Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 VIÐTAL
Kynntu þér lán og aðra
þjónustu Íbúðalánasjóðs
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
Lán til íbúðakaupa
Lán til endurbóta og viðbygginga
Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)
Úrræði í greiðsluvanda
í samræðum.“
Maraþongen Steingríms J.
Ert þú ánægður með ríkisstjórnina?
„Það er ekkert frumlegt við það lengur að segja
það, en ég dáist að Steingrími J. Sigfússyni. Það
er maraþongen í Steingrími. Hann er dugleg-
ur, samviskusamur og ötull og ég sé að aðrir
ráðherrar styðja hann myndarlega. Með fullri
virðingu fyrir forsætisráðherranum vil ég nefna
einnig Össur Skarphéðinsson. Hann hefur stað-
ið sig eins og kappi í þessum málum. Össur er
öflugur stjórnmálamaður með mikla reynslu.
Ein ástæða þess að við náðum fram öllum þess-
um pólitísku atriðum í Iceave-málinu var sú að
hann ræddi við starfsbróður sinn, David Mili-
band, utanríkisráðherra Bretlands. Það hjálpaði
okkur í málinu. Ég verð að segja alveg eins og er
að ég met það mikils að Steingrímur og fleiri eru
að vinna að þessu máli. Reyndar hlýtur öllum að
ganga gott til. Þú ert kosinn á Alþingi til að láta
gott af þér leiða.“
uppi með stjórnkerfiskreppu sem lagst hefur
ofan á bankakreppuna.“
Enginn forveri hefði farið svona að
„Ég er nokkurn veginn viss um að enginn forveri
Ólafs Ragnars hefði notað málskotsréttinn eins
og hann gerði upp úr áramótunum.
Að þessu sögðu finnst mér að ákvörðun for-
setans eigi að byggjast á málinu sjálfu, sem sé
því að forsetanum þyki málið það örlagaríkt fyr-
ir þjóðina að það eigi að spyrja hana hvort sem
margir eru með því eða á móti. Fjöldinn á Fac-
ebook skiptir þar engu máli. Hann átti að taka
málefnalega afstöðu til málsins á grundvelli
mikilvægis þess. Hér vil ég nefna fjölmiðlalögin
árið 2004. Ég var algerlega ósammála uppsetn-
ingu þess af hálfu Samfylkingarinnar og VG. Ég
tel að það hefði þurft að setja lög um möguleika
fjármagnsins til þess að ráða fjölmiðlum. Það
var hörmulegt að sú tilraun mistókst. Ofurvald
fjármagnsins er alltaf hættulegt. Þar gerði forset-
inn það sama. Hann sagðist ekki vísa málinu til
þjóðarinnar af því að það væri svo stórt heldur
vegna þess að það væri gjá á milli þings og þjóð-
ar.
Þessi aðferð forsetans þá og nú er að mínu
mati ekki rétta nálgunin. Vandinn er sá að það
er hvergi skrifað í stjórnarskrá eða lögum hvern-
ig þetta á að vera eða gerast. Það er í sjálfu sér
alvarlegur hlutur.“
Lýðræði sem breytingaafl
„En við vinstrimenn á Íslandi höfum aldrei lýst
sem okkar aðferð að við ætluðum að brjóta lög-
in en við höfum áskilið okkur rétt til að breyta
þeim sem er allt annar hlutur. Við breytum regl-
unum með lýðræðislegum og þingræðislegum
hætti. Það verða menn að skoða í þessu Icesave-
máli. Segjum að maður komi á fund í verkalýðs-
félagi. Samningar hafa verið gerðir um sömu
lágu launin áfram. Sama skítakaupið áfram. Af
hverju eru slíkir samningar gerðir? Það er vegna
þess að aðstæður eru slíkar. Það næst ekki meira
í bili. Segir þú þá í þínu stéttarfélagi að forystu-
menn þess gangi erinda atvinnurekenda? Nei,
þú gerir það ekki vegna þess að það er mark-
leysa.
Nú verðum við að leyfa mönnum að úst-
skýra samninginn, ræða hann án þess að hella
sér hver yfir annan með ónefnum. Þetta er fyrsta
viðtalið við mig í fjölmiðli í meira en áratug og
ég skóf ekkert af hlutunum sjálfur. En ég segi al-
veg eins og er að mér finnst umræðan nú vera
svakalega illyrt. Menn meiða þá í orðræðu sem
ekki eru sammála þeim. Þetta er ekki gott en
líka skiljanlegt vegna þess að samfélagið er enn
svo niðurbrotið eftir bankahrunið. Það eru svo
margir sem töpuðu svo miklu. Hér er ungt fólk
að basla í litlum íbúðum sínum með börnin sín
og skuldafjall. Þetta fólk þráir efnahagslegt ör-
yggi heitast af öllu. Það er við þessar aðstæður
auðvelt að espa upp umræðuna þar til hatur og
reiði verður ráðandi. Það sem við þurfum svo
átakanlega er lausn, ábyrgð og sanngirni, einnig
Ekkert merkilegt
„Þegar þjóðin kemur
þannig fyrir erlendis
að forsetinn hafi gert
uppreisn gegn þinginu,
þá er það í fyrsta lagi
ekkert merkilegt að það
fari í allar fréttir.“
Ólafur einn „Ég er nokkurn veginn
viss um að enginn forveri Ólafs
Ragnars hefði notað málskotsréttinn
eins og hann gerði upp úr áramót-
unum.“