Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Side 2
Bankar og símafyrirtæki ráða ekki fyrirsætur og leikara í greiðsluerfið- leikum og gera úttekt á fjárhag þeirra áður en fólk er ráðið. Úttektin er oft gerð að þeim forspurðum. Þess- ar vinnureglur hafa verið við lýði til margra ára en Arion banki íhugar að endurskoða reglurnar í ljósi þess að margir glíma við erfiða fjárhagsstöðu í kjölfar bankahrunsins. Helga Þóra Eiðsdóttir, forstöðu- kona markaðssviðs Arion banka, segir almennt heimilt að kanna vanskilaupplýsingar um einstakl- inga þegar stofnað er til viðskipta- sambanda. Rökin séu þau að kanna hvort viðkomandi geti staðið skil á skuldum sem hann vilji stofna til. Henni finnst ekki óeðlilegt að banki vilji tryggja að þeir sem hann á í viðskiptasambandi við, ræður sem starfsmenn eða verktaka, séu með hreinan skjöld í þessu tilliti. Þetta geti þó verið matsatriði í hverju til- viki fyrir sig. Aðspurð hvort henni finnist viðeigandi að gera þessa kröfu í efnahagsástandinu í kjölfar banka- hrunsins segir Helga Þóra ef til vill vert að endurskoða reglur bankans í því sambandi. „Sé ætlunin að halda þessu áfram verður líklega óskað eftir samþykki viðkomandi áður en slíkra upplýsinga er aflað.“ Leikarinn kannaður en leikstjórinn ekki Bjarney Harðardóttir, forstöðukona markaðssviðs Íslandsbanka, seg- ir bankann gera þá kröfu að þeir að- ilar sem starfa hjá eða fyrir bankann séu ekki skráðir á vanskilaskrá hjá Lánstrausti. Það sé vinnu- regla sem hafi verið viðhöfð í langan tíma og fyrst og fremst sé skoðað hvort viðkomandi sé í verulegum vanskilum. Sama regla gildi um ráðningu starfsmanna til bankans. Aðspurð hvort henni finnist viðeig- andi að gera þessa kröfu á krepputím- um bendir hún aftur á að sama regla gildi um alla aðra starfsmenn bank- ans. Hún segir að bankinn skoði ekki greiðslusögu leikstjóra eða verktaka við kvikmyndatöku fyrir bankann. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., leik- ur í nýrri herferð námsmannaþjón- ustu Arion banka og varð var við að greiðslusaga hans var tekin til athug- unar. „Ég er góður!“ segir hann og tekur fram að hann hafi engar áhyggjur haft af því að hann fengi ekki starfið í kjölfar athugunar bank- ans á stöðu hans. Hann hafi ekki tekið neina kollsteypu í kreppunni og hafi ekki lent í fjárhags- örðugleikum hingað til. Kynferðisbrotamanni kippt úr auglýsingu Alda B. Guðjónsdóttir hjá Snyrtileg- um klæðnaði ehf. sér um útlitshönn- un og ráðningar á leikurum og fyrir- sætum í auglýsingar. Hún segir alltaf eitthvað um að leikurum og fyrirsæt- um sé hafnað sökum greiðsluerfið- leika. Hún bendir flestum þeim sem koma til greina í hlutverk í auglýsing- ar fyrir fjármálastofnanir eða síma- fyrirtæki á að greiðslusaga þeirra verði könnuð og það komi sjaldan fyrir að leikurum sé hreinlega kippt úr auglýsingum. „Ég skil ekki af hverju sakaskráin er ekki frek- ar könnuð en greiðslusaga fólks,“ bendir Alda á. Hún vill meina að greiðsluerfiðleikar fólks hljóti að valda fyrirtækj- um minni vanda en flekk- uð sakaskrá og segist muna eftir einu tilviki þar sem aug- lýsingastofa hafi þurft að taka leikara úr auglýsingu sem hafi þegar verið framleidd. Sá hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Brúðkaup ársins n