Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Page 20
20 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, neitaði að mæta til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara nema hann fengi tryggingu fyrir því að hann yrði ekki handtekinn á með- an hann væri á landinu og kæm- ist aftur til Bretlands óhindraður, samkvæmt heimildum DV. Sigurð- ur mætti til landsins á miðvikudag eftir að fallið hafði verið frá hand- tökuskipun á hendur honum á vef- síðu alþjóðalögreglunnar Interpol. Sigurður hefur aftur á móti enga tryggingu fyrir því að hann verði ekki handtekinn á meðan hann er á landinu. Enginn samn- ingur hefur verið gerður við hann um slíkt á meðan hann er á land- inu annar en sá að fallið yrði frá handtökuskipuninni á vef Interpol svo hann kæmist til landsins. Hins vegar þykir ólíklegt að það þjóni rannsóknarhagsmunum nema nýjar upplýsingar komi fram. Eftirlýstur frá því í maí Lýst var eftir Sigurði á heimasíðu Interpol í maí og gefin út hand- tökuskipun á hendur honum þeg- ar hann sinnti ekki beiðni um að mæta í yfirheyrslur hjá sérstök- um saksóknara. Fjórir stjórnend- ur Kaupþings höfðu skömmu áður verið handteknir vegna rann- sóknar sérstaks saksóknara. Þetta voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Ingólf- ur Helgason og Steingrímur Páll Kárason. Sigurður neitaði eftir þetta að mæta í yfirheyrslur hjá sérstök- um saksóknara nema hann hefði vilyrði fyrir því að hann yrði ekki handtekinn. Síðan þá hefur Sig- urður verið í Englandi, en hann hefur verið búsettur í Lundúnum í nokkur ár. Hefði hann yfirgef- ið landið hefði hann líklega verið handtekinn vegna þeirrar hand- tökuskipunar sem hafði verið gef- in út á hann. Samkvæmt heimild- um DV hefur fjölskylda hans aftur á móti verið með annan fótinn á Íslandi. Ekki hægt að fá Sigurð framseldan Íslensk stjórnvöld óskuðu þess að Sigurður yrði framseldur fljót- lega eftir að hann neitaði að mæta til landsins á grundvelli Evrópu- ráðssamnings um framsal saka- manna. Bresk stjórnvöld urðu ekki við beiðninni. Ekki var talið mögu- legt að framselja mann vegna þess eins að hann hefði ekki mætt í yf- irheyrslu. Ákæra eða dómur þyrfti að liggja fyrir. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar verið að undirbúa að Ísland gerist aðili að evrópsku handtökuskipuninni í haust sem myndi gera framsalsbeiðnir og úr- vinnslu þeirra einfaldari í sniðum. Varð ekki við kröfum Sigurður hafði boðið sérstökum saksóknara að yfirheyra sig í Bret- landi myndi hann ekki fallast á kröfu hans um friðhelgi. Við þeirri ósk var ekki orðið, en þá hefði þurft að yfirheyra Sigurð sam- kvæmt breskri lagaumgjörð. „Ég skil vel að sérstakur saksóknari samþykki ekki samninga um að yfirheyra Sigurð erlendis né semja um að hann verði ekki látinn dúsa í fangaklefa eftir yfirheyrslu. Þá væri hann að gera samning við þann grunaða sem væri öðruvísi og aðrir ættu ekki kost á,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmað- ur. Sveinn Andri segir eðlilegt að opinberir rannsóknaraðilar falli frá handtökuskipun gegn því að viðkomandi mæti til yfirheyrslu. Hann þekki mörg dæmi þess á Íslandi og hafi samið fyrir hönd skjólstæðinga sinna um slíkt fyr- irkomulag. Hafi handtökuskip- un verið gefin út vegna þess að viðkomandi hafi ekki mætt til yf- irheyrslu náist oft samkomulag við rannsóknaraðila um að hann mæti á tilteknum tíma. Hins veg- ar jafngildi það ekki tryggingu fyrir því að viðkomandi verði ekki handtekinn við eða eftir yf- irheyrslurnar. „Það hefur trúlega verið nauðsynlegt að gera þetta svo að Sigurður kæmist til Íslands hnökralaust,“ segir Sveinn Andri. Sigurður var í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara fram á fimmtudagskvöld og voru líkur á að hann yrði aftur yfirheyrður á föstudag þegar DV fór í prentun. Sigurður sagði sjálfur við blaða- menn á fimmtudagsmorgun að hann gerði ráð fyrir því að vera á landinu í nokkra daga en ómögu- legt er að segja til um hversu lengi yfirheyrslurnar standa. Sigurður Einarsson fór fram á friðhelgi ætti hann að mæta í yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara í maí. Hann vildi ekki mæta í yfirheyrslur nema hann fengi tryggingu fyrir því að hann kæmist aftur til Bretlands án þess að vera handtekinn. Hann mætti til landsins á miðvikudag eftir að fallið hafði verið frá handtökuskipun á hendur honum en hann hefur þó enga tryggingu fyrir því að vera ekki handtekinn. krafðist friðhelgi RóbERt hlynuR balduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Mætti vel undirbúinn Sigurður Einarsson,fyrrverandistjórnarformaður Kaupþings,sagðistveravelundirbú- innfyriryfirheyrslurhjásérstökum saksóknara.Hannhefurnúhaftþrjá mánuðitilþess.Mynd RóbERt REyniSSon Ábúðarfullur ÓlafurÞórHauksson,sérstakursaksóknari,hittiSigurðEinars- son,fyrrverandistjórnarformannKaupþings,áskrifstofusinniklukkanníuá fimmtudag.Mynd RóbERt REyniSSon Það hefur trú-lega verið nauð- synlegt að gera þetta svo að Sigurður kæmist til Íslands hnökralaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.