Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 4
Sandkorn
n Bóksalinn Bjarni Harðarson
er á góðu róli með bók sína,
Svo skal dansa, sem hann skrif-
ar út frá sögu formæðra sinna.
Bjarni er á fleygiferð um land-
ið með upplestra úr bókinni
milli þess
sem hann
selur ritið
og kynnir
á kaffi-
húsi sínu,
Sunnlenska
bókakaff-
inu. Í síð-
ustu viku
var slegið
aðsóknarmet á kaffihúsinu
þegar Vestfirska forlagið kynnti
bækur sínar, meðal annars
smásagnakver Ólafs Helga
Kjartanssonar, sýslumanns á
Selfossi. Troðfullt var út úr dyr-
um hjá Bjarna sem sjálfur varð
að skjótast annað til að lesa
upp úr eigin bók.
n Kjartan Gunnarsson, fyrr-
verandi bankaráðsmaður
Landsbankans, hefur látið lítið
fyrir sér fara
undanfar-
ið. Þó er
hermt að
hann beiti
sér í máli
Haga og vilji
tryggja að
eignarhald
fyrirtækisins
falli í aðrar
hendur en Jóhannesar Jóns-
sonar í Bónus. Giskað er á að
Kjartan sé í samstarfi við Jón
Gerald Sullenberger og er í því
samhengi nefnt að sést hafi til
hans nokkrum sinnum í nýrri
verslun Jóns Geralds. Þar hefur
hann gengið um kerrulaus og
með nokkrum valdsmanns-
brag.
4 föstudagur 20. nóvember 2009 fréttir
Pálmi Haraldsson athafnamað-
ur, kenndur við eignarhaldsfélagið
Fons, sver af sér öll eigendatengsl
við eignarhaldsfélagið FS37 ehf., sem
síðar var endurnefnt Stím. Hann seg-
ir að öfugt við það sem fram komi í
ársreikningi félags í eigu Fons, FS38
ehf., frá árinu 2007 hafi Fons aldrei
átt FS37.
FS38 lánaði FS37 2,5 milljarða
króna, samkvæmt ársreikningi FS38,
og voru þeir fjármunir síðan notað-
ir af FS37, síðar Stím, til að kaupa
hlutabréf í Glitni og FL Group í nóv-
ember árið 2007 fyrir 25 milljarða
króna sem að mestu voru fengnir að
láni frá Glitni. Glitnir lánaði FS38 ehf.
milljarðana 2,5 sem síðan voru end-
urlánaðir til FS37.
Endurskoðandi Pálma hjá KPMG
hefur sent ársreikningaskrá bréf sem
dagsett er 17. nóvember 2009 þar
sem þess er farið á leit að ársreikn-
ingur FS38 frá árinu 2007 verði lag-
færður og að tekin verði út skýring
þar sem fram kemur að FS37 hafi
verið í eigu Fons. Meint eignarhald
Fons á FS37, síðar Stím, er því sam-
kvæmt þessu byggt á mistök-
um sem endurskoðandi Fons
gerði í ársreikningi FS38.
Stímmálið verður bráð-
um sent frá Fjármálaeftir-
litinu til sérstaks saksókn-
ara því grunur leikur á
að um markaðsmisnotk-
un hafi verið að ræða þar
sem tilgangur viðskipt-
anna með bréfin í félög-
unum hafi verið að falsa
eftirspurn eftir þeim á
markaði og
hækka verð
þeirra.
Glitnir bauð Pálma að taka þátt
Pálmi segir að eina aðkoma Fons að
málinu hafi verið sem milligönguað-
ili í lánveitingunni frá bankanum og
inn í Stím, þá FS37. „Ástæðan fyrir
því að Fons tók þátt í þessu verkefni
er að starfsmenn Glitnis kynntu þetta
fyrir mér sem fjárfestingaverkefni og
seldu mér þess fjármálaafurð,“ segir
Pálmi. „Ég tel að ástæðan fyrir því að
Fons var boðið að taka þátt í þessu
hafi verið sú að staða Fons var gríðar-
lega sterk á þessum tíma,“ segir Pálmi
en líkt og DV hefur áður greint frá
leitaði Glitnir til margra fjárfesta og
bauð þeim að taka þátt í hlutabréfa-
kaupunum, sem síðar voru kennd við
Stím, meðal annars til Þorsteins Más
Baldvinssonar í Samherja og fjárfest-
ingafélagsins Gnúps svo einhverjir
séu nefndir.
„Í þessari fjármálaafurð fólst að
Glitnir lánaði FS38, sem er í eigu
Fons og var stofnað sérstaklega til að
taka þátt í þessu verkefni, 2,5 millj-
arða sem félagið lánaði svo til FS37,“
segir Pálmi.
Gert til að græða á því, segir
Pálmi
Pálmi segir að ástæðan fyrir því að
Fons tók þátt í verkefninu hafi verið til
að græða á því. „Fyrsta þóknun mín
var sú að ég fékk vaxtamun greiddan.
Það var fjögurra prósenta munur á
vöxtunum á láninu sem FS38 fékk frá
Glitni og því sem félagið lánaði svo til
FS37. Það þarf nú ekki mikinn spek-
ing til að sjá að þetta gefur hundrað
milljónir á ári,“ segir Pálmi og bæt-
ir því við að FS38 hafi einnig fengið
greitt hagstæðara lántökugjald þeg-
ar félagið endurlánaði FS37 en þegar
það tók lánið hjá Glitni, félagið hafi
því grætt þar sömuleiðis á mismun-
inum.