Gunnar Í Krossinum og Jón- ína Benediktsdóttir giftu sig í Digraneskirkju á laugar- daginn. Athöfnin þótti afar skemmtileg og létt og sögðu gestir að þeir hefðu sjaldan farið í eins ánægjulegt brúð- kaup. Gunnar og Jónína eru á einu máli um að dagurinn hafi verið sá fal- legasti í lífi þeirra og eru afar ham- ingjusöm að hafa fundið ástina. „Ekki vil ég segja að manneskja sé guðleg en Jónína lýsti af guðlegum kærleika. Hún hefur aldrei verið fallegri en á þessum yndislega degi. Hún ljómaði af hamingju og fegurð,“ segir Gunnar. Hann segir veisluna hafa verið ótrú- lega glæsilega og vildi fólk hreinlega ekki fara heim í lok hennar. Kirkjan og veislusalurinn voru þétt setin en gestirnir komust þó allir fyrir. Hin nýgiftu hjón fóru heim þegar veisl- unni var lokið. 300 milljóna hús Bjarna n Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrr- verandi bankastjóri Glitnis, á tæplega 300 milljóna króna einbýlis- hús við götuna Hundsund- veien í Bærum í Óslóarfirði. Húsið er skuldlaust og óveð- sett með öllu, samkvæmt yfirliti frá norsku fasteigna- skránni sem DV hefur undir höndum. Verðmæti hússins var tæplega 15 milljónir norskra króna haustið 2008 og má reikna með að verðmæti þess hafi síst minnkað á síðastliðnum tveimur árum. Húsið, sem er á Snar- oya-skaganum í einu fínasta úthverfi Óslóarborgar, var keypt árið 2008 samkvæmt yfirlitinu. Húsið er 216 fer- metrar að stærð. EngEyingar Eiga Tékkland n Sonur Einars Sveins- sonar, aðaleiganda olíu- félagsins N1, er stærsti eigandi bifreiðaskoðun- arstöðvarinnar Tékklands sem tók til starfa í maí og jafnframt stjórnarformaður félagsins. Tékkland leigir aðstöðu af N1 við Reykjavíkur- veg í Hafnarfirði og í Holtagörðum í Reykjavík. Sonur Einars, Benedikt, er meðal annars stjórnarmaður í fast- eignafélagi N1, Umtaki, sem heldur utan um eignarhaldið á fasteignum olíufélagsins sem og fleiri félögum sem tengjast N1. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er Benedikt í 93. sæti yfir skuld- ugustu einstaklinga íslenska bankakerfisins út frá eignarhlutum þeirra í skuldsettum fyrirtækjum. 2 3 1 Brúðkaup Jónínu Ben og gunnars: mánudagur og þriðjudagur 30. – 31. ÁgÚST 2010 dagblaðið vísir 99. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 n ástin fjölmiðlum að þakka n „lÝsti af guðlEgum kÆrlEika“ n „Ég Er á blEiku skÝi“ n vinir jónínu í krossinn M YN d s ig tr Yg g U r a ri GESTIR GRÉTU úR hláTRI liNdsaY lohaN í NærMYNd: tók á móti barni nágranna síns n barnið var í bráðum háska En ragnhEiður Pálsdóttir tók á móti því á Eldhúsgólfinu frÉttir fyrningar- lEiðin búin að vEra Ekki í föt Spaug- stofu- manna n gói mEð laugar- dagsþátt hElGI BjöRnS í lífRóðRI fANGAViSt BLÉS Lífi í fEriLiNN frÉttir björgólfUr thor: lEynd yfIR UppGjöRI frÉttir fólk Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Bankar og símafyrirtæki athuga greiðslusögu allra þeirra sem til greina koma í hlutverk í auglýsingum þeirra. Ari- on banki íhugar nú að breyta þessum reglum. Alda B. Guðjóns- dóttir hjá Snyrtilegum klæðnaði ehf. segir að fyrirtækin ættu frekar að einbeita sér að því að skoða sakaskrá en fjárhagsstöðu. hitt málið 2 fréttir 3. september föstudagur NEYTENDUR MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 1. – 2. SEPTEMBER 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 100. