Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 NAFN OG ALDUR? „Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, 29 ára.“ ATVINNA? „Leikari, stundum leikstjóri og tilraunalagasmiður.“ HJÚSKAPARSTAÐA? „Í góðu lagi.“ FJÖLDI BARNA? „Ég á engin börn sjálf en ég á svona smávegis í fullt af börnum annarra.“ HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR? „Já ég hef átt tvo ketti.“ HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST? „Æðislega tónleika hjá Ólöfu Arnalds, æskuvinkonu minni, í Þjóðmenningarhúsinu.“ HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN? „Já, en ekkert alvarlegt, maður var bara ungur og vit- laus. Batnandi mönnum er best að lifa!“ HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU? „Í augnablikinu er það ullarpeysa sem ég fékk í jóla- gjöf frá foreldrum mínum. Mamma kenndi pabba að prjóna og svo prjónuðu þau saman á okkur systurn- ar.“ HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN? „Nei, mig myndi örugglega langa alltof mikið í sæt- indi ef ég færi í megrun!“ HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆLUM? „Já, undanfarna daga hef ég til dæmis sótt mótmæla- fundi með kvikmyndagerðarfólki út af niðurskurðin- um sem stendur til.“ TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF? „Já.“ HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA HALDIÐ UPP Á? „Ekki neitt!“ HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR? „Góð spurning – lélegt svar. Ég veit það ekki!“ TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA? „Frumsýningarinnar á Boðbera og að gefa út plötuna mína.“ HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFTUR? „Vá, þær eru ansi margar. Ef mér finnst mynd skemmtileg þá get ég eiginlega alltaf horft á hana aft- ur og aftur!“ AFREK VIKUNNAR? „Að bjóða öllum vinum mínum á Facebook að vera aðdáendur bíómyndarinnar Boðbera!“ HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR? „Ó já, margoft! Mér finnst það rosalega gaman.“ SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI? „Já, ég lærði á gítar í átta ár.“ VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? „Nei! Við erum svo lítil þjóð að atkvæði okkar myndi aldrei skipta neinu máli þar. Við erum á stærð við lítið hverfi í öðrum borgum. Þetta segir sig sjálft.“ HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU? „Fjölskyldan og annað fólk sem manni þykir vænt um.“ HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ? „Þarf maður þess nokkuð, eru þeir ekki bara fullir í pontu á Alþingi hvort eð er. Djók!“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST VILJA HITTA OG AF HVERJU? „Paulo Coelho – ég hef lesið svo mikið af bókunum hans og ég held það væri gaman að spjalla við hann.“ HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ? „Já, ég hef ort mjög mikið af ljóðum, misgóðum.“ NÝLEGT PRAKKARASTRIK? „Laumaði að samstarfsmönnum ógeðissmákökum (það skal þó tekið fram að þetta var hefndaraðgerð eftir að vera hrekkt af þeim).“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST? „Reese Witherspoon. En að henni algjörlega ólastaðri þá vil ég bara vera lík sjálfri mér.“ ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA? „Ég ætla rétt að vona það!“ Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI? „Nei.“ HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN? „Ætli ég eigi ekki nokkra í hverju landi sem ég hef komið til.“ HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA? „Slökkva ljósið.“ HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚT ÚR KREPPUNNI? „Heyrðu, ég leysi hana bara snöggvast! Halda áfram að skapa og nýta hugvitið í landinu. Ekki eyðileggja það sem er búið að byggja upp eins og kvikmynda- iðnaðinn, sem er ein besta landkynningin okkar, heldur nýta tækifærin sem þær skapa. Ferðabrans- inn gæti til dæmis verið með Lara Croft-sleðaferðir og James Bond-jöklaferðir. Verum skapandi og nýtum tækifærin okkar!“ Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir er einn leikenda í myndinni Boð- beri sem frumsýnd verður innan skamms. Hún er líka að leggja lokahönd á barnaplötu þar sem hún samdi lög og texta sjálf. SPILAR Á GÍTAR www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur KOMIÐ ÚT KOMIÐ ÚT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.