Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 18
18 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur „Söknuður minn eftir góðum pilti er svo mikill. Þetta er meira en erf- itt. Það er ekki hægt að lýsa þessari sorg,“ segir Helgi Vilhjálmsson sem syrgir son sinn, Hannes Þór, sem myrtur var um síðustu helgi. Bana- maður Hannesar er ófundinn og rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hannes Þór, sem var fram- kvæmdastjóri hjá föður sínum í sælgætisgerðinni Góu, fannst myrt- ur á heimili sínu um hádegisbil á sunnudag og var það unnusta hans sem fann hann liggjandi í blóði sínu við rúmið. Ljóst er á ummerkjum að stympingar höfðu átt sér stað en morðinginn er talinn hafa læðst inn í húsið um inngang sem alla jafna var ólæstur. Fjölda stungusára var að finna á hinum látna og talið lík- legt að hann hafi verið stunginn þar sem hann lá sofandi. Þvílíkur öðlingur Fyrir utan heimili Hannesar Þórs er búið að leggja fjölda blómvanda og kransa til að minnast hins látna. Helgi er virkilega þakklátur fyrir all- an þann stuðning sem fjölskyldan hefur fundið fyrir frá því hinn svip- legi atburður átti sér stað síðasta sunnudag. „Hann var með opið hús fyrir alla. Við höfum fengið mikinn stuðning og mér þykir gott að heyra fallegar lýsingar vina. Ég vil þakka þjóðinni, bæði fólki og fyrirtækjum, stuðninginn. Öll blómin fyrir utan hjá honum sýna hverslags öðlingur hann var,“ segir Helgi og beygir af. Rannsókn lögreglu teygir sig í ýmsar áttir en í vikunni hefur hún einkum beinst að því að um ástríðu- glæp hafi verið að ræða og í því ljósi voru tveir einstaklingar hafðir í haldi, annar þeirra æskuvinur unn- ustu Hannesar og hinn fyrrverandi kærasti hennar. Hvorugur þeirra var þó úrskurðaður í gæsluvarðhald og þeim var báðum sleppt úr haldi í vikunni. Þeir eru þó enn með stöðu grunaðs manns á meðan rannsókn lögreglu vindur fram. Hryllingur Tæknirannsókn lögreglu er að mestu lokið og nú hafa lífsýni af vettvangi verið send út til rannsókn- ar en tvær til þrjár vikur geta lið- ið þar til niðurstöður berast. Helgi treystir því að lögreglan komi hönd- um yfir þann eða þá sem réðu syni hans bana. „Við reynum að fylgjast með gangi mála því við viljum ná svona óþverra. Að ráðast á fólk sof- andi er ótrúlegur hrottaskapur. Að geta ekki staðið augliti til auglitis við hann, ég veit ekki hvers lags fólk gerir svona lagað. Því miður,“ segir Helgi ákveðinn. „Hvað er að þjóðinni? Hvers vegna erum við að spara þegar kemur að lögreglunni? Ég næ því ekki og við verðum að auka stuðn- ing við lögregluna. Ég treysti lög- reglunni til góðra verka, þar eru góðir menn, en það er engin spurn- ing að svona fólki verður að ná.“ Þakklátur fyrir stuðninginn Helgi ítrekar þakklæti sitt fyrir þann mikla stuðning sem fjölskyldunni hefur verið sýndur síðustu daga. Hann telur mörg ár í það að sárs- aukinn dvíni vegna sonarmissisins, ef það gerist þá nokkurn tímann. „Ég get eiginlega ekki svarað því hvort ég komist yfir þennan atburð fyrr en eftir nokkur ár. Þetta er eitt- hvað sem ég óska engum að lenda í. Ég er ekki almennilega búinn að átta mig á þessu. Þetta er svo mikill hryllingur að þetta er líklega það al- versta sem nokkur maður getur lent í. Það er spurning hvort ég komist í gegnum þetta,“ segir Helgi með grátstafinn í kverkunum. „Fyrir mig sem föður er þetta enn einn skólinn sem ég er að ganga í gegnum á lífsleiðinni. Upplifunin er því miður svo miklu meira en hræði- leg. Ég er nú orðinn 68 ára og hef kynnst ýmsu. Fyrir vikið er ég sæmi- legur harðjaxl en þessu hefði ég aldrei trúað. Ég held að það sé ekki til neitt verra en þetta.“ ritstjorn@dv.is „Söknuður minn Er Svo mikill“ Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu, er þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann og fjölskylda hans hafa fundið fyrir eftir dauða sonar hans, Hannesar Þórs, um síðustu helgi. Lög- reglan leitar enn þess sem réði Hannesi bana og treystir Helgi henni til að finna óþverrann sem myrti Hannes. Hann ótt- ast að komast aldrei yfir sonarmissinn. Að geta ekki staðið augliti til auglitis við hann, ég veit ekki hvers lags fólk gerir svona lagað. Meira en erfitt Helgi saknar þess mikla öðlings sem Hannes sonur hans var og segir sonarmissinn miklu meira en hræðilega upplifun. Margir minnast Hannesar Fyrir utan heimili hins látna hefur safnast upp mikill fjöldi blómvanda og er fjölskylda Hannesar þakklát fyrir allan þann stuðning sem hún hefur fundið fyrir. Lögreglan biðlar til almennings eftir upplýsingum sem geta hjálpað til við rannsóknina. Hannes Þór Helgason F. 9 . j ú l í 1 9 7 3 – D . 1 5 . á g ú s t 2 0 1 0 n Á fjórða tug lögreglumanna vinnur að rannsókn vegna andláts Hannesar Þórs aðfaranótt sunnu- dagsins 15. ágúst. Rannsóknin hefur teygt anga sína í margar átti og fjöldi einstaklinga hefur verið yfirheyrður vegna þess. Jafnframt er unnið úr öðrum gögnum sem aflað hefur verið og tæknirannsókn lögreglu er vel á veg komin. Þá er verið að vinna úr ýmsum ábending- um sem borist hafa frá almenningi. Lögreglan hvetur hvern þann sem telur sig búa yfir upplýsingum sem skipt geta máli fyrir rannsóknina að koma þeim á framfæri í síma 444-1104. getur þú hjálpað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.