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 n GRUNAÐUR VEGNA BLÓÐBLETTS MORÐRANNSÓKN: ÖGMUNDUR INNANRÍKIS- RÁÐHERRA FRÉTTIR ÓLAFUR JOHNSON: SENDI BRÉF Á FRÍMÚRARA- REGLUNA BREYTT RÍKISSTJÓRN: FRÉTTIR LÆRÐI NINJA- FRÆÐI MEÐAL MILLJARÐAMÆRINGA: BJARNI Á GLÆSIHÚS VIÐ ÓSLÓ n 300 MILLJÓNA SKULDLAUS EIGN n SELDI Í GLITNI YFIR MARKAÐSVERÐI n GETUR SIGLT HEIM TIL SÍN ALÞINGI VILL ENN SEMJA VIÐ ESB n 36 ÞINGMENN VILJA HALDA VIÐRÆÐUM ÁFRAM FRÉTTIR Á SVARTAN OG HVÍTAN RANGE ROVER FRÉTTIR FRÉTTIR JÓN ÁSGEIR: BIFREIÐA- SKOÐUN ENGEYINGA LEIGIR AF N1 SVONA SPARAR ÞÚ ORKU! 6 fréttir 1. september 2010 miðvikudagur Sonur Einars Sveinssonar, aðaleig- anda olíufélagsins N1, er stærsti eig- andi bifreiðaskoðunarstöðvarinnar Tékklands sem tók til starfa í maí og jafnframt stjórnarformaður félags- ins. Tékkland leigir aðstöðu af N1 við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og í Holtagörðum í Reykjavík. Sonur Ein- ars heitir Benedikt Einarsson og er hann meðal annars stjórnarmaður í fasteignafélagi N1, Umtaki, sem held- ur utan um eignarhaldið á fasteign- um olíufélagsins sem og fleiri félögum sem tengjast N1. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er Benedikt í 93. sæti yfir skuld- ugustu einstaklinga íslenska banka- kerfisins út frá eignarhlutum þeirra í í skuldsettum fyrirtækjum. Einar, fað- ir hans, er í 43. sætinu á þessum lista og er ljóst að skuldastaða Benedikts er meðal annars tilkomin vegna skulda sem faðir hans stofnaði til í gegnum eignarhaldsfélög sín. Benedikt á til dæmis 15 prósenta hlut í eignarhalds- félagi Einars, Hrómundi, sem heldur utan um hlutafjáreign hans í N1. Bifreiðaskoðunarbransinn getur verið afar ábatasamur þar sem allir bifreiðaeigendur þurfa að kaupa sér bílaskoðun. Hingað til hafa tvö fyrir- tæki, Frumherji og Aðalskoðun, verið einráð á þessum markaði og má segja að Tékkland hafi verið opnað til að vinna gegn þessari fákeppni, ef marka má orð framkvæmdastjóra Tékklands, Birgis Hákonarsonar, í DV í ágúst. Frumherji, fyrirtæki Finns Ingólfsson- ar, hefur verið töluvert stærra á mark- aðnum með á milli 60 og 70 prósenta markaðshlutdeild. Sókn eigenda Tékklands inn á þennan markað er því skiljanleg að mörgu leyti og sýndi ný- leg könnun Fréttablaðsins fram á að bifreiðaskoðunin þar er ódýrari en á hinum stöðvunum. Leyndin yfir eignatengslunum Í viðtali á útvarpsstöðinni Bylgjunni í síðustu viku neitaði Birgir því að eignatengsl væru á milli skoðunar- stöðvarinnar og N1. Einn af viðmæl- endum Bylgjunnar hafði haldið þessu fram. Spurningin er hins vegar hvort hægt sé að segja að engin slík eigna- tengsl séu fyrir hendi þegar litið er á hluthafahóp félagsins. DV leitaði eftir upplýsingum um hluthafa Tékklands hjá Lánstrausti þar sem engar upplýsingar um hlut- hafa félagsins er að finna á heimasíðu Lánstrausts. Þar fengust þau svör að Lánstraust hefði óskað eftir hluthafa- upplýsingum um Tékkland hjá for- svarsmönnum þess í allt sumar en ekki fengið þær. Orðrétt segir í svari Lánstrausts við fyrirspurn DV: „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tek- ist að afla upplýsinga um hluthafa Tékklands ehf. og Tékklands bifreiða- skoðunar ehf. Framkvæmdastjóri fé- laganna, Birgir Hákonarson, vísaði á Benedikt Einarsson stjórnarformann sem ekki hefur svarað erindi Credit- info. Áfram verður reynt að ná sam- bandi við hluteigandi.