Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Side 14
14 fréttir 3. september 2010 föstudagur Sigurður Hólm Gunnarsson segir að ákveða verði hvað er sanngjarnt: Aðskilnaður er jafnréttismál „Það stendur í stjórnarskránni að all- ir skuli vera jafnréttháir samkvæmt lögum en svo stendur á öðrum stað að ein sérstök kirkjudeild, sem er hin evangelíska lútherska kirkja sem nú er þjóðkirkja, skuli vera þjóðkirkja og njóta sérstakrar verndar ríkisvalds- ins,“ segir Sigurður Hólm Gunnars- son sem hefur lengi talað fyrir að- skilnaði ríkis og kirkju. Hann segir þau rök ekki eiga við sem notuð hafa verið að ríkið hafi ekki efni á að að- skilja ríki og kirkju. Hann segir að- skilnað ríkis og kirkju vera jafnrétt- ismál. „Prófaðu að taka út þjóðkirkjuna og setja í staðinn konur, Sjálfstæð- isflokkinn, íþróttafélagið KR eða bara eitthvað. Þá sér maður hvað það er óeðlilegt að ein stofnun njóti sérstakrar stjórnarskrárbundinnar verndar umfram aðra.“ „Við þurfum fyrst að ákveða hvað er rétt og sanngjarnt í þessu máli. Þegar við erum búin að ákveða það getum við skoðað þessa praktísku hluti,“ segir Sigurður. „Sama hvaða samningar koma úr því geta þeir ekki verið verri en þeir sem eru til stað- ar. Þeir samningar gera í rauninni ráð fyrir því að ríkið greiði kirkjunni af þessum jörðum endalaust. Það er ekkert endilega sanngjarnt að þjóð- kirkja, eða sú kirkja sem er þjóð- kirkja, fái allan þann pening sem er að fá af þessum jörðum. Þetta þarf að skoða og er ekkert mjög einfalt mál. En til þess að skoða þetta þurfa alþingismenn og ráðherrar fyrst að viðurkenna að það er rétt og eðlilegt að aðskilja ríki og kirkju og þá get- um við skoðað það hvað til þess þarf, hvað það á eftir að kosta og hvern- ig praktísku málin verða útfærð að lokum. Það er bara aukaatriði,“ seg- ir Sigurður og jafnframt að raunhæft sé að skilja ríki og kirkju í sundur á næstu árum. Sigurður Hólm Sigurður hef- ur lengi barist fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Hann segir að um jafnréttismál sé að ræða. „Samband ríkis og kirkju er ekki heil- agt fyrir mér. Enda er það ekki gamalt, varð til árið 1907 og á rætur í stjórn- arskránni frá 1874,“ segir séra Þórhall- ur Heimisson, sóknarprestur í Hafn- arfjarðarkirkju. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um að- skilnað ríkis og kirkju. Séra Þórhall- ur telur mikilvægast að kirkjan haldi áfram þjónustu sinni í landinu hvort sem hún verði jafn-samofin ríkinu og nú eður ei. Þjóðkirkjan á nú undir högg að sækja vegna kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Það virðist hafa endurvakið umræður um að skilja beri að ríki og kirkju, en nokk- ur ásókn hefur verið í að skrá sig úr þjóðkirkjunni að undanförnu. Í Þjóð- arpúlsi Capacent Gallup í desember 2009 kom fram að 74 prósent lands- manna væru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju og er það langhæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi. Ekki ríkiskirkja á Íslandi Ef ákveðið yrði að aðskilja ríki og kirkju á Íslandi yrði að fella brott 62. gr. stjórnarskrárinnar um að hin ev- angelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og ríkið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Sú lagabreyting yrði borin undir þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þórhallur segir að ekki megi rugla saman fyrirkomulagi þjóðkirkjunn- ar íslensku við það sem er við lýði til dæmis í Danmörku. „Ríkiskirkjur kallast þær kirkjur sem eru algerlega háðar ríkisvaldinu um alla hluti og ráða sér á engan hátt sjálfar. Í Dan- mörku er kirkjan ríkiskirkja. Biskupar eru ráðnir af kirkjumálaráðherra. Það eru ekki gefnar út nýjar