Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Page 4
Systurnar Thelma og Rut Ásdísar- dætur opna nú um helgina Dreka- slóð sem er ný þjónustumiðstöð ætluð þolendum ofbeldis. Þær hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að setja upp hús- næði þeirra í Borgartúni fyrir opn- unina. „Við erum þar í húsnæði sem er nýstandsett fyrir okkur. Ég næ ekki brosinu af andlitinu,“ segir Thelma í samtali við DV. „Drekaslóð verður ekki bara fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis heldur fyrir þolendur alls kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra til þess að koma og vinna úr sínum málum,“ segir Thelma .Hún hefur langa reynslu af því að vinna með fórnarlömbum of- beldis og hefur meðal annars unnið í Kvennaathvarfinu, Stígamótum og verið með ráðgjöf í Krýsuvík um kyn- ferðisofbeldi. „Ég hef kynnst þess- um málaflokki ansi vel. Ég er þó ekki ein og við erum margar sem höfum mikla reynslu og teljum okkur vita hvað vanntar enn hér á landi,“ segir Thelma. Meiri þjónusta fyrir fórnarlömb Thelma segir að hugmyndin með Drekaslóð sé að fórnarlömb geti fengið meiri þjónustu en fólk fær í Stígamótum. „Í Stígamótum fær fólk grunnþjónustu en við viljum bjóða upp á mun meira. Við verðum með fjölbreytt hópastarf, námskeiðahald, fræðslu, fyrirlestra og ýmislegt. Það verður margt sem verður örðuvísi hjá okkur,“ segir Thelma. Karlmenn verða hvattir til þess að koma í Drekaslóð og verða samtök- in með karlmann í vinnu sem getur tekið viðtöl við karlmenn sem leita til þeirra vegna ofbeldis. „Við viljum einnig hvetja fatlað fólk til að koma, við erum með mjög gott aðgengi fyrir hjólastóla. Það sama á við um heyrn- arlausa. Við höfum orðið vör við að fatlaðir og heyrnarlausir leiti sér ekki hjálpar. Meðal fatlaðra og heyrnar- skertra eru ofbeldismál þó algeng. Það á ekki síst við um kynferðisof- beldi. Einhverra hluta vegna hafa fatlaðir ekki skilað sér vel. Við ætlum að vinna í því að koma til móts við það fólk. Við verðum til dæmis með okkar eigin táknmálstúlk á staðnum sem tekur viðtöl við skjólstæðinga þannig að það verður ekki þriðja manneskja í viðtalsherberginu,“ seg- ir hún. Hver er sérfræðingur í sínu lífi Fastir starfsmenn Drekaslóðar verða tveir til að byrja með, systurnar Thelma og Rut. Starfsemin bygg- ist ekki á sálfræðimeðferð eða geð- læknishjálp heldur munu þær byggja á eigin reynslu líkt og gert er í Stíga- mótum og fleiri stöðum. „Við lítum svo á að hver og einn sé sérfræðing- urinn í sínu lífi. Ég lít á mig sem fag- manneskju þótt ég hafi ekki diplóma upp á það,“ segir hún. Auk systranna verða nokkrir aðr- ir starfsmenn sem standa fyrir fjöl- breyttu starfi hjá Drekaslóð. Thelma segir að þær muni njóta liðsinnis reynslumikils fólks sem stendur fyrir hópastarfi, bæði fyrir byrjendahópa og einnig fyrir framhaldshópa. Leita styrkja Rekstur Drekaslóðar verður að mestu byggður upp á styrkjum og fjáröflun- um. Um helgina stendur starfsfólk Drekaslóðar fyrir kortasölu til styrkt- ar starfseminni. „Við ætlum að útbúa lítil kærleikskort sem við seljum svo fyrir 500 krónur til að styrkja starf- semina.“ Thelma segir útséð um að þjón- ustan í Drekaslóð verði ókeypis jafn- vel þótt það hafi verið draumurinn. „Á meðan við erum að ströggla verð- um við að rukka fyrir þjónustuna. Við munum þó halda því öllu í algjöru lágmarki. En við höfum líka fundið að fólk kemur og vill gjarnan fá að borga fyrir.“ Ofnæmi fyrir VG n Jónas Þór Guðmundsson, fyrrver- andi sjómaður frá Eskifirði, veiktist illa fyrir nokkrum mánuðum og var lagður hálfmeð- vitundarlaus inn á Landspítal- ann. Sjómaður- inn fyrrverandi er gallharður sjálfstæðismað- ur. Þegar hann var að komast til meðvitundar, stóð hjúkrunarlið við sjúkrabeðinn og reyndi að ná sambandi við hann. Meðal þess sem sjúklingurinn var spurður um var það hvort hann hefði ofnæmi fyrir einhverju. Þá mun sjúk- lingurinn hafa lifnað við og svaraði hann að bragði: „Jú, Vinstri grænum.