Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 23
föstudagur 20. ágúst 2010 viðtal 23 inn við Hamrahlíð. Í fjórða sæti var frumgreinadeild Keilis, á undan Verzlunarskólanum. Það er gaman að geta gefið fólki annað tækifæri. Þetta er eins og ég segi að vandinn liggur í framhaldsskólunum. Þeir sinna ekki þörfum fólks. Enn er til dæmis litið niður á verktengt nám.“ Veikburða ríkisstjórn Runólfur er jafnaðarmaður. Hann er ekki sérlega sáttur við fyrstu ríkisstjórn vinsti- og jafnaðarmanna á lýðveld- istímanum. „Ríkisstjórnin hefur vald- ið skelfilegum vonbrigðum. Í fysta lagi er hún ekki starfhæf. Ástandið hjá VG er slíkt að flokkurinn getur ekki stjórn- að alveg burtséð frá stefnu hans. Rík- isstjórn sem hefur ekki skýran meiri- hluta á bak við sig er ekki stjórn sem getur stýrt landinu við núverandi að- stæður. Það eina sem heldur lífinu í henni er hversu vesæl stjórnarand- staðan er. Að öðru leyti er þessi ríkisstjórn ekki góð. Við þurfum framkvæmda- stjórn. Við þurfum stjórn eins og stjórn Roosevelts, í heimskreppunni á fjórða áratugnum, sem beitti sér fyrir New Deal – stefnu til að sporna gegn at- vinnuleysi, endurheimta starfskraft fyrirtækja og vinna að umbótum á fjár- málakerfinu til að koma í veg fyrir við- líka kreppur aftur. Við þurfum stjórn sem kemur hlutunum í verk. Mér eru Suðurnes enn hugleikin síðan ég vann að uppbyggingunni á Keflavíkurflug- velli. Atvinnuleysið er mest á Suður- nesjum. Í Sandgerði hefur það farið upp fyrir 20 prósent. Þarna eru þús- undir í atvinnuleit og ástandið hörmu- legt. Þarna eru allar hugmyndir um at- vinnuuppbyggingu settar í bið. Nefna má álver í Helguvík sem markvisst er unnið gegn. Gagnaver tefst vegna þess að óæskilegir menn eru í eigenda- hópnum. Á Keflavíkurvelli stendur tómur spítali sem Róbert Wessman og fleiri vildu nýta, einnig ónotaðar skurð- stofur á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ. Slíkt er bannað af ótta við einkarekst- ur á heilbrigðissviði. Þjónusta við flug- vélar var verkefni sem kom til greina. Það var ekki hægt af því að vopnlaus- ar flugvélar, sem átti að þjóna, gátu mögulega borið vopn. Þessi verkefni hefðu leyst allan atvinnuleysisvanda á Suðurnesjum. Allt er þetta stoppað af Vinstri-grænum sem virðast leggja Suðurnesjamenn í einelti. Ég er ekki að segja að alls staðar eigi að virkja, en þessi umræða er komin í öngstræti og verkar eins og dauð hönd á samfélag- ið.“ Facebook-lýðræði Runólfur telur sig jafnaðarmann og er í Samfylkingunni. „Þar er heldur ekki allt eins og best verður á kosið. Þar vantar skýra forystu, framkvæmda- stjórn. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa skoðanir og sýn og fylkja fólki að baki sér um þessa sýn. Svo eru hinir sem hlaupa allaf eftir skoðana- könnunum og almenningsálitinu. Þeir iðka Facebook- eða Gallup lýðræði. Því miður eru allt of margir í þessum síðar- nefnda hópi, bæði meðal stjórnarliða en ekki síður í stjórnar andstöðunni. Það eru döpur örlög þessarar þjóðar á ögurstundu að stjórnmálakerfið skuli bregðast. Það er það sem er að gerast. Þess utan er stjórnkerfið eða stjórnarráðið þungt í vöfum. Mennta- málaráðuneytið til dæmis er erfitt til samstarfs. Tökum dæmi. Það að at- vinnuleysistryggingarsjóður greiði skólunum fyrir að taka atvinnuleit- endur í nám er hugmynd sem ég hélt að allir myndu taka fagnandi. En nei, því er tekið sem einhverjum Blair- isma þar sem þá sé farið að greiða með hverjum nemanda inn í skólana. Ég hef áhyggjur af skólakerfinu við þessar aðstæður í höndum VG. Núna þurfum við sköpun, framtak og sveigjanleika. Við þurfum að koma sem flestum at- vinnuleitendum inn í skólana með einhverjum hætti. Þetta er mikilvæg- asta samfélagslega verkefni okkar tíma. Svo höfum við þjóðrembing til hægri og vinstri. Menn snúast gegn erlendum fjárfestingum á tímum þeg- ar þjóðin finnur sárar en nokkru sinni til þess hversu gagnlegt væri að fá er- lendar fjárfestingar inn í landið. Aldrei undanfarna áratugi hefur verið tekið jafn illa móti erlendu fjármagni,“ segir Runólfur að endingu. johannh@dv.is opnast aðrar Þegar einar dyr lokast Sú skemmdar-verkastarfsemi sem hinn vinstrigræni menntamálaráðherra virðist ætla að fara í þar er þjóðhagslega stórhættuleg. Bardagamaður „Það kom mér á óvart þennan hálfa dag sem ég var inni á skrifstofunni (Ráðgjafarstofu heimilanna), að frétta að þarna inni voru allir munir að láni frá bönkunum.“mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.