“ Birgir segir aðspurður í samtali við DV að hluthafalistinn sé með þeim hætti að hann eigi 30 prósenta hlut á móti 40 prósenta hlutar Benedikts – þriðji aðilinn eigi svo 30 prósenta hlut líka. Hjálpaði hugsanlega til Birgir segir aðspurður, í ljósi þess að ljóst er að Benedikt á 40 prósent í Tékklandi, hvort það sé rétt að eng- in eignatengsl séu á milli félaganna tveggja að svo sé ekki: „Það eru engin eignatengsl á milli hlutafélaganna N1 og Tékklands. N1 á ekkert í Tékklandi. Það var spurt að þessu og ég svaraði því. Ég laug því engu vegna þess að N1 er ekki hluthafi í Tékklandi. Við erum bara kúnnar hjá N1.“ Aðspurður hvort hann viti að Benedikt eigi hlut í stærsta hluthafa N1 segir Birgir að hann viti ekki hver eignastaða hans sé. „Ég veit ekkert hvað hann á af eignum… Ég veit ekki til þess að hann eigi neitt í N1. Ég hef bara ekki hugmynd um það.“ Aðspurður hvort tengsl Bene- dikts við N1 hafi ekki skipt máli þeg- ar komist var að samkomulagi við olíufélagið um leigu á aðstöðu fyr- ir skoðunarstöðvarnar segir Birgir að það sé hugsanlegt. Hann segir þó að verðið sem samið var um fyrir þessa leigu hafi verið sanngjarnt og eðlilegt. „Samningurinn á milli Tékklands og N1 hefur ekkert með þetta að gera. Að vísu getur vel verið að hans eignar- hald hafi hjálpað til við að við fengum þessa aðstöðu en það var bara á eðli- legu og sanngjörnu verði,“ segir Birgir. Hann segir engan feluleik í gangi með eignarhaldið á N1 og að hægt sé að kynna sér stjórn fyrirtækisins á heima- síðu Tékklands. TÉKKLAND Í HÖNDUM ENGEYJARÆTTAR Nýtt bifreiðaskoðunarfyrirtæki, Tékkland, er í eigu sonar stærsta eiganda N1, Einars Sveinssonar. Benedikt Einarsson á óbeinan hlut í N1 í gegnum eignarhaldsfélag föður síns. Tékkland leigir aðstöðu af N1 en Benedikt er í stjórn fasteignafélags N1, Umtaks. Framkvæmdastjóri Tékklands segir hugsanlegt að tengsl Benedikts við N1 hafi gert það að verkum að samningar náðust við olíufélagið um samstarf. ingi f. viLHjáLmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Í skoðunarbransann SonurEinarsSveinssonarhjáN1,Benedikt,hefurhaslaðsérvöllíbifreiðaskoðunarbransanummeðfélaginuTékklandi.EinarogviðskiptafélagarhansbjóðaneytendumþarvalkostámótirótgrónumfélögumeinsogFrumherjasemveriðhefurnæreinráttámarkaðnum. Tékkland við Reykjavíkurveg ÖnnuraftveimurskoðunarstöðvumTékklandssésthérviðReykjavíkurvegíHafnarfirði.TilstenduraðopnaeinastöðtilviðbótaríBorgartúnienN1ereinnigmeðbensínstöðþar. Hluthafar Tékklands, samkvæmt framkvæmdastjóra félagsins: nBenediktEinarsson,40prósent nBenedettoValurNardini,30prósent nBirgirHákonarson,30prósent hluthafar Það eru engin eignatengsl á milli N1 og Tékklands. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og kona hans, Sigríður J. Hjaltested de Jesus, hafa stefnt nágrönnum sín- um, Jóni Inga Benediktssyni og Sigríði Jónu Guðnadóttur, íbúum við Búland í Reykjavík, vegna deilna um hvort raðhúsalengjur séu sameign eða hvort hvert hús sé einkaeign. Verjandi Jóns og Sigríðar segir að málið snúist um að skera úr um þennan ágreining frekar en einhverja ein- staka reikninga fyrir viðgerðum eða viðhaldi á raðhúsunum. Valtýr og Sigríður búa í sömu rað- húsalengju og Jón og Sigríður Jóna og vill Valtýr meina að viðhald á húsunum eigi að falla á alla eigendur lengj- unnar vegna þess að lengjan sé sam- eign. Slík samá- byrgð á viðhaldi sé meðal íbúða- eigenda í fjölbýl- ishúsum. Málið var tek- ið fyrir í Héraðsdómi Reykjavík- ur á þriðjudag. Allir íbúar í rað- húsalengjunni við Búland koma að málinu. Málsaðilar eru níu talsins en það eru íbúar húsa númer 9 til 19 við Búland. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem deilur íbúa í raðhúsum hafa rat- að fyrir dómstóla á síðustu árum. Þannig stóð Herbert Guðmunds- son tónlistarmaður í löngum mála- ferlum við nágranna sína um hvort hann þyrfti að taka þátt í viðgerðar- kostnaði á þökum á raðhúsi sínu, en hann hafði sjálfur tekið þakið á hús- inu sínu í gegn. adalsteinn@dv.is valtýr Sigurðsson stefnir nágrönnum sínum: Ríkissaksóknariímál valtýr Sigurðsson Ríkissaksóknari stendurímálaferlumfyrirdómstólum. Hann,ásamtfleiriíbúumviðBúlandí Reykjavík,hefurstefntnágrönnumsínum. Sleppa undan ábyrgðum Útlit er fyrir að Hreiðar Már Sig- urðsson, Kristján Arason og aðrir yfirmenn í Kaupþingi sleppi undan persónulegum ábyrgðum vegna hlutabréfakaupa sinna í bankanum. Stöð 2 greindi frá því á þriðjudaginn að þeir hefðu stofnað eignarhaldsfé- lög utan um hlutabréfakaupin nægi- lega snemma þannig að ekki væri hægt að rifta flutningum af þeirra eigin kennitölum yfir á félögin. Vigdís gerði lítið úr Sigrúnu Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafi spurt hana hvort hún hefði ekki örugglega leitað til geðlæknis og hvort hún hefði ekki fengið lyf. Sigrún segir Vigdísi hafa spurt sig þessara spurninga á fundi þeirra í kjölfar þess að hún sakaði Ólaf Skúlason biskup um kynferðis- lega áreitni. Hún segir fundinn hafa verið sér mikið áfall. Uppsagnir fyrirsjá- anlegar Hjörleifur B. Kvaran, fyrrverandi for- stjóri Orkuveitunnar, segir að fjölda- uppsagnir séu fyrirsjáanlegar hjá fyrirtækinu. Ekki verði hægt að skera niður nema með uppsögnum. „Þessar tillögur sem nú á að grípa til þýða að það þarf væntanlega að segja upp tugum eða hundruðum starfsmanna Orkuveitunnar. Boðuð er tveggja milljarða króna hagræð- ing á ári á sama tíma og lítið svigrúm er til að spara í öðrum rekstrarkostn- aði en launum,“ sagði Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið.  LAGERSALA www.xena.is Mikið af fínum skóm í leikfiminano1 - st. 28-35 verð kr. 3995.- no2 - st. 41-47 verð kr. 7995.- no3 - st. 36-41 verð kr. 7495.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 KristjAnA GuðBrAndsdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Ég skil ekki af hverju sakaskrá- in er ekki frekar könnuð en greiðslusaga fólks. Hreint sakavottorð meira virði Alda B.Guðjónsdóttirvillaðbankarnirog fyrirtækinskoðifrekarsakavottorðen fjármálasögufólks. Íþrótta- álfurinn Kennir yngstu viðskipta- vinum Íslands- bankaað spara. samþykktur! Steindi Jr.komstígegnum skoðuninahjáArion Banka. skuldugar fyrirsætur ekki ráðnar Bjargar mannslífum PRIMEDIC hjartastuðtækið • Ávallt tilbúið til notkunar • Einfalt og öruggt • Einn aðgerðarhnappur • Lithium rafhlaða • Íslenskt tal Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.