Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Page 21
Bush: „Hvaða gaur er þetta?“ Tony Blair segir að George W. Bush hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð þeg- ar hann sá Guy Verhofstadt, for- sætisráðherra Belgíu, á G8-fundi helstu iðnríkja heims í Genúa á Ít- alíu árið 2001. „Hann þekkti Guy ekki, vissi ekki hver hann var,“ skrifar Blair. „Svo sneri hann sér að mér og hvíslaði: „Hvaða gaur er þetta?“ „Hann er forsætisráðherra Belgíu,“ hvíslaði ég á móti. „Belgíu?“ spurði George þá og virtist agndofa yfir eigin heimsku, „en Belgía er ekki hluti af G8“.“ Því næst útskýrði Blair fyrir Bush að Guy Verhofstadt væri á fundinum sem „forseti Evrópu“ en á þessum tíma fór Belgía með forsæti í ráðherraráði ESB. Bush svaraði: „Látiði Belga stjórna Evr- ópu?“ og hristi höfuðið, „agndofa yfir heimsku okkar“, skrifar Blair. Blair skrifar annars staðar í bók sinni að Bush hafi aldrei vilj- að flækja heimsmálin fyrir sér. „George horfði á veröldina með ótrúlega einföldum augum. Hvort sem það var rétt eða rangt leiddi það til afgerandi stjórnunarstíls.“ Blair skrifar að honum hafi þótt fræg ræða Bush árið 2002 óþægileg en þá sagði hann að Íran, Írak, Sýr- land og Norður-Kórea væru „öxul- veldi hins illa“ í heiminum. En Tony Blair er þó fyrst og fremst jákvæð- ur í garð Bush í bókinni. Hann seg- ir frá því hversu vinalegur forset- inn hafi verið þegar þeir hafi verið tveir saman á skrifstofunni. „Þú ert kannski ekki sammála honum en þú myndir aldrei búast við því að líða illa í félagsskap hans. Þú mynd- ir halda að hann væri vingjarnlegur og góður. Og það er líka rétt.“ Tony Blair skrifar að Bush sé gríðarlega misskilinn maður. Breska þjóðin hafi afskrifað hann og álitið hann vera heimskingja. „Hann var álitinn hægrisinnað- ur repúblíkanafáviti fyrir að losa heiminn við óvinveittar grimm- ar einræðisstjórnir og krefjast þess að í stað þeirra kæmu ekki vinveitt- ar grimmar einræðisstjórnir held- ur lýðræðisstjórnir,“ skrifar Blair. „Auðvitað var þetta mikið til vegna eðlilegrar óbeitar fólks á stríði.“ inu. „Heldur fólk í alvöru að mér sé sama, að ég finni ekki til, að ég harmi ekki ósegjanlega skaðann vegna þeirra sem létust? Ef mér væri alveg sama væri ég ómannlegur, tilfinn- ingalega brenglaður,“ skrifar hann um látna hermenn og fjölskyldur þeirra.“ Blair segist þó ekki sjá eftir Íraks- stríðinu. „Mér er ómögulegt að þóknast mörgum, jafnvel stuðnings- mönnum mínum sumum hverjum, sem vilja að ég segi: Íraksstríðið voru mistök sem gerð voru í góðri trú. Vinir mínir sem voru á móti stríð- inu halda ég sé þrjóskur; aðrir, sem eru ekki jafn-vinveittir, halda að ég sé ímyndunarveikur. Við þá alla segi ég: Lítið á málin með opnum huga.“ Vorkenndi prinsunum Tony Blair skrifar í löngu máli um andlát Díönu prinsessu sumarið 1997 þegar hann var nýtekinn við sem forsætisráðherra. „Við reynd- um allan tímann að átta okkur á því hvernig við ættum að takast á við þetta. Ég veit að það hljómar nokkuð harðneskjulega. En ég syrgði hana af lífi og sál. Ég kunni vel við hana og vorkenndi strákunum hennar ægi- lega, en ég vissi líka að þetta yrði stóratburður í Bretlandi, og reyndar einstæður heimsviðburður. Hvern- ig Bretland birtist var mikilvægt fyrir landið, innan landamæra þess sem utan. Ég var forsætisráðherra; ég varð að finna lausn á málinu.“ Drakk á hverjum degi Í sjálfsævisögunni viðurkennir Blair að hafa reitt sig á áfengi að loknum löngum vinnudögum. Hann seg- ist hafa drukkið á hverjum degi. „Ég var án vafa á ytri mörkum. Sterkt viskí eða gin og tónik fyrir kvöldmat, nokkur vínglös með honum, jafnvel hálf flaskan. Þetta var ekki gríðarlegt magn. Ég virti mín mörk.“ Áfengis- magnið jókst þegar Blair var undir miklu álagi, í Íraksstríðinu og þegar hann tókst á við undiröldu stuðn- ingsmanna Gordon Brown í Verka- mannaflokknum sem vildu gera uppreisn gegn honum. Brown óþolandi refur Tony Blair dregur upp fremur nei- kvæða mynd af Gordon Brown, eftir- manni sínum í forsætisráðuneytinu. „Var hann erfiður, stundum óþol- andi? Já. En hann var líka sterkur, hæfileikaríkur og greindur, og ég hef alltaf virt hann fyrir það,“ skrifar Blair. Hann segir að Brown hafi verið ákaf- lega góður bandamaður í ríkisstjórn- inni framan af en seinna hafi komið í ljós að hann væri lævís sem refur og hefði jafnvel staðið að ýmsum bak- stungum. Blair skrifar að undir lokin hafi Brown beitt hann endalausum þrýstingi til að Blair segði af sér sem forsætisráðherra. Í bókinni lýsir Blair þessum helsta samherja sínum sem „furðu- legum manni“ sem hefði þrátt fyrir miklar gáfur aldrei búið yfir neinu innsæi á hinu „mannlega sviði“. „Útsjónarsemi í pólitík, já. Til- finningar í pólitík, nei. Gáfur til að greina hlutina, algjörlega. Tilfinn- ingagreind, núll,“ skrifar Blair um Brown. Hann sagði að það hefði verið ómögulegt fyrir sig að koma í veg fyrir að Brown yrði forsætisráð- herra vegna valda hans yfir flokkn- um og fjölmiðlum. föstudagur 3. september 2010 erlent 21 Mestu mátar Bush og Blair störfuðu náið saman og urðu miklir vinir. Ferðalag Tony Blair Óþægilegt faðmlag Jeltsín Ég var nýlega spurður hver væri heilsteyptasti og heiðar- legasti stjórnmálamaðurinn sem ég hef hitt. Ég setti George [W. Bush] ofarlega á þann lista. Á meðal skemmtilegra lýsinga í ævisögu Tony Blair er frásögn hans af óþægilega löngu faðm- lagi Borís Jeltsín, rússneska for- setans heitna. „Við hittumst á alþjóðlegum fundi skömmu eftir stríðið í Kosovo. Hann gekk til mín í salnum til að faðma mig á hans fræga máta. Faðm- lagið byrjaði. Fyrstu tíu sekúnd- urnar voru, hugsaði ég, yndis- lega vinalegar. Eftir næstu tíu sekúndur fór mér að líða frek- ar vandræðalega. Á næstu tíu fór ég að finna fyrir öndunar- erfiðleikum. Ég losnaði loks- ins eftir um mínútu og ráfaði í burtu í leit að sterkum drykk. Ég held að hann hafi komið því sem hann vildi til skila,“ skrifar Blair. Borís Jeltsín Hinn eftirminnilegi rússneski forseti, sem nú er fallinn frá, faðmaði Tony Blair af miklu afli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.