Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR
Mannréttindi hafa verið eilífðardeilu-
mál Bandaríkjanna og Kína og utan-
ríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefur
árlega út skýrslu um stöðu mannrétt-
indamála víða um heim og inniheld-
ur skýrslan alla jafna sérstakt mat á
mannréttindum í Kína. Þrátt fyrir að
Bandaríkjastjórn finni enn mann-
réttindum í Kína margt til foráttu fjar-
lægði hún þó Kína af lista yfir ríki þar
sem flest mannréttindabrotin eru
framin. Kínversk stjórnvöld komu
árið 1998 með krók á móti bragði og
hófu útgáfu sinnar eigin skýrslu um
mannréttindabrot af hálfu Banda-
ríkjastjórnar.
Nýlega komst netfyrirtækið Goog-
le í sviðsljósið vegna meintra árása
Kínverja á vefsíður bandarískra fyr-
irtækja og samkvæmt yfirlýsingu frá
Google hafði verið brotist inn á reikn-
inga tuga talsmanna mannréttinda, í
Kína, Bandaríkjunum og Evrópu.
Málið þróaðist í þrátefli á milli
Google og kínverskra stjórnvalda
og lýsti Google því yfir að fyrirtæk-
ið myndi hugsanlega neyðast til að
hætta starfsemi í Kína og væri ekki
lengur reiðubúið að ritskoða kín-
verska útgáfu leitarvélar þess, eitt-
hvað sem það samþykkti að gera upp
að vissu marki árið 2006.
Þann 20. janúar fóru bandarísk
stjórnvöld þess á leit við ráðamenn í
Peking að þeir gerðu gangskör að því
að rannsaka meintar árásir á net- og
vefföng innan vébanda Google og
sögðu að Kínverjar hefðu aukið rit-
skoðun. Kínverjar svöruðu um hæl og
vísuðu gagnrýni bandarískra stjórn-
valda á neteftirlit Kínverja á bug og
sögðu hana geta skaðað samskipti
ríkjanna.
Mikillar stífni hefur gætt í samskiptum
Bandaríkjanna og Kína. Deilu Google og
kínverskra stjórnvalda bar hátt í janúar,
vopnasala til Taívan fer fyrir brjóstið á Kín-
verjum, Barack Obama hyggst hitta Dalaí
Lama og Bandaríkjamenn kenna Kínverj-
um um óhagstæðan viðskiptajöfnuð.
RISARNIR RÍFAST
Þó nokkurs kuls hefur gætt í sam-
skiptum Bandaríkjanna og Kína
undanfarið og á meðal þess sem
valdið hefur spennu á milli ríkj-
anna er fyrirhuguð heimsókn Dalaí
Lama, útlægs andlegs leiðtoga tíbet-
sku þjóðarinnar, til Bandaríkjanna
og vopnasölusamningur Bandaríkj-
anna og Taívan.
Eitt af því sem farið hefur fyr-
ir brjóstið á Bandaríkjamönnum er
gengisskráning kínverska gjaldmið-
ilsins júan en bandarísk fyrirtæki
hafa oft og tíðum kvartað yfir því
að kínversk stjórnvöld haldi gjald-
miðli landsins undirskráðum og gefi
þannig iðnaði landsins ósanngjarnt
forskot með tilliti til vöruverðs.
Ásakanir leysa ekki vandamálið
Nú hefur Barack Obama Bandaríkja-
forseti lýst því yfir að þarlend stjórn-
völd muni taka harðari afstöðu gagn-
vart stjórnvöldum í Peking vegna
gengisskráningar júansins og við-
skipta landanna. Obama lofaði enn
fremur að tryggja að önnur ríki gæfu
sér sjálfum ekki ósanngjarnt forskot
gagnvart Bandaríkjadalnum.
Talsmaður kínverska utanrík-
isráðuneytisins, Ma Zhaoxu, sagði
ekki hægt að skella skuldinni af hag-
stæðum viðskiptajöfnuði Kína gagn-
vart Bandaríkjunum á gengi júans.
Að sögn Ma er skráð gengi gjald-
miðils landsins nokkuð raunhæft og
Kínverjar séu ekki að eltast við hag-
stæðan viðskiptajöfnuð í viðskiptum
landanna.
„Sem stendur [...] er gengi júans
nokkuð raunhæft og í jafnvægi,“
sagði Ma Zhaoxu, og bætti við að
ásakanir og þrýstingur myndu ekki
leysa vandamálið.
Varar við verndartollum
Þrátt fyrir að Obama lofi harðari af-
stöðu og aukinni viðleitni til að
tryggja að Kína og aðrar þjóðir standi
við viðskiptasamninga sagði hann að
það yrðu mistök af hálfu Bandaríkj-
anna ef þau tækju upp verndartolla.
Obama sagði að meiri harka væri
nauðsynleg til að tryggja að gildandi
reglum væri framfylgt og að stöð-
ugur þrýstingur væri á Kína og öðr-
um löndum um opna markaði með
gagnkvæmum ávinningi.
