Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Síða 18
18 fréttir 3. september 2010 föstudagur Rík tengsl eru milli sölu á fyrrverandi eignum Bandaríkjahers á Keflavík- urflugvelli, Sparisjóðs Keflavíkur, Keilis, bæjarstjórnar Keflavíkur og fjármálaráðuneytisins í tíð Árna M. Mathiesen. Sömu menn- irnir sátu og sitja margir enn í stjórnum félaga, í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og stjórn spari- sjóða og höfðu gilda þræði inn í fjármálaráðuneytið. Þeir mynd- uðu tengslanet þar sem saman ófust pólitískar ákvarðanir, einka- hagsmunir og aðgangur að fé í fjár- málastofnunum. Flokksbræður véla um miklar eignir Ríkisendurskoðun hefur áréttað það mat sitt að forsvarsmenn Keilis, mið- stöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Keflavíkurflugvelli, hafi farið á svig við heimildir þegar framlög úr ríkis- sjóði voru notuð að hluta til reksturs einkarekinna námsbrauta við skól- ann á árunum 2008 og 2009. Athugasemdir Ríkisendurskoðun- ar voru gerðar eftir að Hjálmar Árna- son, skólameistari Keilis, gagnrýndi skýrslu Ríkisendurskoðunar harðlega í fjölmiðlum. „Að mati Ríkisendurskoðunar felur þetta í sér skýlaust brot á fyrr- nefndum samningum og hefur ráðu- neytið lýst sig sammála þeirri túlkun,“ segir í athugasemd ríkisendurskoð- anda. Í árslok 2009 nam uppsafnaður halli af rekstri Keilis 136 milljónum króna en heildarskuldir um 463 millj- ónum króna. Samkvæmt upplýsing- um frá Keili er áætlaður rekstraraf- gangur þessa árs 10 milljónir króna en ljóst er að afborganir langtíma- skulda munu nema um 60 milljónum króna á árinu. Tapið Uppsafnað tap á frumgreinanámi skólans nam nærri 96 milljónum fyrir árin 2007 til 2009 þrátt fyrir að fram- lög ríkisins til námsins hafi verið síst minni en til annarra aðila sem sinna frumgreinakennslu. „Sem eftirlits- stofnun Alþingis gat Ríkisendurskoð- un því ekki annað en lýst áhyggjum sínum vegna rekstrarstöðu skólans. Einnig hlaut hún að vekja athygli á því að lögum samkvæmt eru stjórn- völd ekki skuldbundin til að veita einkaskólum á borð við Keili framlög eða styrki af almannafé nema samið hafi verið sérstaklega við þá um til- tekna þjónustu. Þeim ber sjálfum að tryggja eigið rekstraröryggi og standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum,“ segir Ríkisendurskoðun enn fremur. Hagnaðurinn verður til Eins og greint var frá í DV í vikunni hagnaðist Keilir í Reykjanesbæ um nærri 200 milljónir króna á fasteigna- viðskiptum sínum við íslenska ríkið á árunum 2007 og 2008 samkvæmt umræddri skýrslu Ríkisendurskoð- unar. Í viðskiptunum keypti Keilir mennta- og leikskóla á svæði varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli af Þróun- arfélagi Keflavíkurflugvallar á verði sem var einungis 30 prósent af mats- verði. Skólarnir höfðu áður verið eign bandaríska hersins en hann gaf ís- lenska ríkinu þá ásamt öllum fast- eignum á svæðinu þegar hann yfirgaf Ísland fyrir fjórum árum. Keilir seldi eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. svo áðurnefnda skóla ári síðar og inn- leysti áðurnefndan hagnað. Þau kaup hafa gengið til baka. Söluhagnaðurinn Ríkisendurskoðun telur augljóst að strax frá því að Keilir var stofnaður á haustmánuðum 2007 hafi skólinn notið velvildar ríkistjórnarinnar og Alþingis enda hafi hann verið stofn- aður undir „verndarvæng“ íslenska ríkisins. Þar segir meðal annars: „Í ræðu sinni á stofndegi félagsins lýsti þáverandi menntamálaráðherra [Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir] vilja ríkisstjórnarinnar til að tryggja félaginu framgang og vilyrði mennta- málaráðuneytisins fyrir viðurkenn- ingu á skólastarfseminni.