Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Síða 17
FÖSTUDAGUR 3. september 2010 FRÉTTIR 17 ÚRSLITAFUNDUR KVÖLDIÐ FYRIR RÁÐHERRASKIPTI rætt við eru margir þeirrar skoðun- ar að Álfheiður Ingadóttir hafi sýnt mikla fórnfýsi og pólitískan þroska með því að víkja fyrir Ögmundi úr ráðherrastóli. Sjálf kveðst hún ætla að einbeita sér að þingstörfum. Um kynjahlutföll í ríkisstjórninni segir hún að ekki sé á allt kosið. Valdið til þingsins Á það er einnig bent að ofuráhersl- an á ráðherradóm sé ekki í takt við tímann þegar sterkur vilji er til þess meðal stjórnarflokkanna að auka virðingu og áhrif löggjafarvaldsins, Alþingis. Árni Þór Sigurðsson, þing- maður VG, benti meðal annars á þetta á þingflokksfundi VG þar sem breytingar í ríkisstjórn voru rædd- ar. „Öll störf eru mikilvæg, ekki síst í þinginu, mikilvægum nefndum þess og í þingflokki. Við verðum að láta af því hugarfari að ráðherrastólar ráði úrslitum. Pólitísk áhrif eru ekki endilega einskorðuð við ráðherra. Við eigum að breikka nálgun okkar í þessum efnum,“ segir Árni Þór. Jóhanna sagði við blaða- og frétta- menn á Bessastöðum að vænta mætti frekari breytinga á ríkisstjórninni um áramótin þegar málefni sjávarút- vegs, landbúnaðar, iðnaðar og ann- arra atvinnugreina verða sameinuð í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Á orðum hennar mátti skilja að þá yrði reynt að jafna kynjahlutföllin í ríkisstjórn- inni á ný. Ríkisstjórn Jóhönnu var sú fyrsta í landinu þar sem jafnmargar konur og karlar sátu í ráðherrastól- um. Með breytingunum nú er hlut- fall kvenna aðeins 40 prósent. Gangi fyrirhugaðar breytingar eftir um ára- mótin er ljóst að Jón Bjarnason lætur af embætti. Hugsanlega yrði þá skipt út ráðherrum í fleiri stólum um ára- mótin, þó örugglega þannig að karlar og konur yrðu jafnmargar í ráðherra- stólum ef marka má orð Jóhönnu. „Samstaðan er lykill“ En eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur ríkisstjórnin gert alvar- lega tilraun til þess að stilla saman strengi og setja niður innanhúsdeil- ur. Þetta má lesa úr orðum nú- verandi og fráfarandi ráðherra. Af orðum þeirra má skilja að tími og vinna hafi verið lögð í að telja kjark- inn í stjórnarliða og efla samstöðu á flokkslegum og málefnalegum grundvelli. Svandís Svavarsdótt- ir umhverfisráðherra sagði meðal annars orðrétt á þingfundi í gær: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur orðið fyrir harkalegri árásum en dæmi eru til um í langan tíma. Því hefur verið haldið fram að klofn- ingur sé innan raða flokksins. Það sést nú við endurskipulagningu rík- isstjórnarinnar að flokkurinn hefur ákveðið að standa þétt saman. Við skynjum það öll eins og verkafólk í vinnudeilu að samstaðan er lykill raunverulegra breytinga.“ Andóf verður að efasemdum Svandís, sem tilheyrir Steingríms- armi VG, bætti við að reynt hefði verið að stía vinstrigrænum í sund- ur: „Við erum mörg þeirrar skoðun- ar að umsóknarferlinu eigi að ljúka og það sé best fyrir land og þjóð að þjóðin fái samning til að taka af- stöðu til. Þá er því haldið fram, ekki síst af þeim sem þykjast vera banda- menn okkar í baráttunni gegn ESB, að við séum að svíkja grundvallar- hugsjónir flokksins. En staðreynd- in er sú að það er enginn bilbugur á andstæðingum ESB í þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hjá okkur er enginn ESB-andstæðingur betri en annar og enginn verri en annar. Við höf- um staðið saman og með Samfylk- ingunni í að leysa mál og í því að lyfta Íslandi upp úr kreppunni sem hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks- ins bjó til. Sem 18 ára hægristjórn bjó til og ber ábyrgð á.“ Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra sagði í samtali við DV eftir að hann tók við lyklavöldum í ráðuneytum sínum, að hann ætl- aði ekki að beita sér fyrir því að um- sókn um aðild að ESB yrði dregin til baka. „Ég samþykkti að farið yrði í viðræðuferli um aðild til þess að ná fram niðurstöðum í viðræðum sem yrðu síðan bornar undir þjóðina. Það stendur af minni hálfu og ég beiti mér ekki fyrir því að umsókn- in verði dregin til baka. Hins vegar er ég í hópi þeirra sem hafa lýst yfir mikilli óánægju með að viðræðu- ferlið hafi snúist upp í aðlögunar- ferli og vil hverfa af þeirri braut. Það er ljóst að innan ríkisstjórnar er mismunandi sýn á Evrópusam- bandið og hversu æskilegt það er hvort við eigum að standa þar inn- andyra eða utandyra. Mín afstaða er enn sem áður skýr, ég er fullur efasemda. Svo vægt sé til orða tek- ið.