Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 23
föstudagur 20. ágúst 2010 viðtal 23 inn við Hamrahlíð. Í fjórða sæti var frumgreinadeild Keilis, á undan Verzlunarskólanum. Það er gaman að geta gefið fólki annað tækifæri. Þetta er eins og ég segi að vandinn liggur í framhaldsskólunum. Þeir sinna ekki þörfum fólks. Enn er til dæmis litið niður á verktengt nám.“ Veikburða ríkisstjórn Runólfur er jafnaðarmaður. Hann er ekki sérlega sáttur við fyrstu ríkisstjórn vinsti- og jafnaðarmanna á lýðveld- istímanum. „Ríkisstjórnin hefur vald- ið skelfilegum vonbrigðum. Í fysta lagi er hún ekki starfhæf. Ástandið hjá VG er slíkt að flokkurinn getur ekki stjórn- að alveg burtséð frá stefnu hans. Rík- isstjórn sem hefur ekki skýran meiri- hluta á bak við sig er ekki stjórn sem getur stýrt landinu við núverandi að- stæður. Það eina sem heldur lífinu í henni er hversu vesæl stjórnarand- staðan er. Að öðru leyti er þessi ríkisstjórn ekki góð. Við þurfum framkvæmda- stjórn. Við þurfum stjórn eins og stjórn Roosevelts, í heimskreppunni á fjórða áratugnum, sem beitti sér fyrir New Deal – stefnu til að sporna gegn at- vinnuleysi, endurheimta starfskraft fyrirtækja og vinna að umbótum á fjár- málakerfinu til að koma í veg fyrir við- líka kreppur aftur. Við þurfum stjórn sem kemur hlutunum í verk. Mér eru Suðurnes enn hugleikin síðan ég vann að uppbyggingunni á Keflavíkurflug- velli. Atvinnuleysið er mest á Suður- nesjum. Í Sandgerði hefur það farið upp fyrir 20 prósent. Þarna eru þús- undir í atvinnuleit og ástandið hörmu- legt. Þarna eru allar hugmyndir um at- vinnuuppbyggingu settar í bið. Nefna má álver í Helguvík sem markvisst er unnið gegn. Gagnaver tefst vegna þess að óæskilegir menn eru í eigenda- hópnum. Á Keflavíkurvelli stendur tómur spítali sem Róbert Wessman og fleiri vildu nýta, einnig ónotaðar skurð- stofur á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ. Slíkt er bannað af ótta við einkarekst- ur á heilbrigðissviði. Þjónusta við flug- vélar var verkefni sem kom til greina. Það var ekki hægt af því að vopnlaus- ar flugvélar, sem átti að þjóna, gátu mögulega borið vopn. Þessi verkefni hefðu leyst allan atvinnuleysisvanda á Suðurnesjum. Allt er þetta stoppað af Vinstri-grænum sem virðast leggja Suðurnesjamenn í einelti. Ég er ekki að segja að alls staðar eigi að virkja, en þessi umræða er komin í öngstræti og verkar eins og dauð hönd á samfélag- ið.“ Facebook-lýðræði Runólfur telur sig jafnaðarmann og er í Samfylkingunni. „Þar er heldur ekki allt eins og best verður á kosið. Þar vantar skýra forystu, framkvæmda- stjórn. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa skoðanir og sýn og fylkja fólki að baki sér um þessa sýn. Svo eru hinir sem hlaupa allaf eftir skoðana- könnunum og almenningsálitinu. Þeir iðka Facebook- eða Gallup lýðræði. Því miður eru allt of margir í þessum síðar- nefnda hópi, bæði meðal stjórnarliða en ekki síður í stjórnar andstöðunni. Það eru döpur örlög þessarar þjóðar á ögurstundu að stjórnmálakerfið skuli bregðast. Það er það sem er að gerast. Þess utan er stjórnkerfið eða stjórnarráðið þungt í vöfum. Mennta- málaráðuneytið til dæmis er erfitt til samstarfs. Tökum dæmi. Það að at- vinnuleysistryggingarsjóður greiði skólunum fyrir að taka atvinnuleit- endur í nám er hugmynd sem ég hélt að allir myndu taka fagnandi. En nei, því er tekið sem einhverjum Blair- isma þar sem þá sé farið að greiða með hverjum nemanda inn í skólana. Ég hef áhyggjur af skólakerfinu við þessar aðstæður í höndum VG. Núna þurfum við sköpun, framtak og sveigjanleika. Við þurfum að koma sem flestum at- vinnuleitendum inn í skólana með einhverjum hætti. Þetta er mikilvæg- asta samfélagslega verkefni okkar tíma. Svo höfum við þjóðrembing til hægri og vinstri. Menn snúast gegn erlendum fjárfestingum á tímum þeg- ar þjóðin finnur sárar en nokkru sinni til þess hversu gagnlegt væri að fá er- lendar fjárfestingar inn í landið. Aldrei undanfarna áratugi hefur verið tekið jafn illa móti erlendu fjármagni,“ segir Runólfur að endingu. johannh@dv.is opnast aðrar Þegar einar dyr lokast Sú skemmdar-verkastarfsemi sem hinn vinstrigræni menntamálaráðherra virðist ætla að fara í þar er þjóðhagslega stórhættuleg. Bardagamaður „Það kom mér á óvart þennan hálfa dag sem ég var inni á skrifstofunni (Ráðgjafarstofu heimilanna), að frétta að þarna inni voru allir munir að láni frá bönkunum.“mynd sigtryggur ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.