Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 20
A Journey, Ferðalag, ævisaga Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, rennur út úr breskum bókabúðum eins og heitar lummur. Bóksalar segja að aðeins bækur Dan Brown (Da Vinci-lykillinn og fleiri) og J.K. Rowling (Harry Potter) hafi selst hraðar á undanförnum árum. Bókin komst í efsta sæti vinsælda- lista Amazon-vefbóksölunnar örfá- um klukkustundum eftir að hún kom út.  Breskir fréttaskýrendur segja það ekki koma á óvart, Tony Blair sé einn umdeildasti en um leið einn áhrifa- mesti stjórnmálamaður Bretlands og hafi um langa hríð verið einn valda- mesti maður heims. Lesendur vilji ólmir fá að vita hvernig lífið í forsæt- isráðherrabústaðnum Downingstræti 10 sé. Í bókinni ræðir Blair um storma- samt samband sitt við arftaka sinn Gordon Brown og um vináttu sína við fyrrverandi Bandaríkjaforsetann George W. Bush. Hann lýsir því hvern- ig hann deyfði sig með áfengi eftir langa vinnudaga, drakk viskí og vín á hverjum degi. Hann segist harma mannfallið í Íraksstríðinu en skrifar á sama tíma að skynsamlegast væri að ráðast með her inn í Íran ef klerka- stjórnin þar hættir ekki við kjarnorku- áætlun sína. A Journey, Ferðalag, er þannig frásögn um valdamestu menn í heimi, risavaxnar ákvarðanir og brostna drauma. Áhrifamikill maður Tony Blair er líklega ekki vinsælasti stjórnmálamaður Bretlands um þess- ar mundir. En hann var gríðarlega vinsæll á síðustu árum tuttugustu aldarinnar þegar hann kom Verka- mannaflokknum aftur í stjórn eftir áratugalangt valdaskeið Íhaldsflokks- ins. Milljónir Breta kusu Blair sem aðhylltist svokallaða New Labour- stefnu, jafnaðarstefnu sem átti að leiða Bretland inn í nýja öld. „Mennt- un, menntun, menntun“ voru kjörorð Tony Blair þegar hann vann söguleg- an stórsigur á Íhaldsflokknum í kosn- ingunum árið 1997. Þegar hann hætti sem forsætisráðherra tíu árum síðar, árið 2007, var hann hins vegar orðinn óvinsæll víða um lönd fyrir að hafa verið helsti samverkamaður George W. Bush í innrásinni í Írak árið 2003. Bush sannur hugsjónamaður Um hryðjuverkaárásirnar í Banda- ríkjunum 11. september 2001 skrifar Tony Blair að hann hafi um leið séð að heimurinn yrði aldrei samur á eftir. „Ég fann fyrir mikilli ró, þrátt fyrir að ég væri skelfingu lostinn vegna eyði- leggingarinnar. Ég áttaði mig strax á því að þetta væri ekki neinn venjuleg- ur atburður, ég vissi að hann myndi breyta heiminum. Það voru ekki ein- ungis Bandaríkin sem voru skot- markið heldur öll okkar sem deildum sömu gildum. Við urðum að standa saman,“ skrifar Blair. Á næstu árum urðu Tony Blair og George W. Bush miklir bandamenn. „Mér líkaði mjög vel við George og horfði upp til hans. Ég var nýlega spurður um hver væri heilsteyptasti og heiðarlegasti stjórnmálamaður- inn sem ég hef hitt. Ég setti George ofarlega á þann lista. Sumir urðu agndofa, héldu að ég væri að grínast. Heilindi hans eru sönn og ég hef aldrei séð sterkara pólitískt hugrekki hjá nokkrum leiðtoga. Hann var, á furðulegan hátt, sannur hugsjóna- maður.“ Styrkir hermenn Blair hefur lýst því yfir að persónu- legur hagnaður hans vegna bókar- innar muni renna óskiptur til Royal British Legion, góðgerðasamtaka sem styðja breska hermenn og fjöl- skyldur þeirra. Margir segja að með því friðþægi hann sjálfan sig vegna þeirra sem látið hafa lífið í Íraksstríð- 20 erlent 3. september 2010 föstudagur Ferðalag Tony Blair helgi hrafn guðmundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Ævisaga Tony Blair selst í bílförmum í Bretlandi og víða um heiminn. Í bókinni segir hann frá Íraksstríðinu, gordon Brown, george W. Bush, díönu prinsessu, Boris Jelts- ín og áfenginu sem hann notaði sem deyfilyf á hverjum degi. Hann segist ekki sjá eftir Íraksstríðinu og ver vin sinn Bush sem hann segir misskilinn ljúfling. Sterkt viskí eða gin og tónik fyrir kvöldmat, nokkur vín- glös með honum, jafn- vel hálf flaskan. ferðalag AJourney,Ferðalag,erheitiðásjálfsævisögu TonyBlair,fyrrverandiforsætisráðherraBretlands,semer vinsælastabókinþarílandinúumstundir.mynd afP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.