Helsta áskorunin að mati Obama
er að tryggja að bandarísk fram-
leiðsla standi ekki höllum fæti vegna
óeðlilegrar gengisskráningar í öðr-
um löndum og að verð á bandarískri
vöru sé ekki hækkað óeðlilega og
vörur annarra landa lækkaðar með
óeðlilegum aðferðum.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Ferðir Dalaí Lama hafa ávallt
verið kínverskum stjórnvöldum
hugleiknar og þá ekki síst þær
móttökur sem hann fær í þeim
löndum sem hann sækir heim.
Stjórnvöld víða skirrast við að taka
á móti Dalaí Lama opinberlega og
ráðamenn laumast til að berja
hann augum á þeim forsendum
að þeir geri það ekki sem opinber-
ir embættismenn.
Nú hefur Barack Obama, þrátt
fyrir viðvaranir kínverskra stjórn-
valda, lýst því yfir að hann muni
hitta Dalaí Lama þegar hann kem-
ur til Bandaríkjanna. Að sögn Bills
Burton, talsmanns forsetans, voru
kínversk stjórnvöld upplýst um
það á síðasta ári að Obama myndi
hitta Dalaí Lama. „Dalaí Lama er
alþjóðlegur trúar- og menning-
arlegur leiðtogi og forsetinn mun
hitta hann sem slíkan,“ var haft
eftir Bill Burton á þriðjudaginn.
Kínversk stjórnvöld eru óm-
yrk í máli vegna fyrirætlana Bar-
acks Obama og á miðvikudaginn
sagði Ma Zhaoxu, talsmaður ut-
anríkisráðuneytis Kína, að fund-
ur Obama og Dalaí Lama myndi
skaða samskipti ríkjanna meir en
orðið er.
Þess má geta að Obama af-
þakkaði boð um að hitta Dalaí
Lama á síðasta ári, en sagðist
myndu hitta hann síðar. Heim-
sókn Dalaí Lama hefur ekki verið
nákvæmlega tímasett en ráðgert
er að hún verði síðar í þessum
mánuði.
Þáttur Dalaí Lama
Taívan hefur löngum verið upp-
spretta vandamála í samskiptum
Bandaríkjanna og Kína. Kínversk
stjórnvöld hafa staðið föst á þeirri
skoðun að eyjan sé hérað í Kína,
þrátt fyrir að stjórn Taívan hafi
aldrei verið í höndum kínverskra
stjórnvalda.
Allir sjálfstæðistilburðir taív-
anskra stjórnvalda hafa farið fyrir
brjóstið á Kínverjum sem hafa hót-
að innrás ef Taívan lýsir formlega
yfir sjálfstæði. Talið er að Kínverjar
beini um 1.000 flugskeytum að eyj-
unni.
Í janúarlok tilkynnti ríkisstjórn
Bandaríkjanna um fyrirhugaða
vopnasölu til Taívan. Á meðal þess
sem Taívanar fá frá Bandaríkjunum
eru flugskeytavarnakerfi, þyrlur og
fleiri hergögn, en Taívanar munu þó
ekki fá F-16 orrustuþoturnar sem
voru efst á óskalistanum. Stjórnvöld
í Peking brugðust ókvæða við tíð-
indunum og sendu harðorða við-
vörun um að samvinna ríkjanna í
alþjóðlegum málum sem og málum
sem varða þann heimshluta kynnu
að bíða tjón af. Aukinheldur vöruðu
kínversk stjórnvöld við því að þau
myndu beita þau fyrirtæki, þeirra
á meðal Boeing og Lockheed Mart-
in, sem í hlut ættu refsiaðgerðum.
Sérfræðingar telja að með vopna-
sölusamningnum hafi bandarísk
stjórnvöld teflt í tvísýnu stuðningi
kínverskra stjórnvalda með tilliti til
hertra refsiaðgerða gagnvart Íran og
einnig í málefnum sem varða Norð-
ur-Kóreu.
Vopnasala til Taívan
Árásir úr netheimum
Heræfing á Taívan
Samkipti Bandaríkjanna
og Kína kunna að bíða
tjón vegna vopnasölu
Bandaríkjanna til Taívan.
Kínverskir internetnotendur Deila
Google og kínverskra stjórnvalda olli því
að ráðamenn í Bandaríkjunum ákváðu
að hafa afskipti af málinu.
Trúarleiðtogi eða aðskilnaðarsinni? Kínversk
stjórnvöld eru ekki sátt við fyrirhugaðan fund
Dalaí Lama og Baracks Obama.
Forsíða China Daily Fyrirhuguð
vopnasala Bandaríkjanna til Taívan er
illa séð í Peking. MYNDIR AFP
Lofar lítilli linkind Barack Obama
sagði meiri hörku þurfa í að tryggja að
gildandi reglum væri framfylgt.