sálmabækur án þess að þingið samþykki þær,“ segir séra Þórhallur. „Þjóðkirkjan íslenska er hins vegar frjálst og sjálfstætt trú- félag. Hún ræður öllum sínum innri málefnum sjálf innan lagaramma rík- isins. Hver söfnuður þjóðkirkjunnar er sjálfstæður varðandi eigin rekstur sem byggir á sóknargjöldum sem rík- ið innheimtir fyrir þjóðkirkjuna eins og öll önnur trúfélög. Auk þess greiðir ríkið laun presta, prófasta, vígslubisk- upa og biskupsembættisins á grund- velli samnings frá 1907 milli ríkisins og kirkjunnar. Þá afhenti kirkjan rík- inu allar þær jarðir er áður höfðu stað- ið undir rekstri embættanna. Í stað- inn skyldi ríkið greiða laun presta.“ Höfuðmál að viðhalda þjónustunni Andstæðingar aðskilnaðar ríkis og kirkju hafa löngum bent á að hann gæti reynst ríkinu snúinn vegna jarð- anna sem kirkjan myndi gera tilkall til. „Mér finnst ekki að það eigi að vera forsendan og aðalmálið í um- ræðunni,“ segir séra Þórhallur Heim- isson. „Það sem skiptir höfuðmáli er að kirkjan haldi áfram þjónustu sinni. Menn hafa stungið upp á því að hver söfnuður fyrir sig geti séð um þjón- ustu kirkjunnar. Ég mun áreiðan- lega geta haldið þjónustunni áfram hér í Hafnarfirði, þó að þjóðkirkjan verði lögð niður og Hafnarfjarðar- kirkja verði sjálfstæður söfnuður. En hvernig á það að vera hægt á Rauf- arhöfn eða Fáskrúðsfirði og þessum litlu stöðum, þar sem kirkjan myndi ekki hafa bolmagn til að gera neitt? Stofnunin verður að geta sinnt þjón- ustu sinni.“ Skilgreiningaratriði Séra Þórhallur segir mikilvægt að landsmenn átti sig á og skilgreini hvað felist í títtnefndum aðskilnaði. „Hvað er átt við þegar við tölum um aðskilnað ríkis og kirkju? Er það 62. grein stjórnarskrárinnar? Hún er í rauninni yfirlýsing um að ríkið vilji af sögulegum forsendum styðja við þessa stofnun og þessa hugmynda- fræði, ekki endilega trúarbrögðin, en það hefur haft mótandi áhrif á Ís- land. Sumir halda til dæmis að for- seti Íslands þurfi að vera kristinn, þurfi að vera meðlimur þjóðkirkj- unnar, en svo er ekki. Ég hef aldrei fengið almennileg svör um það hvað menn eiga við þegar rætt er um að- skilnað. Er það uppgjör jarðanna sem kirkjan eftirlét ríkinu árið 1907? Og ef við gerum það, breytir það ein- hverju í sjálfu sér?“ Séra Þórhallur segist eindreginn stuðningsmaður trúfrelsis og að öll- um trúarbrögðum sé gert jafnhátt undir höfði. „Það eiga allir söfnuðir og allir einstaklingar að hafa jafnan rétt til þess að iðka trú sína.“ Kirkja fyrir fólkið „Það er alltaf einhver uggandi yfir breytingum,“ segir Þórhallur um það hvort hann hafi fundið fyrir vaxandi ótta í prestastéttinni vegna háværr- ar umræðu um aðskilnað. „En ég og mínir nánustu starfsbræður lítum á þetta sem spennandi tækifæri til að ræða þessa hluti. Við höfum ekki gert það lengi. Við getum spurt okkur um það út á hvað þjóðkirkja gangi eigin- lega og hvað felist í tengslunum við ríkið. Sumir vilja kannski að þjóð- kirkjan sé embættismannakirkja, en ég vil það ekki. Ég vil að hún sé al- þýðukirkja, kirkja fólksins.“ Samband ríkiS og kirkju ekki heilagt Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir að samband ríkis og kirkju sé ekki heilagt. Umræðan um aðskilnað gæti því verið spennandi tækifæri fyrir presta og almenning að ræða um stöðu kirkjunnar í samfélaginu. Höfuðmálið sé að þjónusta kirkjunnar haldi áfram alls staðar á landinu. HElGi Hrafn GuðmundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Það er alltaf einhver ugg- andi yfir breytingum. Þórhallur í Hafnarfirði Þórhallur Heimisson prestur segir samband ríkis og kirkju ekki vera heilagt. mynd Karl PEtErSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.