Rúsínan í pylsuendanum fyr-
ir Fons hefði verið ef Stímverkefn-
ið hefði skilað hagnaði því hluti af
samningi félagsins við Glitni var að
Fons átti að fá hlutdeild í hagnaði fé-
lagsins af hlutabréfa-
kaupunum. „Síð-
ast en ekki síst fær
Fons sex prósent
af söluhagnaðin-
um ef hagnaður
myndast af verk-
efninu. Ef hagn-
aðurinn hefði ver-
ið 500 milljónir hefði
Fons fengið 30,“
segir Pálmi.
Engin áhætta, segir Pálmi
Pálmi segir aðspurður að því hafi
ekki verið erfitt að ákveða að taka
þátt í verkefninu. „Ekki var nú mikil
áhætta í verkefninu, þú ert nú búinn
að komast að því... Hvað hefðir þú
gert? Ef þú setur þig bara í mín spor
og ákveður hvort þú eigir að taka
þátt í verkefninu fyrir hönd Fons...
Glitnir kemur bara með verkefnið
inn á borð til mín og á frumkvæði að
því algerlega. Ég kem hvergi þar ná-
lægt. Þeir bara selja mér þetta verk-
efni alveg eins og sölumaður sem er
að selja bíl, skrifborð, stól, flugmiða,
bíl eða tölvu eða hvað annað. Síðan
eiga menn bara í samningaviðræð-
um og niðurstaðan verður sú að Fons
stofnar þetta sjálfstæða félag í kring-
um þetta til að taka þetta lán,“ segir
Pálmi.
Hluti af samkomulagi Fons við
Glitni var að félag Pálma gat hent
FS38 aftur í bankann ef það kærði sig
um og gengið þannig frá verkefninu
án þess að tapa neinu á því, „skilað
þeim afurðinni“ eins og Pálmi orð-
ar það. Þetta gerði Fons eftir banka-
hrunið í haust samkvæmt heimild-
um DV. „Ég gat skilað þeim afurðinni.
En það verður að athuga að á þess-
um tíma velti enginn því fyrir sér að
bréfin gætu orðið verðlaus. Engum
datt í hug að þessi bréf gætu tapast.
Mér fannst þetta hin besta fjármála-
afurð á þeim tíma og hún var í sjálfu
sér aldrei slæm af því að maður lenti
aldrei í tjóni út af þessu,“ segir Pálmi.
Samkvæmt því sem Pálmi seg-
ir liggur ábyrgðin í Stímmálinu fyrst
og fremst hjá Glitni en ekki hjá hon-
um og öðrum utanaðkomandi þátt-
takendum í málinu eins og hluthöf-
unum sem mynduðu Stímhópinn á
endanum. Stímkaupin virðast hafa
verið skipulögð af stjórnendum og
eigendum Glitnis til að þjóna hags-
munum þeirra í gegnum Glitni og
FL Group. Því má ætla að rannsókn
sérstaks saksóknara beinist fyrst og
fremst að stjórnendum og eigend-
um Glitnis og stærsta hluthafans, FL
Group: þeim Lárusi Welding, Þor-
steini M. Jónssyni, Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni og þeim starfsmönnum
Glitnis sem sáu um Stímmálið.
PÁLMI: GLITNIR BAUÐ
FONS ÞÁTTTÖKU Í STÍMI
„Mér fannst þetta hin
besta fjármálaafurð á
þeim tíma og hún var
í sjálfu sér aldrei slæm
af því að maður lenti
aldrei í tjóni út af þessu.“
Pálmi Haraldsson segir að
Fons hafi aldrei átt eignar-
haldsfélagið FS37, sem síð-
ar varð Stím. Mistök end-
urskoðanda Pálma urðu til
þess að í ársreikningi félags
í hans eigu kemur fram
að Fons hafi átt félagið.
Pálmi segist hafa tekið þátt
í Stímmálinu því Glitnir
hafi leitað til hans og vegna
þess að hann gat grætt á
viðskiptunum. Hann segir
áhættuna fyrir sig og Fons
hafa verið enga.
InGI F. VIlHjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Glitnir biðlaði til Fons Pálmi segir
að starfsmenn Glitnis hafi beðið Fons
um að taka þátt í Stímverkefninu. Hann
segist hafa tekið þátt til að græða á því.
stjórnendurnir Rannsókn sérstaks saksóknara
á Stímmálinu mun væntanlega fyrst og fremst
beinast að stjórnendum og eigendum Glitnis og
FL Group, stærsta hluthafa Glitnis. Meðal annars
Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og
Þorsteini M. Jónssyni auk starfsmanna bankans.
Leiðrétting
Í Suðurlandsblaði DV á mið-
vikudaginn var Magnús Hlynur
Hreiðarsson ranglega titlaður rit-
stjóri Sunnlenska fréttablaðsins.
Hið rétta er að Magnús Hlynur er
ritstjóri Dagskrár. Einnig var sagt
að jólasveinar kæmu til byggða
í Árborg þann 11. desember, en
þeir munu ekki koma af fjöllum
fyrr en laugardaginn 12. desem-
ber. Hvort tveggja leiðréttist hér
með og er beðist velvirðingar á
mistökunum.
Örugg og góð þjónusta í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207
www.ljosmynd.is
Pantaðu
jólamyndatökuna
tímalega