“ Runólfur Ágústsson, sem vann við að byggja skólann upp frá grunni og veitti honum forstöðu til ársins 2008, neitar því að hafa skilið við skólann eins og sviðna jörð. Vegna umfjöll- unar DV um fjármál Keilis og meint- an viðskilnað hans vill Runólfur taka fram að eigið fé Keilis hafi í árslok verið um 480 milljónir króna. „Tekj- ur félagsins voru árið 2008 þríþætt- ar, tekjur af kennslu og rannsóknum, um 262 milljónir, 130 milljóna króna þjónustutekjur húsnæðis og loks aðr- ar tekjur, mest söluhagnaður eigna eða 193 milljónir króna. Þá hafði fé- lagið fjármagnstekjur af peningalegri eign sinni upp á 76 milljónir króna það árið,“ segir Runólfur. Með þessu móti voru að sögn Runólfs heildargjöld félagsins 464 milljónir krona en tekjur þess liðlega 660 milljónir króna. „Afkoma Keilis fyrir tekjuskatt árið 2008 var því já- kvæð um tæpar 200 milljónir króna. Tekjuskattur félagsins var 24 milljón- ir. Vissulega átti söluhagnaður stóran þátt í góðri afkomu ársins, en afkom- an var jákvæð að teknu tilliti til fjár- magnstekna burtséð frá slíku,“ segir Runólfur. Rík tengsl fárra manna Ríkisendurskoðun bendir á að Keil- ir hafi verið einn um hituna við að komast yfir byggingar undir starfsemi sína og þær hafi fengist keyptar fyrir aðeins tæpan þriðjung af matsverði bygginganna af Þróunarfélagi Kefla- víkurflugvallar. Þróunarfélagið hafði það verkefni með höndum fyrir rík- ið að einkavæða eða selja byggingar og önnur þau verðmæti sem Banda- ríkjaher gaf íslenska ríkinu þegar hann yfirgaf landið fyrir fullt og allt í október árið 2006. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, situr í stjórn Þróunarfélagsins og situr enn. Jafnframt er hann stjórnarformaður Keilis. Alla tíð frá því Bandaríkjaher lét eignirnar í hendur ríkisins og þar til þær höfðu að mestu verið seldar var Böðvar Jónsson, formaður bæj- arráðs Reykjanesbæjar og flokks- bróðir Árna, aðstoðarmaður Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráð- herra. Árni Mathiesen hafði yfirum- sjón með einkavæðingu eignanna til 8. maí 2007. Þetta var skömmu fyrir þingkosningarnar og þá sagði Árni sig frá því að þurfa að undirrita alla kaupsamninga. Ljóst var á þeim tíma að Þorgils Óttar Mathiesen, bróðir hans, var meðal kaupenda að eign- um á Keflavíkurflugvelli. Fimm af sjö fyrrverandi og núverandi bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ tengjast eignakaupum á Keflavíkurflugvelli: n Árni Sigfússon, bæjarstjóri: Í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og stjórnarformaður Keilis. Hann er einnig stjórnarformaður Fasteignar hf. sem keypti eignir af Keili. n Steinþór Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi: Stjórnarformaður Base ehf. sem stofnað var um eignakaup á Keflavíkurflugvelli af Þróunarélaginu. Steinþór er einn eigenda Hótel Keflavíkur sem á 9 prósenta hlut í Base. n Þorsteinn Erlingsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi: Stjórnarformaður Sparisjóðs Keflavíkur um langt skeið. Sparisjóðurinn átti rúmlega 22 prósenta hlut í Háskóla- völlum og hlut í Base. n Garðar Vilhjálmsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi: Eignarhaldsfélagið 520 ehf., í hans eigu, keypti 800 fermetra skemmu af Base á Keflavíkurflugvelli. n Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs: Fyrrverandi aðstoðar- maður Árna Mathiesen fjármálaráðherra sem hafði yfirumsjón með sölu eignanna á Keflavíkurflugvelli í upphafi. Þeir eiga hagsmuna að gæta JóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Eignir hafi verið seldar án út- boðs til manna sem ná- tengdir séu Sjálfstæðis- flokknum og meirihluta bæjarstjórnar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ. Í mörgum hlutverkum Ríkisend- urskoðun varaði Árna Sigfússon við vanhæfi í skýrslu árið 2008 um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Engin gefin verðmæti Runólfur Ágústsson segir engin gefin verðmæti hafa verið í eignunum á Keflavíkurflugvelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.