirra
fyrirtækja sem þegar standa tæpt
í kreppunni. „Við verðum vör við
þreytu í okkar fólki enda er reksturinn
erfiður hjá mörgum,“ segir Bjarni.
Hann bendir á að hjá mörgum
verslunum sé jólamánuðurinn þriðj-
ungur veltunnar og hjá sumum sé
þetta hlutfall enn hærra. „Þá ríður á
að fólk kunni fótum sínum forráð og
geti sparað hina ellefu mánuði árs-
ins. En ef jólatraffíkin nær að bjarga
fyrirtækjum frá þroti þá er nú til ein-
hvers unnið.“
Samtök verslunar og þjónustu í
Árborg eru til þess að gera ný af nál-
inni, sett á laggirnar í mars í fyrra.
„Samtökin eru nokkurn veginn að
fyrirmynd sambærilegra samtaka í
Reykjavík. Tilgangurinn er að efla
samkeppni með samvinnu,“ seg-
ir Bjarni. „Þetta viljum við gera til
dæmis með því að leita magnsamn-
inga í innkaupum á rekstrarvörum
fyrir fjölmörg fyrirtæki í einu,“ heldur
hann áfram.
Hann segir eina hugmyndina vera
að halda nokkurs konar útboð á teng-
ingum við öryggisfyrirtæki. „Þannig
getum við boðið öryggisfyrirtæki að
taka að sér einghvers staðar á bil-
inu fimmtíu til hundrað tengingar
við fyrirtæki í Árborg í einu vettfangi,
með hagstæðum samningi. Yfirlýst-
ur tilgangur samtakanna er einmitt
að efla þjónustu og verslun í Árborg
með aukinni samvinnu aðildarfyrir-
tækjanna.“
jólin bjarga búðum
Bjarni Karlsson, formaður
Samtaka verlsunar og
þjónustu í Árborg, segir
verslun fara vel af stað.