“ Þurfum ekki ný andlit Hægriarmur Sjálfstæðisflokks- ins, andstæðingar ESB og Icesa- ve-samninga, hefur biðlað til „óró- legu deildarinnar“ í VG á síðum Morgunblaðsins. Heimssýn, sem berst gegn ESB-aðild, hefur haft sig í frammi en formaður hreyfingar- innar er Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG. Styrmir Gunnars- son, fyrrverandi ritstjóri, hefur fjall- að um samstöðu þessa arms VG og sjálfstæðismanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gaf lítið fyrir mannabreytingar í ríkisstjórn jafn- aðar- og vinstrimanna á fyrsta þing- fundinum eftir sumarhlé. „Þjóðin er ekki að kalla eftir nýj- um andlitum. Þjóðin er að kalla eftir aðgerðum.“ Bjarni sagði að athygli vekti að vinsælustu ráðherr- arnir væru látnir víkja en þeir sætu sem fastast sem mestu vandræð- unum hefðu valdið. „Nú á að þétta raðirnar um það sem ekkert er ... Þetta snýst bara um völdin. Aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið nóg.“ Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var fyrsta ríkisstjórn Íslandssögunnar með jafnt kynjahlutfall en eftir breytingar á ráðherraliði hallar á konur á ný. Samfylking fylgir jafnréttisstefnu og vinstrigrænir hafa lagt ríka áherslu á róttæka kvenfrelsis- stefnu sína. „Það er ekki á allt kosið,“ segir Álfheiður Ingadóttir um ójafnt kynjahlutfall ríkisstjórnar. „Við hljótum að stefna að því að jafna kynjahlutfallið þegar ráðist er í næstu breytingar.“ „Það má velta því fyrir sér hvort ekki sé verið að svíkjast undan merkjum kven- frelsistefnu VG,“ segir Auður Lilja Erlingsdóttir framkvæmdastjóri Vinstri grænna. „Það verður ekki litið fram hjá því að kynjahlutföll eru nú ójöfn. Hlutfall ráðherra af landsbyggð og af höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar jafnast,“ bætir hún við. Auður Lilja segir að sátt hafi verið innan þingflokksins um skipan Ögmundar. Breytinga er að vænta um næstu áramót þegar sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti og iðnaðarráðuneyti sameinast í atvinnuvegaráðuneyti. GEGN JAFNRÉTTISSTEFNU Oddvitar stjórnarflokkanna segja að viðsnúningur hafi orðið í efnahagslífinu. Hag- vöxtur hafi mælst síðustu 6 mánuði, hálfu ári fyrr en reiknað var með. Atvinnuleysi sé komið niður í 7,5 prósent og störfum sé tekið að fjölga. Verðbólga hafi lækkað úr 18,6 prósentum í 4,5 prósent og ekki verið lægri í 3 ár. Stýrivextir hafi lækkað úr 18 prósentum í 7 prósent og hafi ekki verið lægri í 6 ár. Þá hafi gengi krónunnar styrkst jafnt og þétt. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands, Seðlabanka Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fleiri hafi lýst því yfir að kreppunni sé lokið. Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin hafi afnumið lífeyrisréttindi forréttindastétta, tryggð hafi verið jákvæð samskipti við alþjóðasamfélagið og verið væri að gera upp við stjórnarhætti þeirra sem mesta ábyrgð bæru á bankahruninu. Guðmundur Steingrímsson, Framsóknarflokki, sagði aftur á móti að vinur sinn, sem greitt hefði 190 þúsund krónur á mánuði af húsnæðisláni, ætti að greiða 390 þúsund krónur á mánuði nú. Hann fengi ekki séð hvernig þessi vinur ætti að verða var við að kreppunni sé lokið. Stjórnvöld neiti að horfast í augu við að kreppan sé fyrst og fremst skuldakreppa. BATINN FYRR Á FERÐ 10 ráðherrar en voru 12 JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR forsætisráðherra STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON fjármálaráðherra ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON utanríkisráðherra ÖGMUNDUR JÓNASSON innan- ríkisráðherra (dómsmál, samgöngur, mannréttindi, sveitarstjórnarmál) GUÐBJARTUR HANNESSON velferðarráðherra (heilbrigðismál og félagsmál) KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR iðnaðarráðherra JÓN BJARNASON sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra KATRÍN JAKOBSDÓTTIR menntamálaráðherra ÁRNI PÁLL ÁRNASON efnahags- og viðskiptaráðherra SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR umhverfisráðherra RÁÐHERRARNIR Ráðherraskipti Ögmundur Jónasson tekur við lyklavöldum af Rögnu Árnadóttur í dómsmála- ráðuneytinu. Burt með sundrungu „Við höfum staðið saman og með Samfylkingunni í að leysa mál og í því að lyfta Íslandi upp úr kreppunni sem hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins bjó til,“ segir Svandís Svavarsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.