“ ÖGmundur yfirkÖttur n Það þykir vera löngu tímabær snilld að koma Ögmundi Jónassyni alþingismanni aftur inn í ríkisstjórn. Ögmundur stýrir honum ógur- lega kattaher órólegu deildar- innar innan VG og hefur þannig getað brugðið fæti fyrir stjórn- ina í fjölmörgum málum. Nú þegar Ögmundur fær sína rjómaskál er víst að ró færist yfir hópinn. Sjálfur mun Ögmundur veita ólíklegustu málum brautargengi, ýmist með samþykkt eða hjásetu. máVastríð aðstOðarmanns n Þegar tekist hefur að hneppa Ög- mund Jónasson í nauðsynleg bönd stendur í rauninni aðeins eitt stórt vandamál eftir hjá forsætisráðherra. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmað- ur Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur mánuðum saman barist við mávag- er sem gjarnan er utan við Stjórnar- ráðið. Til að uppræta ófögnuðinn lét Hrannar handtaka mótmælanda sem stundaði þá ólánsiðju að gefa mávun- um og laða þá að. Ástandið mun hafa versnað og heyrist úr ráðuneytinu að stríð Hrannars við máva og mótmæl- endur færist bara í aukana. Jón ásGeir til bJarGar n Það er óhætt að segja að kaup- sýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhann- esson hafi skorað feitt með því að ráða Spaugstofuna inn á Stöð 2 eftir að Páll Magnússon hafði hrakið þá út af RÚV. Blaðamannafundur sem haldinn var af tilefni þessa var þó dálítið hjákátlegur þar sem það var Ari Edwald, forstjóri 365, sem kynnti ákvörðunina. Enginn er í vafa um að aðaleigandinn, Jón Ásgeir, ákvað þetta og setti Ara verkefnið fyrir. Það hefði því verið langeðlilegast að at- hafnamaðurinn hefði sjálfur mætt á blaðamannafundinn. sandkorn 4 fréttir 3. september 2010 föstudagur Systurnar Thelma og Rut Ásdísardætur opna nú um helgina nýja þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hún hefur fengið nafnið Drekaslóð og geta þolendur ofbeldis og að- standendur þeirra sótt námskeið og fyrirlestra. „Hver og einn er sérfæðingurinn í sínu lífi,“ segir Thelma. Um helgina ætla þær að selja kort til styrktar starfseminni. MEIRI ÞJÓNUSTA FYRIR FÓRNARLÖMB OFBELDIS Við höfum orðið vör við að fatlað- ir og heyrnarlausir leiti sér ekki hjálpar. vALGEiR ÖRn RAGnARSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Drekaslóð Thelma Ásdísardóttir ogIngaKjart- ansdóttirhafa unniðhörðum höndumað þvíaðsetja uppaðstöðu Drekaslóðar síðustudaga. MynD SiGTRyGGuR ARi JóHAnnSSon Fréttablaðskassar í Garði fá ekki að vera í friði: Biðlaðtilbæjarstjóra Fréttablaðskassar fá ekki að vera í friði fyrir skemmdarvörgum í bæj- arfélaginu Garði og hafa þeir í stór- um stíl verið eyðilagðir, brotnir og skemmdir í skjóli nætur. Afleiðing- in er auðvitað sú að íbúar í Garði fá ekki blaðið á hverjum morgni í hverf- ið sitt. Svo slæmt er ástandið orðið í Garði að Pósthúsið, sem dreifir frí- blaðinu, sá sig tilneytt til að kvarta við Ásmund Friðriksson bæjarstjóra í Garði í vikunni. Í bréfi til bæjarstjórans kvarta for- svarsmenn Pósthússins yfir sífelld- um áföllum sem fyrirtækið hafi lent í varðandi Fréttablaðskassana undan- farnar vikur. „Sífelld skemmdarverk verða til þess að við getum ekki veitt þá þjónustu sem við vildum veita og í raun íbúar í Garðinum kalla eftir.“ Pósthúsið segir flest sveitarfélög á suðvesturhorninu vera með Frétta- blaðskassa og þar hafi það gefist vel og þeir fá að vera í friði. Fyrirtækið óskar eftir samstarfi við bæjaryfir- völd um að stöðva vargana. Bæjar- stjórinn bregst við þessu ákalli Póst- hússins í opnu bréfi til bæjarbúa í fréttamiðlum á Suðurnesjum og kveðst hann vona að íbúar svari kalli Pósthússins og uppræti þennan hóp skemmdarvarga með því að segja til þeirra. „Það er von mín að við tökum höndum saman og komum í veg fyrir skemmdir á eigum bæjarins, íbúa og þeirra sem veita okkur þá þjónustu sem við viljum ekki vera án.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pósthúsið hefur þurft að bregðast við skemmdarverkum á kössun- um á Suðurnesjum. Í febrúar í fyrra gerði fyrirtækið líka athugasemd- ir við ástandið í Garði þar sem fram kom að skipta hafi þurft út sumum kössum allt að þrisvar sinnum í viku. Pósthúsið segir hvern kassa kosta um 20 þúsund krónur og því séu þessi skemmdarverk kostnaðarsöm. mikael@dv.is Dýrt spaug Raðskemmd- arvargarherja áFréttablað- skassaíGarði. MynD Sv-GARDuR.iS LAGERSALA www.xena.is Mikið af fínum skóm í leikfiminano1 - st. 28-35 verð kr. 3995.- no2 - st. 41-47 verð kr. 7995.- no3 - st. 36-41 verð kr. 7495.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.