Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 16
16 föstudagur 20. nóvember 2009 helgarblað Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, er sá íslenski auðmaður sem hvað minnst hefur verið í um- ræðunni á síðustu mánuðum. Þrátt fyrir þetta eru fáir auðmenn hér á landi sem eru eins gríðarlega stórir á markaði. Jón á fjölmörg fyrirtæki á Íslandi sem eru í blússandi rekstri og sem eru í fararbroddi á sínum sviðum, til að mynda BYKO, Krón- una, Húsgagnahöllina og Intersport. Í reynd má segja að hann myndi mótvægi við verslunarveldið Haga á smásölumarkaðnum hér á landi og að hann berjist við það um ráðandi markaðsstöðu. Fáir, ef nokkrir kaupsýslumenn, standa betur að vígi en hann eftir hrunið þótt það sé honum vissulega erfitt eins og öðrum, meðal annars af því að hann átti stóran hlut í Kaup- þingi sem tapaðist í hruninu. En Jón Helgi færði sömuleiðis duglega út kvíarnar til annarra landa á liðnum árum og tók þátt í útrás við- skiptalífsins, líkt og svo margir aðr- ir fjárfestar. Aðallega horfði hann til Austur-Evrópu þar sem hann keypti banka og ýmis fyrirtæki. Hann er þó sennilega ekki rétt nefndur útrás- arvíkingur þar sem gildi hans eru nokkuð frábrugðin þeim sem yfirleitt eru hengd á þá. Hann er miklu frekar kaupsýslumaður af gamla skólanum sem vill fara hægar í sakirnar, byggja fyrirtæki upp í rekstri og ekki taka of mikla áhættu. Óhóf útrásarinn- ar myndi sennilega vera eitur í hans beinum og hann forðast kastljós fjöl- miðlanna eftir bestu getu. DV fékk nokkra álitsgjafa til að segja skoðanir sínar á þessum huldumanni sem stendur enn keikur eftir hrunið. Undir yfirborðinu Eitt af því sem flestir sem fylgst hafa með Jóni Helga benda á er það hversu ólíkur mörgum öðrum auð- mönnum hann er. Á meðan marg- ir þeirra berast á, fara geyst og vekja athygli á sér með yfirgengilegum lífs- stíl heldur hann sig til hlés og forð- ast sviðsljósið. Jón Helgi er lítt þekkt- ur meðal almennings hér á landi og hefur nær ekkert verið í kastljósi fjöl- miðlanna fyrir eða eftir hrunið. Samanburður á því hversu oft hefur verið skrifað um Jón Helga í dagblöðum landsins síðastliðið ár sýnir fram á hversu lítið hefur ver- ið fjallað um hann. 14 fréttir koma upp hjá Lánstrausti þegar leitað er að fréttum um Jón Helga sem birtar hafa verið í dagblöðunum á síðasta ári. Til samanburðar kemur nafn Björgólfs Guðmundssonar upp 164 sinnum, Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar 171 sinni og nafn Sigurðar Einars- sonar 143 sinnum. Maðurinn er því næstum því óskrifað blað í íslenskri samfélagsumræðu þrátt fyrir að hafa verið mjög stór í íslensku viðskipta- lífi síðastliðin ár. Enginn gjálífisseggur Ein af ástæðunum fyrir þessu er sú að Jón Helgi er enginn gjálífisseggur, eins og svo margir af íslensku auð- mönnunum sem verið hafa í farar- broddi í íslensku viðskiptalífi síðustu ár. Hann hefur ekki komist í fréttirn- ar fyrir að skipuleggja lúxusveislur með heimsþekktum skemmtikröft- um sjálfum sér til dýrðar, fyrir kaup á dýrum bílum eða fasteignum og nafn hans er ekki tengt við munúðarfullt líf á nokkurn hátt. Nafn hans er auk þess ekki bendlað við þekkt hneyksl- ismál og vafasama viðskiptagjörn- inga, svo vitað sé, þrátt fyrir að hann hafi verið einn af stærri viðskiptavin- um íslensku bankanna.,,Hann held- ur spilunum þétt að sér. Hann stól- ar ekki á fólk í blindni heldur tekur ákvarðanirnar sjálfur á endanum,” segir einn af viðmælendum DV. „Hann vill ekki vekja á sér athygli. Hann vill til dæmis ekki fljúga á Saga Class og gerir kröfu um að fólk fari mjög sparlega með peninga þeg- ar það ferðast á vegum fyrirtækja hans. Til að mynda þá hefur hann lagt Benz-jeppanum sínum síðustu mánuði og keyrir nú um á minnstu týpunni af Toyota-smábíl sem er í engu samræmi við fjárhagsstöðu hans. Þetta gerir hann því tíðarand- inn í samfélaginu er þannig. Hann vill vera undir yfirborðinu,“ segir heimildarmaður blaðsins. Jón Þór Hjaltason, fyrrverandi meðeigandi Jóns Helga að BYKO og sá sem stofnaði með honum flutn- ingafyrirtækið Jónar, segir að Jón Helgi berist lítið á. „Skoðaðu bara bílinn sem hann keyrir um á. Hann er bara með lágan prófíl og er bara að vinna í þessum fyrirtækjum sín- um. Hann lætur það bara vera núm- er eitt, tvö og þrjú í lífi sínu,“ segir Jón Þór. Annar heimildarmaður DV seg- ir svipaða sögu af forgangsröðun- inni hjá Jóni: Að hann hafi fyrst og fremst áhuga á að gera vel í viðskipt- um. ,,Peningarnir eru það sem skipt- ir hann mestu máli.” Auðmaður af skandinavíska skólanum Að þessu leyti má segja það um Jón Helga að hans karakter sé líkari því sem á ensku er kennt við „old mon- ey” en ekki „new money”. En greinar- munurinn er gjarnan notaður til að lýsa tvenns konar mismunandi auð- mönnum: Þeim sem vilja ekki flagga auði sínum um of og halda sig innan ákveðinna velsæmismarka í lífsstíl sínum og þeim sem vilja bera auð sinn á torg á áberandi hátt og allt- af ganga lengra og lengra í lífsstíln- um. „Óvildin sem er úti í samfélag- inu í garð Jóns Ásgeirs og Baugs og margra annarra auðmanna er ekki fyrir hendi í tilfelli Jóns Helga. Hann á sér ekki marga óvildarmenn. Hann hefur bara lifað þannig að þessi öf- und á ekki við um hann því hann hefur ekki verið með áberandi lífs- stíl. Berst viljandi lítið á. Hann á þó ýmsa hluti sem hann sýnir bara ekki og flíkar ekki. Það er kannski lýsandi fyrir Jón Helga að hann heldur sig á Norðurlöndunum meðan margir aðrir auðmenn dvelja á stöðum ríka RISINN Á BAK VIÐ KRÓNUNA Jón Helgi Guðmundsson er senni- lega sá íslenski auðmaður sem hvað minnst hefur verið í umræðunni hér á landi. Hann er einn burðugasti fjár- festir landsins og er veldi hans gríð- armikið og nær til nokkurra landa. Hann á sér langa sögu í viðskiptum og hefur komið víða við, með S-hópnum, Hannesi Smárasyni og Þórði Magn- ússyni. Jón er huldumaðurinn í ís- lensku viðskiptalífi sem fer sér hægt en örugglega og kemur hann betur undan hruninu en margir aðrir. InGI F. VIlHJálMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is ,,Hann kemur miklu betur út úr hruninu en margir aðrir af því hann er varkár og passasamur og heldur sínum spilum mjög þétt að sér.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.