Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 62
Kolbrún Pálína Helgadóttir, rit- stjóri Nýs Lífs, veigrar sér ekki við að skokka 10 kílómetra áður en hún mætir til vinnu. Það gerði Kolbrún í vikunni en hún stefnir á að taka þátt í Reykja- víkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardag. Þar ætlar Kolbrún einnig að hlaupa tíu kílómetra og styrkja gott málefni. Kolbrún hefur ekki hlaupið mikið í sumar en hún lætur það ekki aftra sér enda starfaði hún sem einka- þjálfari áður hún snéri sér að blaðamennsku. „Þetta er bara svo mikið efni, maður veit varla hvar maður á að byrja,“ segir Rottweilerhundur- inn og hótelstjórinn Þorsteinn Lár Ragnarsson. Þorsteinn setti fyrir nokkrum mánuðum mynd- band, svokallaða kitlu, á Facebook-síðu sína, en þar boðar hann útgáfu heimildarmyndar um hljómsveitina sem hefur nú starfað í tíu ár. Þor- steinn segir að myndin sé ekki beinlínis vænt- anleg, en efnið sé vissulega til staðar. Rottweiler- hundarnir hafa áður gefið út heimildarmyndina Rokkstjörnur Íslands sem snéri að árunum eftir að þeir unnu Músíktilraunir. „Já, við erum búnir að taka upp efni allan tímann. Upphaflega var þetta Vífilfelli að þakka sem keypti handa okk- ur myndavél, og við gerðum fyrstu myndina á hana. Svo keyptum við okkar eigin græjur. Það eru örugglega til alveg 150 spólur í heildina af efni,“ segir Þorsteinn en það eru rúmlega 200 klukkustundir, en spólurnar eru ýmist klukku- tími eða 90 mínútur að lengd. „Þetta eru merk- ar heimildir, allur skalinn af efni, frá daglegu lífi yfir í tónleikabrölt.“ Rottweilerhundarnir spila á skemmtistaðnum Players í kvöld, húsið verður opnað kl. 22.00 og kostar 100 krónur inn. Yfir 200 tímar af efni til RottweileRhundaR stefna að heimildaRmyndageRð: 62 fólkið 20. ágúst 2010 föstudagur Snorri HelgaSon: Rottweilerhundar Hafa tekið upp 200 klukkustundir af efni á 10 ára ferli. 10 kílómetrar fYrir vinnu airwaves- spenna magnast Margir eru afar spenntir yfir Air- waves-hátíðinni í ár, en hún ku verða mjög glæsileg. Greinilegt er að nýr stjórnandi hátíðarinn- ar, Grímur Atlason, ætlar að láta til sín taka. Þegar er búið að opna heimasíðu hátíðarinnar, en hún er með öðru sniði en undan- farin ár og, með fullri virðingu fyrir þeirri gömlu, stórglæsileg. Aðalatriði hátíðarinnar í ár er sænska söngkonan Robyn, en á dögunum var einnig tilkynnt að tónlistarkonan Dominique Young Unique myndi mæta, en hún er á hraðri uppleið. Hátíðin fer fram 13.-17. október og kostar mið- inn 13.500 krónur, sem er aðeins hærra verð en í fyrra. „Ég er búinn að bóka fjölda tónleika í London og þetta lítur bara vel út,“ segir tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sem er á leiðinni til London til að kynna plötuna sína Put My Name On Your Door. Um er að ræða fyrstu sólóplötu Snorra sem kom út hér á landi í fyrra en er nú á leiðinni í dreifingu í Evrópu og í Bandaríkjunum á næstunni. „Það eiga eflaust fleiri eftir að bætast við en ég kem svo aftur heim í október til að spila á Airwa- ves. Fer svo reyndar beint út til Kanada í þriggja vikna túr,“ segir Snorri en hann kann vel við sig þar. „Ég fór oft þangað með Sprengjuhöllinni og var að fíla það vel. Skemmtilegur markaður. Ég er að fara að túra með vini mínum sem ég kynntist einmitt í einni þeirra ferða.“ Þeir félagar ætla að túra austur- strönd Kanada og enda svo í Toronto. Snorri er mjög spenntur yfir því að platan hans sé að koma út ytra en hann er þó þegar farinn að vinna í næstu plötu. „Ég er byrjaður að leggja drög að henni en á samt langt í land. Ekkert fastmótað ennþá og ekkert víst hvort hún verði í anda fyrri plötunnar eða ekki.“ Snorri sló fyrst í gegn með Sprengjuhöllinni hér heima fyrir nokkrum árum en sveitin sendi frá sér tvær plötur og var um tíma vinsælasta hljómsveit landsins. Lítið hefur spurst til hennar undanfarið og Snorri segir litla von um að það breytist á næst- unni. „Við skulum bara segja að Sprengjuhöllin sé í mjög mikilli pásu. Það er ekkert að fara gerast á næstunni,“ segir Snorri, en einn af burðar ásum sveitarinnar, Bergur Ebbi Benediktsson, sagði skil- ið við hana í fyrra og hefur síðan einbeitt sér að uppistandi og leikritaskrifum. Snorri sá einmitt um tónlistina í fyrsta leikverki Bergs sem sýnt var í sumar og heitir Klæði. „Það var mjög skemmtilegt verkefni og ég gæti vel hugsað mér að gera meira af því. Þetta voru reyndar bara vinir mínir sem voru að setja upp þessa sýningu og báðu mig um að taka þátt en ef tækifærið byðist þá væri ég alveg til í að prófa þetta aftur.“ asgeir@dv.is Snorri Helgason er bók- aður á fjölda tónleika í london í september þar sem hann kynnir fyrstu sólóplötuna sína. Platan kemur bráðlega út í evr- ópu og Bandaríkjunum en snorri er einnig á leið til Kanada. hann segir að sprengjuhöllin sé komin í „mjög mikila“ pásu. egn Snorri Helga Er uppbók- aður fram að áramótum. mynd SigtRygguR aRi Sprengjuhöllin Er komin í „mjög mikla“ pásu. mynd eggeRt jóHanneSSon Hyggst slá í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.